Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Page 18

Víkurfréttir - 24.11.2005, Page 18
iFlóamarkaður Föstudaginn 25. nóvember n.k., veróur haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl: 13.00 - 16.30. Rauði kross íslands Suðurnesjadeild FRÉTTASÍMINN I SQIABHRUIGSWAKI 8982222 Pósthúsiö er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða-, bréfa og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um tvö þúsund manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. húsið Póst- og blaðberar óskast Pósthúsið óskar eftir að ráða póst- og blaðbera til starfa í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði og Garði. Dreifing ferfram milli klukkan 6 og 7 á morgnana, annað hvort á virkum dögum eða um helgar. Starfsmenn Pósthússins ganga sjálfkrafa í fríðindaklúbb Pósthússins þegar þeir hefja störf hjá fyrirtækinu, sem veitir þeim afsláttarkjör af ýmiskonar vörum og þjónustu. Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp póst- og blaðbera Pósthússins hafðu þá samband í síma 585 8330 eða fylltu út umsókn á www.posthusid.is. Pósthúsið ehf. Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ, sími 585 8300, fax 585 8309 posthusid@posthusid.is Rúnar Júlíusson hefur í nógu að snúast: Útgáfutónleikar Geimsteins á Ránni Nokkrar af vinsælustu sveitum landsins munu koma saman á Ránni fimmtudaginn 1. des- ember á árlegum útgáfutón- leikum Geimsteins í Keflavík. Útgáfan þetta árið er ein sú glæsilegasta frá upphafi, en Geimsteinn er elsta starfandi hljómplötuútgáfa landsins, stofnuð 1976 af Rúnari Júlíus- syni og konu hans. á Tónleik- unum koma fram, ásamt Rún- ari, Baggalútur, Deep Jimi and the Zep Creams og Hjálmar. Sænsk-íslenska reggísveitin Hjálmar, sem hafa farið mik- inn á tónlistarsviðinu hér á landi undanfarið ár standa þar fremstir. Fyrsta plata þeirra, Hljóðlega af stað, sem kom út í fyrra fór í gullsölu, en Rúnar afhenti þeim félögum gullplöt- una á útgáfutónleikum þeirra á Flúðum fyrir skemmstu. Nýút- komin plata hefur einnig farið vel af stað og selst grimmt. Þá hefur Baggalútur gert góða hluti með kántríplötu sinni sem kom út undir merkjum Geimsteins i haust að ógleymdri stórsveitinni Deep Jimi and the Zep Creams. Þeir komu saman á ný fyrr í ár og hafa sett saman nýja plötu og sanna þar að þeir hafa engu gleymt. Allt frá upphafi hefur aðals- merki Upptökuheimilis Geim- steins, eins og hljóðver þeirra er kallað, verið að hlúa að gras- rótinni og gefa ungum og efni- legum sveitum færi á að sanna sig. Oftar en ekki hefur þessi áhætta borgað sig, en aldrei sem nú um þessar mundir. Reggí og kántrí eru ef til vill ekki hæst á vinsældarlistum úti í heimi, en þeir hafa svo sannarlega snert strengi hjá tónlistaráhuga- mönnum hér á landi og segir Rúnar að hann hafi aldrei efast um möguleika Hjálmanna. „Það eru mjög breyttar aðstæður í bransanum og fleiri leiðir inn en áður, en það gerir oft erfið- ara að komast áfram því að svo margir eru um hituna. Þeir sem eru með hæfileika komast samt alltaf áfram með þrautseigju.” Skemmtileg nýjung hefur líka verið að njóta síaukinna vin- sælda hjá Geimsteini, en Rúnar hefur þar tekið á móti hópum fólks sem eru í yfirferð um Suðurnes. Þau geta fengið að spreyta sig við að syngja í al- vöru hljóðveri og fá disk með afrakstrinum með sér. „Þarna er nokkur viðsnúningur á ferð,” segir Rúnar með bros á vör. „Ég hef verið að syngja og spila fyrir áhorfendur í öll þessi ár, en nú eru þau farin að koma inn til mín til að syngja fyrir mig!” Rúnar sjálfur hélt upp á 60 ára afmæli sitt í sumar og hefur sjaldan verið meira að gera hjá honum í tónlistinni. „Eg er að spila mikið með strákunum mínum í Rokksveit Rúnars Júlíussonar og svo er ég líka að koma fram einn. Ég gaf út sólóplötu fyrr á árinu sem heitir Blæbrigði lífsins og svo er önnur slík á leiðinni á næsta ári þannig að það er nóg að gera!” Auk þess fékk Rúnar nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar á 17. júní og Geimsteinn fékk Súl- una, menningarverðlaun Reykja- nesbæjar, fyrir framlag sitt til tónlistar. Á tónleikunum leika sveitirnar lög af nýju plötunum, en Rúnar segist munu hefja tónleikana. „Það er nú svo komið að ég er farinn að hita upp fyrir ungu gæjana,” segir hann að lokum, léttur í bragði. Útgáfutónleikar Ceimsteim verða endurteknirí Borgarleikhúsinu 3. desember. KIRKJUDAGUR OG JÓLABASAR GEFNAR Kvenfélagið Gefnar í Garði stendur fyrir Kirkjudegi og jólabasar n.k. sunnudag og hefst Kirkjudagurinn á guðsþjónustu í Útskálakirkju kl. 14:00. Prestur er sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, kvenfélagskonur lesa ritningarlestra. Jólabasar félagsins verður í Sæborgu kl. 15:15 en þar verður hægt að finna margt góðra muna til jólagjafa og einnig úrval af kökum. 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.