Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 10
VIKURFRÉTTIR VOGAR Nýbygging við skólann og íbúum fjölgar hratt Nú eru um 100 íbúðir í byggingu í bænum og eru þær nær allar þegar seldar og segir Jón að líklega muni bæjaryfirvöld leitast eftir því að fá hreppinn viður- kenndan sem bæ um næstu áramót eða þar um bil. "W" ón Gunnarsson, oddviti I Vatnsleysustrandarhrepps, M telur að íbúum bæjarins muni fjölga um 30 til 40 pró- sent á næstu 12 mánuðum, úr um 1000 í 1300-1400. Þetta kom fram í viðtali sem Víkur- fréttir áttu við hann við vígslu glæsilegrar viðbyggingar við Stóru-Vogaskóla í síðustu viku. Nú eru um 100 íbúðir í bygg- ingu í bænum og eru þær nær allar þegar seldar og segir Jón að líklega muni bæjaryfirvöld leit- ast eftir því að fá hreppinn við- urkenndan sem bæ um næstu áramót eða þar um bil. Segja má að vígslan sé talandi dæmi um hinn mikla uppgang sem hefur verið í bæjarfélaginu allt frá því að átakinu „Vogar færast í vöxt” var hrundið af stokkunum fyrir nokkrum árum. Fjölgunin hefur verið einstaklega hröð og mest meðal barnafólks en hlutfall grunn- skólabarna í hreppnum er um- talsvert hærra en landsmeðaltal. Nú eru rúmlega 200 nemendur í Stóru-Vogaskóla. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikil bylting aðstaðan í viðbyggingunni nýju er, en hún er um 1300 m2 og eru þar m.a. 7 nýjar kennslustofur, full- komin raungreinastofa og stór og mikill salur með mötuneyti, en salurinn mun héðan í frá einnig gegna hlutverki veislu-, ráðstefnu- og fundasals. Skólabyggingin er í eigu Eign- arhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem bar kostnað af framkvæmd- unum, en kostnaður við við- bygginguna er 248 milljónir. KS verktakar sáu um verkið sem gekk afar vel, en starfsemi í skól- anum hófst 9 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Eftir athöfn í nýja salnum þar sem ýmsir kvöddu sér hljóðs við þetta skemmtilega tækifæri, var boðið upp á köku og léttar veitingar í boði Fasteignar hf. STAFRÆN FRAMKÖLLUN Framköllum myndirnar þínar samdægurs. Aðeins kr. 29,- myndin út nóvember miðað við 57 mynd o.fl. hljóiftva{ Hafnargata 28 - Keflavík - s: 421 4933 & 4213933 - www.hljomval.is Framköllum myndir afstafrænum kortum og diskum. Lagfærum gamlar myndir. 15% afsláttur aföllum jólakortum útnóvember Persónuleg jólakort Sparið tíma, peninga, pennan og verið persónuleg. Einstök börn fengu 171 þus- und krónur í Reykjanesbæ Islandstúr írafárs og ís- landsbanka til styrktar einstökum börnum hefur gengið fábærlega, en hann hófst í síðustu viku og í gær spilaði írafár í Stapanum í Reykjanesbæ. Fullt hús hefur verið á öllum stöðum hingað til og er söfnunarfé komið á aðra milljón króna. Þannig söfnuðust 171 þúsund krónur í Reykjanesbæ í gær. „Þetta hefur gengið allveg rosa- lega vel og okkur þykir mjög vænt um hvað fólk er duglegt að mæta og styrkja þetta góða málefni” segir Birgitta Haukdal söngkona Irafárs. “Rútuferðin er búin að vera mjög skrautleg. Við vorum föst á Möðrudalsör- æfum í nokkra klukkutíma því að bremsurnar frusu fastar og tók því ferðin til Húsavíkur 14 tíma”. Annars hefur allt gengið mjög vel og við hæstánægð með móttökurnar”. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.