Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 4
Björk Guðjónsdóttir, Páll Axelsson og Sigurður Garðarsson við myndina af Sesselju. Frú Sesselju Magnúsdóttur minnst á Hlévangi Ættfræðikvöld á bókasafninu 7. febrúar Félagar af Suðurnesjum í Ætt- fræðifélaginu ætla að hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudagskvöldið 7. febrúar kl. 20. Allir áhugasamir um ættfræði velkomnir. Nánari upplýsingar gefur Einar Ingi- mundarson í síma 421 1407. Penninn með þjónustu fyrir Símann í Reykjanesbæ Síminn hefur gert samning við Pennann í Reykjanesbæ um þjónustu við viðskiptavini sína þar. í tilkynningu frá Símanum segir að þjónustuframboð Símans falli vel að stefnu Pennans um breiðara vöru- og þjónustuúrval, en þeir eru nú þegar með áform um sölu á tölvum, prenturum og tilheyrandi fylgihlutum. Þar kemur einnig fram að Síminn leggi ríka áherslu á að þjónusta á svæðinu skerð- ist ekki við yfirfærsluna og mun Penninn að öllu óbreyttu taka við starfsemi Símans bráðlega. Viðskipta- stjóri af fyrirtækjasviði Sím- ans mun héreftir sem hingað til vera staðsettur í Reykja- nesbæ og sjá um að þjóna fyrirtækjum sem eru i við- skiptum við Símann. Ljósop! Ljósmyndaklúbburinn Ljósop heldur fram- haldsstofnfund í 88 hús-inu nk. laugardag kl. 13. Þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun og vilja taka þátt í félagsskapnum eru hvattir til að mæta. Ekkert aldurstakmark er í klúbbinn og heldur ekki krafa um að vera með bestu og flottustu græjurnar. Afhjúpuð var mynd af frú Sesselju Magnús- dóttur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ á dögunum. Myndin er sett upp að frum- kvæði Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum, DS. Sesselja var einn af frum- kvöðlum rekstrar Elliheimilis- ins Hlévangs að Faxabraut 15 og forstöðukona þess frá 1958- 1980. Dagurinn var valinn með hliðsjón af því að Sesselja var að ljúka sinni 100. ártíð og hefði orðið 101 árs þennan dag hefði aldur enst til. Viðstaddir voru ættingjar Sess- elju, heimilis- og starfsfólk ásamt öðrum gestum. Sigurður Garðarsson formaður stjórnar DS bauð gesti velkomna og gat framsýni Sesselju í öldrunar- málum og ræddi nokkuð vænt- anlega uppbyggingu nýs hjúkr- unarheimilis í Njarðvík í því sambandi. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, ávarpaði samkom- una og fagnaði því að minningu Sesselju væri haldið á lofti enda hefðu málefni aldraðra og yngra fólks verið hennar hugðarefni. Fyrir hönd ættingja tók til máls Páll Axelsson, sonur Sess- elju. Páll rakti að nokkru störf móður sinnar að málefnum Keflavíkurbæjar og er ljóst að fátt hefur það verið í bæjarfé- laginu sem hún hefur ekki haft mikinn áhuga á. Hann þakkaði stjórnendum hugulsemi og þá virðingu sem móður hans væri sýnd og vildi þakka Finnboga framkvæmdastjóra ánægjulegt samstarf við undirbúning þessa dags. Viðstaddir þáðu síðan góðar veitingar og átti heimilisfólk og gestir ánægjulegar samræður. Nýkominn með prófið ogtekinn á 169 km. hraða Lögreglan stöðvaði ungan ökumann á 169 kíló- metra hraða á Reykjanes- braut aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu var maðurinn nýkominn með bráðabirgða- ökuskirteini og var sviptur því á staðnum. Þá voru níu aðrir stöðvaðir fýrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni. Allir héldu þeir þó ökuleyfinu, en fá að greiða í rík- issjóð fyrir hraðaksturinn. A/ljög ölvaður maðurtekinn úr umferð Um helgina var mjög ölvaður maður tekin úr umferð í Keflavík eftir að kvartað hafði verið yfir honum á almannafæri og fékk hann að gista fangageymsluna þar til rann af honum víman. Handjárnaður maður leitaði á náðir lögreglu egar lögreglumenn voru við vínhúsaeftirlit á einum veitingastaðnum hér suður með sjó um helgina gaf maður nokkur sig á tal við þá. Var hann fastur í hand- járnum. Hafði ónefndur félagi mannsins sett á hann hand- járnin. Lögreglumenn lögðu hald á handjárnin eftir að hafa losað félagann úr prísundinni. Vel sótt Mozart kvöld Margir sóttu Mozart kvöld sem haldið var í Listasafni Reykjanesbæjar sl. fimmtudag. Fjölbreytt dagskrá var í tali og tónum en tilefnið var að 250 ár eru liðin frá fæðingu snillingsins. Þessi mynd af þeim Rán ísoldu Ey- steinsdóttur og Stefaníu Torfadóttur var tekin við þetta tækifæri en fleiri myndir af kvöldinu eru í myndaseríu á vefsíðu Víkurfrétta, www.vf.is. VÍKURFRÉTTIR ! 5.TÖLUBLAÐ ! 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.