Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 19
Styrktartónleikar fyrir
Bryndísi Evu á Ránni í kvöld
Bergþóra, Hjörleifur og Bryndís Eva eiga góða að og munu
vinir þeirra halda tónleika þeim til styrktar á Ránni í kvöld.
Þar gefst bæjarbúum kostur á að styrkja þau í baráttunni og
hlýða á góða tónlist í kaupbæti. Aðstandendur tónleikanna
hvetja alla til að senda Bryndísi Evu og foreldrum hennar
styrk, kærleika og orku og minna á heimasíðuna þeirra.
www.bebbaoghjolli.blogspot.com
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 500 kr. en frjáls
framlög eru vel þegin. Fram koma: Hanna Björg, Hlynur Vals,
Matti Óla, Óli Þór, Rúnar Júlíusson, Svavar Knútur og Tabula
Rasa. Styrktarreikningur Bryndísar er í Sparisjóðnum í Kefla-
vík : 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889.
„Við sveiflumst auðvitað fram og til baka í tilfinn-
ingum og hugsunum,” segir Bergþóra og Hjör-
leifur bætir við: „V/ið höfum reynt að hafa það að
leiðarljósi að vera ekki að spyrja af hverju þetta
kemur fyrir okkur heldur takast á við stöðuna.
Það er ekkert annað í boði en að halda áfram og
við ætlum ekki að gefast upp á undan henni.”
„Þessi litli kroppur og litla sál verður að skynja að
það sé einhver að berjast með henni,” bætir móðir
hennar við. „Við sitjum hér og bíðum eftir krafta-
verki því það þarf ekkert minna til svo hún lifi og
við verðum að trúa og ekki gefa upp vonina."
kinnum og stækkar
þar sem hún liggur. Þá vex
hárið hennar meira að segja.
Ómetanlegur stuðningur
Þótt íjölskyldan litla hafi staðið
sig ótrúlega vel er ljóst að
svona baráttu vinnur enginn
án aðstoðar. Þau hafa notið
þess að foreldrar þeirra hafa
komið á hverjum degi og
aðstoðað þau auk þess sem
vinir og vandamenn styðja
þau með ráðum og dáð.
„Það standa margir við bakið
á okkur og við fáum ótrúlegan
stuðning allstaðar að,” segja þau.
„Svo sér maður kosti internets-
ins á bloggsíðunni okkar þar
sem við fáum ótal kveðjur frá
fólki sem bægja frá neikvæðum
hugsunum. Það er ekki hægt að
byggja vonarneista á neik\'æðni
og við peppumst upp af hverju
einasta kommenti á síðunni.”
Bergþóra og Hjörleifur skrifa
daglega á vefsíðu sína fréttir
af þeim og prinsessunni sem
hafa vakið mikla athygli. Fyrir
utan kveðjurnar sem þau fá
þar segja þau gott að geta
komið tilfinningum sínum
á blað. „Við gerum engum
gott að byrgja inni okkar til-
finningar og svo léttir síðan á
okkur áreiti þar sem fólk getur
fylgst með okkur á netinu.”
Máttur bænarinnar
Bergþóra og Hjörleifur segja
veikindi Bryndísar Evu hafa
gefið sér nýja sýn á lífið. „Það
var
alls ekki svo að við
tækjum henni sem sjálfsögðum
hlut því að við þökkuðum
guði fyrir hana á hverjum degi
og vissurn upp á hár hvað við
vorum heppin að eiga hana.
Við nutum þess alltaf að vera
með henni, að strjúka magann
á henni og dútla við hana.
Maður metur þessa litlu hluti
miklu frekar og vonar að þeir
sem vita af okkur staldri við og
hugsi sinn gang. Maður á að
þakka fyrir hvert bros og hvern
fýlusvip. Ef það er eitthvað gott
sem má draga af þessari reynslu
okkar er það að fólk staldri
við, njóti lífsins og lifi fyrir
það sem skiptir máli í raun.”
Fjölskyldan vill að endingu
þakka öllum sem hafa stutt
þau í baráttunni. „Fóik hefur
verið hjá okkur þegar þess
var þörf og líka leyft okkur að
vera ein þegar þannig stendur
á. Þetta væri ómögulegt án
þess að hafa einhvern á bakvið
sig og við værum örugglega
búin að bugast ef þeirra nyti
ekki við. Við erum ótrúlega
þakklát öllum þeim sem hafa
stutt okkur á einn eða annan
hátt í þessari erfiðu baráttu.
Okkar ósk er svo að allir haldi
áfram að biðja fyrir Bryndísi
Evu og senda hlýjar hugsanir
til okkar. Það heíur sýnt sig
fyrir okkur og við trúum á
mátt bænarinnar. Það er það
eina sem við höfum núna.”
ATVINNA
Óskum eftir að ráða 2. stýrimann
á Erling KE 140.
Upplýsimgar í síma 894 0047
eða 854 0047.
Saltver
Utgerð - rækjuvinnsla
nýr litur í tilveruna
I J X. I I > . I X
vertu memm,
hlökkum til að sjá þig
:immtudaqur
ne qi yalur,
trúöador íslands 2004
og
3llt í þeinni á risaskiá
analögga
ugardaqur
ajii skemmtanalögga
frítt inn til 01.30
cafe.bar.keflavík
vello
MyncUiótaróýning
Guðmundur R. Lúðvíkóöon opnar myndli&tar&ýninsu &ína í
Goljj&kálnum í Leiru, fiö&tudaginn 3. þebrúarkl. 20:00.
Léttar veitingar cg uppákcmur
Hinn eini sanni Geir Ólafjó ftlytur nokkrar jazzperlur
Á &ýningunni eru um 30 olíumálverk &em cll eru tileinkuð Keili
og &tendur hún til &unnudag&in& 5. fjebrúar.
Allir hjartanlega veíkcmnir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIKURFRÉTTIR : FIMMTUDAGURINN 2. FEBRÚAR 2006 I 19