Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 25
 SIGRÍÐUR JÓNA JÓHANNESDÓTTIR SKRIFAR UM SAMGÖNGUR: Strætísvagnar í Reykjanesbæ Um þessar mundir eru tæp 3 ár frá því að Reykjanesbær ákvað að bjóða íbúum ó k e y p i s að gang að almennings- vögn um í bænum. Sú ákvörðun var tekin til þess að hvetja til nýtingar strætisvagna í Reykjanesbæ. Notkun á strætó er tvímælalaust kostur sem nýtist vel vinnandi fólki og skólabörnum. Börn og unglingar sem mest nota strætó kunna vel á kerfið og eiga auðvelt með að nýta vagnana í tengslum við skóla, íþróttir og afþreyingu hversdags- ins, á meðan foreldrarnir eru í vinnu. Aukin notkun þeirra á strætis- vögnum hefur dregið úr umferð einkabíla við stofnanir Reykja- nesbæjar og um leið dregið úr líkum á slysum. Einnig getur vinnandi fólk nýtt sér vagnana til að komast til og frá vinnu og þannig sparað a.m.k. annan bílinn á heimilinu. Ferðir almenningsvagnanna eru alla virka daga frá klukkan 7:05 á morgnana til 24:00 á kvöldin og eru þær á 30 mínútna fresti til klukkan 19:00 en á klukku- tíma fresti til miðnættis. Hin ágæta reynsla af strætis- vagnafyrirkomulagi í Reykja- nesbæ, bæði hentugu leiðar- kerfi og ókeypis ferðum fyrir notendur hefur þýtt að notkun almenningsvagna hefur stórauk- ist og skilað auknum gæðum í þjónustu við íbúa. Næsta skref í að bæta þjónust- una er eflaust tengt þéttara og lengra leiðarkerfi í nýjum hverfum - og starfsemi um helgar. Slík viðbót er ekki ókeypis og því þarf að huga vel að forsendum fyrir slíkum breyt- ingum. Auðvitað geta vagnar nýst ýmsum um helgar t.d. tengt afþreyingu, íþróttaleikjum, heimsóknum og í einhverjum tilvikum vaktavinnufólki, þó þörfin sé ekki eins brýn því lík- legra er að heimilisbíllinn sé þá tii staðar. Við, Sjálfstæðismenn, gerum okkur grein fyrir því að með stækkandi sveitarfélagi og auknum íbúafjölda verður nauðsynlegt að auka þjónustu á þessum vettvangi. Verið er að leggja mat á þörf fyrir slíka þjón- ustu og kostnað henni samfara. Tillögur verða lagðar fram í kjöl- far þeirrar skoðunar. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir bœjarfidltrúi í Reykjanesbœ Dvalarheimili aldraðra á Suðumesjum G a r ð v a ng u r Starfsfólk vantar í aðhlynninjjarstörf um er að rœða vaktavinnu. Allar upplýsingar jjefur Aðalheiður Valpjeirsdóttir hjúkrunarforstjóri D.S. Símar 422 7401 ojj 421 5700, netfanjj heida@ds.is. ER BYRJUÐ AFTUR Ég mun hefja störf afturá eftir barneignarfrí 29. nóvemberá Hárhorninu í Grindavík. Er byrjuð að taka niður tímapantanir ísíma 426 7120. Gamlir sem og nýir kúnnar velkomnir Hlakka til að sjá ykkur! SARA SIMONARDOTTIR s: 426 7120 - HÁRHORNIÐ Fáðu þér gott i goggiim afsláttur VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 24. NÓVEMBER 2005 I 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.