Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 24
Til Keflvíkinga og Islendinga GÁTA Mestu stórvirki sinnar tíðar Aflauk ofurhugi Ijúflingur Völundur Reisti hróðri íslands ævarandi hermerki Einnegin sýnast öngvir honum jafnir Líkast tilfylgja þó einhverjir sporgöngumenn. Því alltaf skila þeir sér, „það er lögmál". Glúmur. Jólin í Nýmynd Stækkaðar myndir og jólakort við allra hæfi. iwámlirðd! Iðavollum 7 • Simi: 421 10 16 • Fax: 421 13 16 www.nymynd.is • Vefpóstur: mynd@nymynd.is 1/69 Atvinna Starfskraftur óskast til almennra afgreiðslustarfa. Vinnutími frá 07-13 og 08-16. Upplýsingar á staðnum. BAKAKIII) -ferskara en allt! Hafnargötu 31 ■ Sími: 4211695 Atvinna Óskum eftir að ráða: • Bílstjóra með meiraprófsréttindi • Laghenta menn á verkstæði • Verkamenn í malbikunarvinnu. Upplýsingar ísíma 6601111,660 1125 eða á netfangið kristin@steypan.is V^SEES W VERKTAKAR HILDUR SIGURÐARDÓTTIR SKRIFAR UM EINELTI: Heimasíður barna - nýtt form eineltis Með þess ari grein minni vil ég koma á framfæri við foreldra yngri barna hve nauðsyn- legt er að þau kynnisérnet- notkunbarna sinna bæði með tilliti til heimasíðna og efnisvals. Tölvur eru í dag eitt af mikil- vægustu hjálpartækjum í skóla- göngu nemanda en þær bjóða uppá fjölmörg tækifæri til betri menntunar og bættra efnistaka. Um leið fylgja þessari nýju tækni miklar hættur ef ekki er fylgst reglulega með notkun þeirra og þá sérstaklega óheftu aðgengi yngri barna að netinu og því efni sem þar er að finna. Eitt af þeim tækifærum sem internetið býður upp á í dag er gerð heimasíðna á auðveldan hátt og færist það stöðugt í vöxt að börn á aldrinum 7 til 12 ára eigi sína eigin síðu t.d. undir léninu www.folk.is svo dæmi sé tekið. Á heimasíðum sínum geta börnin t.d. sett inn upplýsingar um sig, fjölskyldu og vini ásamt myndum og öðru skemmilegu efni. Hins vegar hefur borið á því að börnin nýti sér þennan vettvang til að gefa öðrum börnum umsögn þ.e. skrifa op- inberlega um afstöðu sína til vina og barna á þeirra aldri. Er þessi háttur mjög algengur enda býður stöðluð uppsetning á þessum sértilgerðu heimasíðum upp á valmöguleika sbr. „vinir og vandamenn” sem í sjálfu sér hljómar jákvætt og vinalega við fyrstu sýn. Oftar en ekki má ftnna í þessari upptalningu já- kvæð ummæli um besta vin eða vinkonu viðkomandi en svo er því miður ekki alltaf farið og geta stundarbrigði kallað á nei- kvæða umfjöllun og þarf ekki að tíunda hér hversu alvarlegt og viðkvæmt það getur verið fyrir þá sem um er skrifað enda ummælin sögð á miðli sem allir geta skoðað og lesið. Segja má að slíkar heimasíður séu í raun dagbækur nútímans en munurinn er að þessi skrif eru öllum opin og geta birst sem niðurstaða eða álweðinn dómur yfir þeim sem skrifað er um. Þannig geta saklaus skrif á heimasíðu, um vini og kunn- ingja, auðveldlega snúist upp í andhverfu sína enda gera börn sér enga grein fyrir hættunni sem þarna leynist. Þau hafa ekki þann þroska sem þarf til að skilja þann skaða sem þau geta valdið með skrifum sínum. Ummælum sem til lengri tíma litið gæti flokkast undir andlegt ofbeldi eða einelti. Látum þessi viðvörunarorð verða okkur foreldrum áminn- ing um hve mikilvægt er að leiðbeina börnum okkar og kenna þeim að umgangast netið með skilningi á kostum þess og göllum. Kenna þeim að bera virðingu fyrir öðrum þannig að þau nýti sér ekki þennan mikilvæga miðil til að fá útrás fyrir eigin tilfinningum. Tilfinningum sem stundum lúta að gremju og vonbrigðum