Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 20
UNGA FOLKIÐ Árlega hundaganga HRFÍ á laugardag Hin árlega hundaganga HRFÍ verður farin laugardaginn 26. nóvember kl. 13.00. Mæting er við pósthúsið í Keflavík kl 12.50. Gengið verður niður á smábátahöfn og aftur til baka. Þessi ganga er til að minna á að hundar eru komnir til að vera í þéttbýh og að það séu til ábyrgir hundaeigendur sem þrífa upp eftir hundana sína. Hinir sem gera það ekki eru vinsamlega beðnir um að vera heima. Aðaifundur Golfklúbbs Sandgerðis verður haldinn í Golfskálanum sunnudaginn 27. nóv. kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin t Elskuleg elginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Eðvaldsdóttir, Aðalgötu 5 (Vinaminni), Keflavík, lést að heimili sínu laugardaginn 19. nóvember sl. Þorsteinn Óskarsson, Stefán Atli Þorsteinsson, Kristín Ása Davíðsdóttir, Ingibjörg Jóna Þorsteinsdóttir, Haukur Örn Jóhannsson, Vilfríður Þorsteinsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Ósk Þorsteinsdóttir, Baldur Ingi Isberg, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ívar Magnússon, fyrrverandi verkstjóri, Lyngbraut 9, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. nóvemberkl. 14. Jarðsett verður í Útskálakirkjugarði. Ursula Magnúsdóttir, Friðrik Örn ívarsson, Anna Dóra Garðarsdóttir, Guðjón Tyrfingur (varsson, Erla Elísdóttir, Magnea María ívarsdóttir, Jón Rósmann Ólafsson, Óskar ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Herra ísland fer fram í kvöld á Broadway og er Óli Geir Jónsson fulltrúi Suðurnesja í keppninni. Mikill undirbúningur og vinna hefur verið að baki að sögn Óla og er hann spenntur fyrir keppninni. Víkurfréttir lögðu fyrir hann nokkrar spurningar um keppnina sjálfa og einnig var forvitnast um sjónvarpsþáttinn Splash sem nýtur mikilla vinsælda.. Hvernig leggst keppnin í þig? „Hún leggst mjög vel í mig, þetta hehir verið ótrúlega skemmtilegt og góð lífsreynsla. Við strákarnir höfum gert mikið saman og höfum verið að æfa á fuliu í World Class. Svo er alltaf verið að bjóða okkur eitthvert, fórum í ferð og gistum á Hótel Glym, í útgáfupartý hjá Nylon, World Class dekur og förum af og til út að borða saman“. Hvað kom til að þú ákvaðst að taka þátt? „Ég fékk símtal og var boðaður í prufu. Var svolítið smeykur fyrst en ég ákvað að kýla á það og sé sko ekki eftir því. Seinna frétti ég að Árni félagi minn hefði skráð mig í byrjun“. Hvað hefurðu lært af þátttöku þinni í Herra ísland? „Ég hef lært mikið um sviðsframkomu og hvernig á að bera sig almennt. Mikilvægt er að vera kurteis og sýna sjálfstraust. Einnig höfum við verið á gönguæfingum í 4-6 tíma á dag, og þannig lært að ganga fáklæddir fyrir framan fólk. Fengum reyndar smá æfingu í því þegar við komum fram á nærfötum fýrir framan fullt af konum á konukvöldi Zik Zak“. Hvernig lýst þér á hina keppendurna? „Ég er ekkert smá heppinn með hóp, þetta eru allt saman geggjað góðir gæjar. Við höfum kynnst vel, enda hittumst við á hverjum degi á æfíngum". Sagan segir að það sé búið að gera stuðningsmannaboli fyrir keppnina? „Já, Jói bróðir ákvað að gera stuðningsmannaboli til að styrkja mig í keppninni og ætla 35 manns að klæðast þessum bolum á keppninni. Það koma um 40-45 manns 1 matinn á mínum vegum og það er frábært að hafa svona góða stuðningsaðila“. Þú hefur séð um þáttinn Splash með bróður þínum í vetur, hvernig gengur hann? „Hann gengur bara rosa vel. Síðasti þátturinn í bili er nýkominn á heimasíðuna, splash.is en svo fer hann í smá pásu á meðan við bræðurnir tökum upp meira efni í desember. Sjónvarpsstöðin Sirkus er svo búinn að kaupa 8 þætti sem verða sýndir eftir áramót og verður spennandi að sjá hvernig það gengur“. Nýtt fyrirkomulag er á keppninni að þessu sinni, en símakosning mun segja til hver verður næsti Herra ísland 2005. Ef þú vilt sjá Óla Geir sem næsta Herra ísland, er hægt að hringja í 900-3020 og kjósa eins oft og þú vilt. Örn Garðars kominn á Ránna Matreiðslumaðurinn örn Garðarsson er kominn til starfa hjá Ránni eftir að veitingastaður- inn SOHO hætti rekstri. „Mig langaði aðeins að fá frí frá rekstri en það var góður gangur í SOHO,” sagði örn við Víkurfréttir. „Hér á Ránni er að- eins afslappaðra umhverfi fyrir mig, nú þarf maður ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og ekki skemmir fyrir að á Ránni er eitt best útbúna eldhús á landinu að finna.” örn stendur í ströngu um þessar mundir enda nóg um að vera og ber þá helst að nefha jólahlaðborðin sem Ráin stendur fyrir. Fyrsta jólahlað- borðið hefst núna á föstudag þar sem Örn verður í eldlín- unni í eldhúsinu. ' 20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.