Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 28
55i Aðsent efni: postur@vf.is Eysteinn Jónsson skrifar um afskipti Samtaka verslunar og þjónustu af Fríhafnarverslun: Nú er nóg komið! Suðurnesjamenn verða að taka höndum saman og þagga niður í Samtökum verslunar og þjónustu. Enn á ný verður Flug- stöð Leifs Eiríkssonar fyrir árásum Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin segja nú á heima- síðu sinni að tii standi af hálfu Fjármálaráðuneytisins að gefa út reglugerð sem takmarki verulega vöruframboð í komu- verslun Fríhafnarinnar í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Af og til undanfarin ár hefur hags- munagæsluaðili heildsala og annarra kaupmanna þ.e. SVÞ vakið athygli á því að stunduð sé ríkisverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) en FLE er hlutfélag í eigu ríldsins sem sér um rekstur flugstöðvarinnar skv. lögum frá Alþingi. Mál- flutningur SVÞ hefur hreint út sagt verið með eindæmum á villigötum, fullur af staðreynd- arvillum og byggður á sérhags- munum fárra á kostnað megin þorra almennings og ekki síst framtíð og vexti ferðaþjónustu í landinu. 40-50 störf í húfi á Suðurnesjum Komi til þess að vöruframboð í komuverslun Fríhafnarinnar verði takmarkað við áfengi og tóbak eins og sagt er frá á heima- síðu SVÞ blasa við fjöldaupp- sagnir í Flugstöðinni. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að 50 störf tapist. Verslunin myndi flytjast úr landi Augljóst er að ef farið verði eftir kröfum SVÞ mun sú verslun og þjónusta sem farþegar fá í komuverlsun Fríhafarinnar flytjast úr landi en ekki til skjól- stæðinga SVÞ. Störfin og pen- ingarnir myndu flytjast úr landi til annarra flugstöðva vítt og breidd um heiminn. Ef komu- verslun væri lögð niður er ljóst að farþegar myndu einfaldlega kaup þessar vörur í öðrum frí- höfnum. Fríhöfnin er því í beinni sam- keppni við fríhafnir á öðrum flugvöllum en ekki í samkeppni við verslanir innanlands. Komu- verslun fríhafnarinnar er til þæg- inda fyrir ferðamenn en auk þess má færa rök fyrir því að hún spari flugfélögum eldsneyti vegna þess að farþegar þurfa ekki að flytja varninginn með sér í flugvélunum og þar með þyngja þær verulega auka elds- neytiskostnað flugfélaganna. Álögur á farþega aukast og farmiðar hækka Ef farið verðr að óskurn SVÞ er ljóst að flugstöðin verði af um 1,5 milljarði króna á ári í töp- uðum tekjum. Flugstöðin má ekki við því og verður því að fá þessar tekjur með öðrum hætti, eina leiðin í fljótu bragði er með því að taka upp einhverskonar gjald sem myndi leggjast á verð flugfarmiða hjá farþegum sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll með tilsvarandi hækkunum á fargjöldum flugfélaganna. Stækkun Flugstöðvar- innar í uppnámi og enn fleiri störf ! FLE hf er félag sem tók yfir rekstur flugstöðvarinnar og Frí- hafnarinnar árið 2000. Óhætt er að fullyrða að vel hafi gengið hjá hinu unga hlutafélagi og löngu tímabærar framkvæmdir við Flugstöðina eru nú komnar á fullt skrið. Samkvæmt áætlun FLE munu framkvæmdir í ár kosta um 5 milljarða króna. Megin þorri þessara fram- kvæmda eru fjármagnaðar með verslunarrekstri FLE hf. Ekki kemur króna úr ríkissjóði, þvert á móti greiðir FLE arð til rík- isins á hverju ári. Samkvæmt áætlun FLE munu þessar fram- kvæmdir stórauka verslun og þjónustu við flugfarþega og flugrekendur með tilsvarandi fjölgun starfa á Suðurnesjum. Það er alveg ljóst að ef ekki kæmu til tekjur af verslunar- rekstri FLE myndi annaðhvort þurfa að leggja ný þjónustugjöld á flugfarþega flugfélaganna eða biðja um fjármagn úr ríkissjóði til að hægt væri að fjárfesta í uppbyggingu Flugstöðvarinnar. Ég hef ekki trú á að unnt væri að ná í þessa peninga í ríkissjóði og ég er ansi hræddur um að flugrekstraraðilar væru ekki kátir með ný þjónustugjöld sem myndi leiða til hækkunar flug- farmiða til og frá landinu. Ljóst er að ný þjónustugjöld á flug- farþega myndu draga úr sam- keppnishæfni íslenskra flugfé- laga og hafa alvarlega neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu hér í landi sem útflutningsatvinnu- grein sem ég tel nánast öruggt að þjóni ekki hagsmunum skjól- stæðinga SVÞ. Er Flugstöð Leifs Eirísks- sonar er einstök í heim- inum ? Flugstöð Leifs Eiríkssonar sker sig verulega frá öðrum alþjóð- legum flugstöðvum sem reknar eru vítt og breitt um heiminn. T.d. eru 80% af tekjum Term- inal 4 (Flugstöð 4) við JFK flug- völlinn í Bandaríkjunum þjón- ustugjöld sem flugfélög greiða fyrir að fá að ferja flugfarþega sína í gegnum flugstöðina. Til samanburðar eru tekjur FLE hf af slíkum gjöldum 0 kr. Einu tekjurnar sem FLE hf hefur af flugrekstraraðilum eru í formi leigugreiðslna fyrir notkun á aðstöðu sem FLÉ hefur fjárfest í og nema um 6% af heildar- tekjurn FLE. Hagsmunir ferða- þjónustunnar Flestir eru sammála mikilvægi vaxtar og velferð ferðaþjónustu í landinu og áhrifa þess á ís- lenskt atvinnulíf. I því sambandi er afar brýnt að rekstur Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) gangi vel og að um hann ríki sátt í þjóðfélaginu. Hagsmunir okkar eru fyrst og fremst þeir að þær tekjur og sá virðisauki sem verður til með verslunar- rekstri í Flugstöðinni haldist á svæðinu og fari í frekari upp- byggingu stöðvarinnar svo unnt sé að veita sífellt fjölgandi flug- farþegum betri og ódýrari þjón- ustu. Fyrirkomulag rekstrarins er útfærsluatriði, aðalatriðið er að finna bestu leiðina að settu marki sem er að sjálfsögðu vöxtur og velferð ferðaþjónustu í landinu en Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar og Keflavíkurflug- völlur eru í raun mikilvægasti einstaki þáttur þeirrar þróunar. Eysteinn Jónsson Stjórnarmaður í FLE hf. ogf ortnaður Fulltrúa- róðs Framsóknatfélag- atina í Reykjanesbœ Auglýsing um tillögu að breytingu d deiliskipulagi við Miðhóp, Grindavík í samrœmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Miðhóp. Breytingin felur í sér fjölgun lóða fyrir raðhús. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbœjar á Víkurbraut 62 frá og með 2. febrúar til 2. mars 2006. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gœta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. mars 2006. Skila skal inn athugasemdum á skrifstofu Grindavíkurbæjar á Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Bœjarstjóri Grindavíkur VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 28 IVÍKURFRÉTTIR í 5. TÖIUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.