Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 8
Húðflúrog götun:
Foreldrafélög og foreldraráð
grunnskólana í Reykjanesbæ
Hefur þú hrósað
barninu þínu í dag?
„Það hefur verið mjög vinsælt
að undanförnu, en hann er
líka mikill atvinnumaður tók
í gegn hjá mér allt sem kallast
hreinlæti á stofunni. Þó að ég
væri með allt samkvæmt reglu-
gerðum er Kent Inge miklu
strangari en það.”
Hlynur segir alltaf mikið að
gera hjá sér enda séu íslend-
ingar að opna sig meira fyrir
fjölbreytni í húðflúrun. Hann
er sjálfur nýbyrjaður að flúra,
hefur verið mest í götunum
hingað til, og segist læra mikið
af Norðmanninum. „Ég er að
læra mjög mikið af honum og
ég stefni a að fá annan flúrara
til mín í apríl þegar hann fer. Ég
lít á það sem góða reynslu fyrir
mig að fá til mín hæfileikaríkt
fólk og verð bara betri á því að
umgangast þá og kynnast þeirra
handbrögðum.”
Islendingar eru yfirleitt fljót-
færir að eðlisfari og þá á líka
oft við þegar fólk ákveður að fá
sér húðflúr, en Hlynur segist yf-
irleitt ganga úr skugga um það
að viðkomandi sé meðvitaður
um hvað hann sé að fara út í.
„Ég set líka ekki hvað sem er á
fólk því margir eru ekkert að
hugsa út í framtíðina eða hvort
húðflúrin eigi eftir að eldast vel.
Ég set til dæmis aldrei á hand-
arbakið á fólki nema um sé að
ræða mjög sérstakar týpur sem
vita hvað þeir vilja.”
Hlynur hefur þó orðið við
nokkrum skrítnum beiðnum
bæði í flúrun og götunum og
má þar á meðal nefna myndir
af teiknimyndapersónum á ein-
kennilegustu svæði líkamans.
Annars eru allir velkomnir á
húðflúrsstofuna til Hlyns og
myndast oft eins konar kaffi-
húsastemmning á stofunni
þar sem alls konar fólk kemur
saman og rabbar um heima og
geima.
ffgir.is
Breyting var á eignar-
haldi Húðflúrstofunnar
Húðflúr og götun fyrir
skemmstu þegar Hlynur Ólafs-
son tók alfarið við rekstri stof-
unnar. Hann keypti fyrrum
félaga sinn út úr rekstrinum
og vinnur nú á staðnum ásamt
húðflúraranum Kent Inge,
sem hann kynntist við nám á
Spáni.
„Hann er algjör snillingur,”
segir Hlynur um Kent og segir
að hann sé sérstaklega fær í svo-
kallaðri Black and Grey flúrun.
STOÐVARSTJORI SECURITAS
í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
í boði er:
Stjórnunarstaða þar sem megin áhersla er lögð á sjálfstæði, hæfni í
mannlegum samskiptum og þjónustu við viðskiptavini.
Hæfniskröfur:
Umsækjendur þurfa að vera með menntun í rafvirkjun eða rafeinda-
virkjun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, búa yfir hæfni í
mannlegum samskiptum og geta skapað góð tengsl við viðskipta-
vini. Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. Starfsþjálfun fer að
hluta til fram erlendis.
Umsóknir:
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Arnardóttir í síma 580 7000.
Umsækjendur fylli út umsóknir á vef fyrirtækisins www.securitas.is.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.
Síðumúla 23 | 108Reykjavík | 580 7000
VIKURFRÉTTIR i 5. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.ls • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!