í garð vina og kunningja. Ekk- ert foreldri óskar barni sínu neikvæðrar umfjöllunnar á fjölsóttum netsíðum. Við for- eldrar erum öll ábyrg fyrir okkar börnum og ber skylda til að vernda þau eftir bestu getu. Stöndum vörð um hamingju barnanna okkar. Hildur Sigurðardóttir leikskólakennari. STEINÞÓR JÓNSSON SKRIFAR UA/ISAMGÖNGUMÁL Á SUÐURNESJUM: Yfír 20.000 íbúar árið 2008 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum var haldinn í glæsi legu húsnæðiFjöl- brautaskóla Suðurnesja þann 19.nóv- ember s.l. og er ástæða að þakka stjórn sam bands- ins, framkvæmdastjóra og frummælendum sérstaklega fyrir góðan fund. Á fundinum lagði Samgöngu- nefnd SSS fram áfangaskýrslu um samgöngumál á Reykjanesi sem er fyrsta skýrslan sem lögð er fram um þetta efni á þessum vettvangi. Tilgangur skýrsl- unnar er að taka saman verkefni sem í gangi eru og forgangsraða öðrum enda lykilatriði að nið- urstaða samgöngunefndar og sveitastjórnarmanna sé skýr og einróma þannig að árangur ná- ist með tryggu og jákvæðu sam- starfi við þingmenn, samgöngu- yfirvöld og Vegagerð. Þessum aðilum er hér með þakkað sér- staklega fyrir vel unnin störf og þann skilning sem þeir hafa haft á uppbyggingu svæðisins og þeirri þörf sem hún skapar. Segja má að ákveðinn vendi- punktur sé í samgöngumálum á svæðinu enda fjölmörg verkefni nú á framkvæmdastigi s.s. annar áfangi að tvöföldun Reykjanes- brautar, Suðurstrandaveg, Nes- veg frá Grindavík að Reykjanesi, Hafnarveg við Hafnir og Ósa- botnaveg og því mikilvægt að forgangsraða næstu verkefnum með heildarhagsmuni að leið- arljósi. Lítur nefndin þannig á að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni í gegnum Hafnarfjörð verði framkvæmd samhliða þeim kafla sem nú er í vinnslu þ.e. Strandarheiði að Fitjum um leið og skipulagsyf- irvöld í Hafnarfirði hafa sam- þykkt legu vegarins í gegnum Hafnarfjörð í samstarfi við Vegagerð Ríkisins. Þá er þörf á nýjum mislægum gatnamótum við Hæðahverfi vegna örar upp- byggingar og lýsingu stofnvega. Að þessu sögðu var samþykkt einróma á fundinum að fram- kvæmdir við Suðurstrandaveg verði settar í algjöran forgang en ríkisstjórnin hefur þegar tilkynnt um fjögur hundruð milljón króna framlag til vegar- ins vegna sölu Símans. Þá skor- uðu sveitarstjórnarmenn á Suð- urnesjum á Alþingi að þær 300- 400 milljónir sem spöruðust vegna hagstæðs útboðs á öðrum áfanga Reykjanesbrautar verði þegar varið til framkvæmda í kjördæminu. Víst er að tvöföldun Reykjanes- brautar hefur skipt sköpum í þeirri gríðarlegu uppbyggingu og fjölgun íbúa sem nú á sér stað á Reykjanesi öllu en fjölgun íbúa á þessu ári er vel yfir fimm prósent og allt sem bendir til að sú fjölgun haldi áfram. Þannig má reikna með að íbúar Reykja- ness verði vel yfir 20000 manns þegar árið 2008. Ljóst er að Reykjanes er að koma sterkt inn sem næsta uppbyggingarsvæði í nágrenni höfuðborgarinnar og er þegar orðinn mjög eftir- sóttur íbúakostur. Þessi mikla fjölgun sem og gríðarleg fjölgun ferðamanna sem fara um Kefla- víkurflugvöll kalla á skilvirk vinnubrögð yfirvalda og skýra forgangsröðun verkefna. Frekari upplýsingar úr skýrslunni má finna á vef Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum www.sss.is Framundan eru tækifæri til sóknar á Reykjanesi. Þar verðum við öll að standa saman og tryggja svæðinu bjarta fram- tíð. Steinþór Jónsson, bœjarfulltrúi Reykjanes- bœjar ogformaður Sam- göngunefndar SSS 24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.