Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 12
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar: Q 160 milljónir í hagnað Tekju- og gjaldaáætlun fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir næsta ár, sem kynnt var í bæjarráði í síðustu viku, gerir ráð fyrir 155 milljón kr. rekstraraf- gangi. Áætlunin verður lögð til fyrri umræðu þann 6. desember n.k. Reykjanesbær mun einnig skila um 160 milljón kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2005, samkvæmt nýendurskoð- aðri íjárhagsáætlun Reykjanes- bæjar. Veltufé frá rekstri er já- kvætt um 73 milljónir kr. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2004 þegar stórfram- kvæmdir við endurnýjun Hafn- argötu á fjórða hundrað milljón kr. voru að mestu gjaldfærðar á rekstur og gangskör var gerð í endurreikningi lífeyrisskuld- bindinga sem einnig var fært á rekstur. Árið 2004 var því rekstr- arniðurstaða neikvæð um 210 milljónir kr. Vegna jákvæðrar rekstrarniður- stöðu þessa og næsta árs telja bæjaryfirvöld svigrúm tii skatta- lækkana og aukinnar þjónustu við barnafólk í Reykjanesbæ sem tekin verður afstaða til við fjárhagsáætlunargerð ársins 2006. í frétt á heimasíðu bæjarins kemur fram að margvísleg þjón- usta sé nú í bænum umfram það sem gerist hjá stærstu sveit- arfélögunum á landinu: Engir biðlistar eru á leikskóla í Reykja- nesbæ, frítt er í strætisvagna, gjald fyrir hádegismáltíðir í grunnskólum er lægst í Reykja- nesbæ, frítt er í forskóla tón- listar fýrir öll börn fyrstu 2 árin. Þá er gjald í Frístundaskóla að loknum grunnskóladegi lægst í Reykjanesbæ, þrátt fýrir að gjald fyrir íþróttaæfingar sé innifalið í verði. I umræðu um málið á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag gerði Kjartan Már Kjartansson, full- trúi Framsóknarmanna, gerði athugasemdir við færslur í árs- reikningunum. Hann telur að leigugreiðslur bæjarins vegna opinberra bygginga flokkist sem fjármögnunarleigusamningur en ekki sem rekstarleiga og skuli því færðir í efnahagsreikning bæjarins. Hann taldi til þrjú atriði í reglum um leigusamninga í bók- haldi og reikningsskilum sveit- arfélaga sem sýndu það að um fjármögnunarleigusaming sé að ræða. 1 samtali við Víkurfréttir fagn- aði Kjartan því að meirihlut- inn ætlaði að skoða þessi mál betur og vonaði að þessar tölur myndu rata rétta leið til að sjá stöðuna eins og hún er. „Þetta snýst ekki um að draga upp ein- hverja vonda mynd af ástand- inu, heldur að allir geti séð raun- verulega mynd af stöðunni,” sagði hann að lokum. Böðvar Jónsson, formaður bæj- arráðs, sagði í viðtali við Vík- urfréttir að hann væri alls ekki sammála Kjartani. Þessi aðferð sé í fuilu samræmi við alþjóðlegar reglur um reikn- ingsskil og sagði hann að atriðin sem Kjartan týndi til ættu ekki við í þessu tilfelli. Eitt atriðið sem talið var upp sagði að um fjármögnunarleigu- samning væri að ræða ef leigða eignin væri svo sérhæfð að að- WEB A SUÐURNESJUM BOKAKYNNING fyrir eldri borgara á bókasafninu Starfsmenn safnsins kynna nýútkomnar bækur í dag kl. 17:00. Heitt á könnunni. Félag eldri borgara á Suðurnesjum Bókasafn Reykjanesbæjar HOPFERÐIR vi& öll tækifæri fyrir stóra jafnt sem smóa hópa Bílar fyrir 9-56 manns Allir vel útbúnir og öruggir Hafðu samband og fáðu verðtilboð í þína ferð - eins leigutaki gæti notað hana á mikilla breytinga. Benti Kjartan á grunnskólahús og sundlaugar í því samhengi. Böðvar sagði að t.d. gætu aðrir aðilar mögulega nýtt skólahús- næði undir einkaskóla, eða skrif- stofurekstur þegar fram í sækir, en annars væri ómögulegt að segja til um slíkt þar sem húsin myndu standa í áratugi í viðbót. Böðvar sagði að þeir færu í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um reikningsskil. „Þetta er allt eftir settum reglum og sam- kvæmt okkar endurskoðendum, sem fara eftir þeim lögum og reglum sem eru í gildi fýrir sveit- arfélögin.“ Skrifstofu- starf - 50% Þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi, nýflutt á Suður- nesin, óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sína. Starfið felst m.a. í símsvörun, skjalavörslu, færslu bókhalds og öðrum almennum skrifstofu- störfum. Starfshlutfall er 50% til að byrja með en gæti orðið meira í framtíðinni. Hæfniskröfur: >Góð þekking af almennum skrifstofustörfum. > Góð enskukunnátta. > Geta til að vinna sjálfstætt. Nánari upplýsingar um þetta starf veitir Jens Ólafsson hjá Ábendi (jens@abendi.is), símatími 14:00-17:00. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóv- ember nk. Vinsamlegast sækið um starfið á heimasíðu okkar, www.abendi.is. A <C fyl >1 RAÐNINGAR OG RAÐGJOF SIMI: 544-4554 - abendi@abendi.is BORGARTÚNI 20 - 105 REYKJAVÍK www.abendi.is 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NVJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.