Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 18
Bryndís Eva var afar hamingjusöm og
hraust stúlka fyrir veikindin, en hún þótti
að visu full sein til í hreyfiþroska. Hún var
hins vegar Ijónskörp og dafnaði ágætlega.
Á myndinni er hún að leika sér tveimur
dögum áður en ógæfan dundi yfir.
hún að gráta og gráta
og opnaði augun pínulítið, en
fór svo í krantpa aftur og þá
misstum við aftur samband.
Súrefnismettunin hjá henni
er góð og hún hóstar ágætlega
og fær aðeins litla krampa ef
við reynum á hana. Þá sést
hún kippast svolítið til. Svo
ef Bryndís kúgast mikið fær
hún krampaköst, en hún róast
ef maður syngur fyrir hana
og strýkur henni í þennan
hálftíma sem það tekur hana
að ná sér niður aftur.”
Foreldrar Bryndísar Evu eru
hjá litlu stúlkunni alla daga
og sjá að langmestu leyti um
alla umönnun hennar. „Við
vildum korna sem mest að því
að sjá um hana og nú mælum
við hana, skiptum um bleiu
á henni, snúum henni reglu-
lega og sogum slím upp úr
lungunum á henni. Svo þegar
hún var á fæðinu sáum við urn
það líka. Hjúkrunarfólldð hér
á deildinni er alveg yndislegt,
það er frábært að hafa svona
gott og hæft fólk í kringum
mann. Þau eru líka alltaf til-
búin að sitja hjá henni svo við
getum skroppið út og fengið
okkur að borða eða eitthvað.”
Þegar allt daglegt líf fer í að sjá
um barnið gefur auga leið að
þeim gefst ekki mikill tími fyrir
sjálf sig, hvað þá til að stunda
vinnu. Fyrir veikindi Bryndísar
var Hjörleifur að kenna í Holta-
skóla, en Bergþóra var heima-
vinnandi. „Það er varla hægt
að hugsa sér betri vinnustað,”
segir Hjörleifur. „Þau hafa sýnt
mér mik-
inn skilning og styðja vel
við bakið á okkur. Það er
alveg rosalegur munur að
þurfa ekki að hafa áhyggjur
af vinnunni á meðan maður
stendur í þessu öllu.”
Vita ekki hvað veldur
Enn er ekki vitað hvað veldur
ástandi Bryndísar Evu þrátt
fyrir gríðarlega yfirgripsmiklar
rannsóknir, en sýni úr henni
hafa verið send bæði til Banda-
ríkjanna og Danmerkur án
þess að nokkuð hafi komið út
úr þeim.
„Nú eru læknarnir bæði að
vinna á krömpunum og reyna
að finna orsökina. Þeir byrj-
uðu á því að athuga með það
hættulegasta, heilabólgur, æxli
við heila og þess háttar, og
meðhöndluðu hana með tilliti
til þess. Svo var útilokað eitt
af öðru og nú er búið að gera
öll próf á henni sem hugsast
getur og við erum engu nær.”
Tilfelli Bryndísar er afar sjald-
gæft eins og gefur að skilja,
en læknirinn þeirra kannaðist
þó við svipuð tilfelli á 20 ára
ferli sínum. Veikindi Bryn-
dísar eru þó mun
ofsafengnari en þekkt dæmi.
„Það er auðvitað hræðilegt að
vita ekki hvað er að, en það
er líka gott að það sé búið
að útiloka það versta,” segir
Bergþóra. „Það eina sem þeir
gefa sér núna er að ástandið
sé sennilega af sömu orsökum
og voru að baki hreyfirösk-
unar Bryndísar í upphafi.”
Beðið eftir kraftaverki
Þrátt fyrir að þau Hjörleifur og
Bergþóra beri sig vel segja þau
ólýs-
anlega erfitt að þurfa að
berjast fyrir lífi barns síns.
„Við sveiflumst auðvitað fram
og til baka í tilfmningum og
hugsunum,” segir Bergþóra
og Hjörleifur bætir við: „Við
höfunt reynt að hafa það að leið-
arljósi að vera ekki að spyrja af
hverju þetta kemur fyrir okkur
heldur takast á við stöðuna. Það
er ekkert annað í boði en að
halda áfrarn og við ætlum ekki
að gefast upp á undan henni.”
„Þessi litli kroppur og litla sál
verður að skynja að það sé
einhver að berjast með henni,”
bætir rnóðir hennar við. „Við
sitjum hér og bíðum eftir krafta-
verki því það þarf ekkert minna
til svo hún lifi og við verðum að
trúa og ekki gefa upp vonina.”
Hvað varðar vonir þeirra og
væntingar eru Bergþóra og Hjör-
leifur aðeins með eitt markmið
nú og það er að dóttir þeirra
vakni. Hvað sem fylgir í kjölfar
þess eru seinni tíma áhyggjur
en Bryndís er farin að sýna
ýmis einkenni þess að hún hafi
beðið skaða af veikindunum.
„Við tökum því bara þegar að
því kemur. Við höldum í þá
trú að hún komi til baka og
óskum þess fyrst og fremst að
hún vakni. Við getum samt
ekkert hugsað svona fram í
tímann því að við tökum einn
dag í einu, jafnvel styttri tíma
en það. Við vonum að hún
vakni og svo tökum við því
bara þegar að því kemur.”
Bryndís Eva lítur ótrúlega vel út
eftir um tveggja mánaða langan
dásvefn, en hún er enn rjóð í
18 VÍKURFRÉTTIR : 5. TÖLUBLAÐ ! 27. ÁRCANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!