Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 4
Steinþór fékk Lundann IQÍsrval af do Samhliða Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis var ákveðið að árlega yrði veittur gripur til einstak- lings sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og/ eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa og/eða bæjarfé- lagsins Reykjanesbæjar. Lund- inn 2005 var afhentur á Lunda- kvöldi Keilis 4. nóvember s.l. Lundinn var fyrst afhentur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vil- hjálmur Þorleifsson og Óskar ívarsson starfsmenn Áhalda- húss Reykjanesbæjar sem höfðu unnið í áratugi við að fegra bæ- inn. Árið 2003 hlaut Lundann Ólafur Oddur Jónsson sóknar- prestur í Keflavíkursókn sem í mörg ár hefur haldið uppi um- ræðum og fræðslu gegn sjálfs- vígum. Tómas Knútsson hlaut Lundann árið 2004, en Tómas setti á fót Bláa herinn sem hefur unnið öt- ullega við að hreinsa strandlengj- una og þá hefur hann stjórnað Sportköfunarskóla íslands. Verðlaunagripurinn er upp- stoppaður Lundi á steini ásamt verðlaunaplötu og skjali. Nefnd- inni, sem í sitja, Ragnar örn Pét- ursson, Ævar Guðmundsson og Halldór Guðmundsson, bárust fjölmargar tillögur um einstak- linga sem allir voru vel að því að komnir að fá þessi verðlaun í ár. Nefndin var sammála um að Lundann 2005 skyldi hljóta Steinþór Jónsson hótelstjóri og bæjarfulltrúi. Steinþór hefur látið margt gott af sér leiða og unnið óeigingjarnt starf fyrir bæjarfélagið. Steinþór var upp- hafsmaður að lýsingu Bergsins og síðan hátíðinni Ljósanótt sem fylgdi í kjölfarið. Ljósanótt í Reykjanesbæ er ein af stærri og vinsælustu menningarhá- tíðum sem haldnar eru hér á landi. Öll þau ár sem Ljósanótt hefur verið haldin hefur Stein- þór verið formaður undirbún- ingsnefndar og sú vinna hans hefur verið í sjálfboðamennsku. Steinþór er ásamt fleirum að- alhvatamaður að tvöföldun Reykjanesbrautar. Um aksturslag á Reykjanesbraut Lesandi hafði samband við Víkurfréttir og sagði frá áhyggjum sínum af aksturslagi á Reykjanesbraut. Állnokkuð hefur verið um að bílar sem koma út á Brautina frá Njarðarbraut taki óþarfa áhættu við að skótast ffam fyrir stórar vöruflutningarbif- reiðar sem koma niður brekkuna frá Grænás. Er sem almennir vegfarendur geri sér ekki nægilega grein fyrir því að fulllestaðar vörubifreiðar, t.d. sementsbílar, geta vegið allt að 49 tonnum og er þeim ekki hægt um vik að hægja ferð snögglega. Þá vildi viðkomandi einnig koma þeim skila- boðum áleiðis til þeirra sem aka einfalda hluta Brautarinnar að vörubifreiðum er ekki óhætt að víkja út á vegaröxl til að hleypa framúr. Það getur haft í för með sér alvarleg slys þar sem axl- irnar eru ekki gerðar til að bera slíkan þunga. Að lokum má rifja upp dæmi um að keyrt hafi verið á bíla sem eru kyrrstæðir í vegakanti, með alvarlegum afleiðingum, þannig að ekki er van- þörf á að brýna fýrir ökumönnum að sýna sér- staka aðgát þegar farið er út á axlir. Kiwanisklúbburinn Keilir afhendir lundann í fjórða sinn: 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.