Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 22
VÍKURFRÉTTIR SPORT Jeb Ivey hrökk í gang var ekki aftur snúið og öruggur sigur var staðreynd Stigahæstir Njarðvíkingar voru Jeb Ivey með 20 stig. Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham voru með 19 stig Stigahæstur KR var Omari Westley 28. Njarðvíkingar eru Powerade arar eftir frækinn sigur á KR-90-78 á laugar- dag. KR-ingar byrjuðu mun betur og leiddu mestallan fyrri hálfleikinn, en Njarðvík- ingar voru sterkari í seinni hálfleik. Þegar vörnin small saman og JÓLAGLAÐNINGUR PERLUNNAR 3 mánuðir í þrek + æfingabolur á: kr. 10.990,- 1 2 mánuðir í þrek og sund + æfingarbolur + brúsi á kr. 39.000,- Tilvalin jólagjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um. InnifaliS í kortunum er: sm og fitumæling og 1 tími í einkaþjálfun. Gildir til 24. desember 2005 Frábær arangur IRB undfólk ÍRB stóð sig frábærlega á íslands- mótinu í 25m laug um helgina. Afraksturinn var eftirfarandi: Níu Islandsmeistaratitlar, fimm silfurverðlaun, sjö bronsverðlaun, sex aldursflokkamet, efnilegasti sundmaðurinn, besti unglingaþjálfarinn, fjórir sundmenn valdir til þáttöku á Norðurlandameist- armóti unglinga, þau Marin Hrund Jónsdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir, Helena Ósk Ivarsdóttir og Guðni Emilsson. Tveir náðu lágmörkum í afrekslandslið SSl og þrír nýjir bættust í unglinga- landsliðshóp SSÍ, en þar eiga iRB-liðar nú átta einstaklinga í þeim hópi. Þeir sem unnu til Islandsmeistaratitla voru: Birkir Már Jónsson 400m skriðsund, 200m flugsund, 200m skriðsund og lOOm flugsund. Helena Ósk ívarsdóttir 100 og 200m bringusund. Guðni Emilsson 200m bórsund. Erla Dögg Haraldsdóttir 50m bringusund. Hilmar Pétur Sigurðsson 1500m skriðsund. Tveir sundmenn félagsins náðu lágmörkum í af- rekshóp SSl, en það voru þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Sundmenn félagsins slógu sex aldursflokkamet á mótinu og þar má með sanni segja að Soffía Klem- enzdóttir hafi verið fremst í flokki, en hún setti þrjú Islandsmet í meyjaflokki en það var í 50m flugsundi, 200m skriðsundi og lOOm fjórsundi. Svandís Þóra Sæmundsdóttir stóð sig líka frábær- lega þegar hún stórbætti sig og setti íslandsmet meyja í 200m flugsundi. Stórefnilegar stúlkur þar á ferð sem væntanlega eiga eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Liðsmenn ÍRB settu einnig tvö aldursflokkamet í boðsundum. I telpnaflokki í 4 xlOOm fjórsundi en sveitina skipuðu Marín Hrund Jónsdóttir, Elín Óla Klemenzdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir og í meyjaflokki í 4 x 200m skriðsundi en þá sveit skipuðu Soffía Klemenzdóttir, María Halldórsdóttir, Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir og Svandís Þóra Sæmundsdóttir. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn efnileg- asti sundmaður mótsins en hann var að bæta sig talsvert í baksundsgreinunum og er sannarlega vel að þessum titli kominn. Gríðarlega efnilegur drengur þar á ferð sem væntanlega á eftir að vera í fararbroddi íslenskra baksundsmanna næstu árin ef hann heldur rétt á spilunum. Eðvarð Þór Eðvarðsson var valinn besti unglinga- þjálfari ársins 2005. En hann hefur unnið gríðar- lega gott og markvisst starf með yngri kynslóð IRB, ekki einungis á þessu ári heldur um árabil. Að þessu íslandsmóti afstöðnu á IRB tíu sund- menn í hinum ýmsu landsliðshópum SSl. Þar eru þeir nú sem endranær í fararbroddi sund- félaga á landinu. Slíkur árangur er frábær og er sundmönnum, þjálfurum, stjórnarmeðlimum, foreldrum, styrktaraðilum og bæjarfélaginu til mikils sóma. Fjölmenni á SpKef-mótið sem Keflavík og Njarðvík héldu saman í 5. flokki sem fór fram £ Reykjaneshöll um helgina tókst frábærlega. Alls voru um 300 drengir sem kepptu frá 10 félögum og gistu þeir allir fyrir utan heimamenn í Holtaskóla. Úrslit í einstökum riðlum má sjá á www.vf.is og siðum félaganna. Fjöldi foreldra heimadrengja að- Spkef-móti stoðuðu við mótið og stóðu sig frábærlega ásamt fjölda annara sem koma einnig við sögu og vilja aðstandendur þakka þeim öllum. Einnig vilja þeir þakka aðalstyrktaraðila mótsins, Spari- sjóðnum í Keflavík fyrir bans framlag, KASKÓ, Langbest og SBK þeirra þátt ásamt Slökkvi- liðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir að fá að heimsækja þá. 11 stiga tap hjá Reyni Sandgerðingar máttu játa sig sigraða á sunnudag gegn Vaismönnum í 1. deildinni í körfuknattleik. Lokatöiur leiksins voru 91-80 fyrir Val en leikurinn fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans. Sandgerðingar hafa leikið 6 leiki í 1. deildinni, unnið 1 og tapað 5 og eru því í næst neðsta sæti með 2 stig ásamt KFl. Unnu til gullverðlauna í fimleikum Helgina 5. - 6. nóvember fór Haustmót FSÍ fram og sendi Fimleikadeild Keflavíkur 15 stúlkur til þátttöku. Eva Rós Guðmundsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir stóðu sig með miklum ágætum og unnu til gullverð- launa í sínu þrepi. Arndís Ingvarsdóttir náði svo að vinna sig upp um þrep. Sann- arlega glæsilegur árangur hjá keppendum Keflavíkur. Sjö í æfingahóp U-17 Knattspyrnukonurnar Eva Kristinsdóttir, Anna Rún Jó- hannsdóttir og Helena Rós Þórólfsdóttir frá Keflavík, og Alma Garðardóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir 'og Kristín Karlsdóttir úr Grindavik hafa verið valdar í 26 manna úrtak fyrir U 17 ára landslið stúlkna. Þær voru einnig í 35 manna æf- ingahópnum en komust í gegnum niðurskurðinn. Pílukastmót um helgina Styrktarmót íslenska Pílukastfélagsins verður haldið í húsi Bláa Hersins og Ragnarsbakarís í Reykjanesbæ á laugardaginn. Um er að ræða árlegt mót og er búist við miklu íjölmenni. Mótið er til styrktar landsliðs- og mótastarfi íslenskra pílukastara. Mótið hefst klukkan 13 og stendur til kl. 19 um kvöldið. 22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.