Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 24.11.2005, Blaðsíða 2
Suðurnes í sókn á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1B50 ÍBÚÐIR í BYGGINGU EFNIBÍÐUR BIRTINGAR Hlutfall auglýsinga er hærra í þessu tölublaði Víkurfrétta en lesendur eiga að venjast. Þetta skýrist af því að óvenju mikið magn auglýsinga barst á þeim tímapunkti að ekki var hægt að fjölga síðum. Þar af leiðandi hefur mikið af efni þurft að víkja fyrir auglýsingum. Við sjáum samt fram á að efnið fái sinn stað í næstu viku, þegar myndarleg útgáfa verður hjá Víkurfréttum. Þá koma út hefðbundnar Víkurfréttir á fimmtudegi og síðan Jólahandbókin okkar á föstudegi. Ritstjórn. Aþessu ári hafa verið eða eru 1350 íbúðir í bygg- ingu á Suðurnesjum. Þær munu rúma allt að 3500 íbúa. Þetta kom fram á 28. aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Fundur- inn var haldinn í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja um síðustu helgi. Á fundinum fluttu sveitarstjórn- armenn erindið Suðurnes í sókn, þar sem uppbygging í nútíð og nánustu framtíð var kynnt. Auk þessara 1350 íbúða sem eru í byggingu eru 3-4000 íbúðir á skipulagsstigi og verða reistar fljótlega. Miðað við sömu þróun í íjölgun íbúa verða íbúar Suður- nesja komnir yfir 20.000 strax árið 2008. I erindum sveitarstjórnar- manna kom fram að vöxturinn í öllum sveitarfélögum á Suð- urnesjum er mikill og marg- faldur miðað við landsmeðal- tal. Landsmeðaltalið er 1% á rneðan íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 5% á þessu ári. Nú er verið að byggja 820 íbúðir í Reykjanesbæ, 130 í Grindavík, 200 í Sandgerði og 100 í Garði og 100 í Vogum. Lægra fasteignaverð og betri samgöngur eru helstu ástæður fólksfjölgunarinnar á Suður- nesjum. Þar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar rnikið að segja, en talsvert er um að fólk kjósi að búa á Suðurnesjum en sæki atvinnu til höfuðborgar- svæðisins. Fasteignaverð á Suðurnesjum er 30-35% lægra á Suður- nesjum en á höfuðborgarsvæð- inu. Þá hefur þjónustua sveit- arfélaganna allra verið aukin og skólar og leikskólar eru vel í stakk búnir að taka við fjölg- uninni. DAGDVÖL ALDRAÐRA LAUSTSTARF Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar auglýsir laust starf við Dagdvöl aldraðra. Um er að ræða 80% starf. Dagdvöl aldraðra veitir öldruðum sem búa í heimahúsum þjónustu, og er leitast við að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins eins lengi og kostur er með því að styrkja líkamlega og vitsmunalega hæfni hans þannig að hann geti búið sem lengst heima Dagdvölin er staðsett við Suðurgötu 12 í Reykjanesbæ og starfa þar 6-8 starfsmenn. Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Inga Lóa Guðmundsdóttir forstöðumaður í síma 421 4669 milli kl. 10:00 til 14:00. Umsóknir merktar ,,Dagdvöl" sendist starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, fyrir 28. nóvember nk. Starfsþróunarstjóri. ... reykjanesbaer.is Málefni aldraðra til umræðu I bæjarstjórn Reykjanesbæjar Umræður voru um að- bún að aldr aðra í Reykjanesbæ á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Þar lagði Ólafur Thordersen, fulltrúi Samfylkingar fram eft- irfarandi bókun minnihlutans: „Við undirritaðir bæjarfulltrúar lýsum áhyggjum okkar yfir þeim fjölda aldraðra sem nú eru á biðlista eftir dvalarheimili og hjúkrunarheimili. Samkvæmt nýlegum tölum eru nú 25 á biðlista eftir dvalarrými, þar af 16 í mjög brýnni þörf og 17 á biðlista effir hjúkrunarrými og þar af 15 í mjög brýnni þörf. A sama tíma eru aðeins fá rúm á D álmu sjúkrahússins í notkun fyrir aldraða, þrátt fyrir að hún hafi á sínum tíma verið byggð til að mæta þörf íyrir hjúkxun- arheimiii. Eftir að stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar ákváðu að breyta notkun D-álm- unnar gaf heilbrigðisráðherra það loforð að sjúkir aldraðir ættu þó forgang að D-álmu þar til ný hjúkrunardeild tæki til starfa. Ólafur Thordersen, Jóhann Geirdal, Guðbrandur Einars- son, Sveindís Valdimarsdóttir, Kjartan M. Kjartansson." Fulltrúar minnihlutans sögðu að meirihlutanum væri sjálfsagt að bæta sínum nöfnum undir bókunina til að þrýsta á heil- brigðisráðherra til að bæta að- stæður aldraðra á Suðurnesjum, en þeir treystu sér ekki til þess með þessu orðalagi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði að enn væri unnið eftir samkomulagi ráðherra og bæj- aryfirvalda um að nýtt hjúkrun- arheimili með 30 rúmum yrði risið í bænum árið 2007. Heil- brigðisráðherra sé að standa við orð sín og ekki þurfi að bóka sér- taka áskorun til hans þess vegna. Hjúkrunarrýmum sé að fjölga á Hlévangi og dagvistun HSS hafi að miklu leyti létt á ákveðinni þjónustuþörf í þeim efnum. Kjartan Már Kjartansson, Fram- sóknarflokki, sagði að bókunin væri þörf áminning til ráðherra til að sýna að fólk í Reykjanesbæ væri ekki búið að gleyma loforð- inu sem gefið var. Nauðsynlegt væri að brýna menn til góðra verka. Væntanlegt hjúkrunarheimili mun rísa í Njarðvík þar sem fót- boltavöllurinn stendur nú. ÚTSALA VÍN Hússins afí{'**<íýrr Áhöld, tæki og efni - Allt til heimavíngerða Heron Bay wines 25-60% afslátur 8 og 16 Itr - Tilboð 3 fyrir 2 Valdarvöruráafslætti Reykjavíkurvegi 64 - s: 533 3070 Opnunartími: Virka daga 10.00 -18.00 - Laugardaga 10.00 -15.00 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.