Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 15
Sekúndubrotum frá al- varlegu umferðarslysi Um miðjan dag í dag var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Reykja- nesbrautar og Hafnavegar á Fitjum. Vörubifreið frá Varn- arliðinu var ekið af Hafnaveg- inum í veg fyrir steypubifreið sem ekið var eftir Reykjanes- braut. Steypubifreiðin lenti aftan á vörulyftu sem var aftan á vörubifreiðinni. Minniháttar meiðsl urðu á öku- manni steypubifreiðarinnar. Hins vegar voru menn aðeins sekúndubrot frá því að þarna yrði alvarlegt slys. Nokkrar skemmdir urðu á ökutækj- ORKUATAK 2006 - Virkjum orku komandi kynslóða Igær hófst þjóðarátak Lata- bæjar, fjölmargra sveitarfé- laga, fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórnar fslands til að efla hreysti og heilbrigði ís- lenskra tjölskyldna. Verkefnið, sem nefnt er Orkuátak 2006, mun standa frá 1. febrúar til 1. mars og byggist á sama grunni og hið vel heppnaða Orkuátak sem Latibær stóð fyrir í októ- ber 2003. Fyrir það verkefni hlaut Latibær t.d. Norrænu heilsuverðlaunin árið 2004. Orkuátakinu 2006 má skipta í þrjá meginþætti: Orkubókina, kynningarherferð og kraftmikla sjónvarpsþætti sem sérstaklega eru framleiddir til að styðja við Orkuátakið og sýndir verða í Ríkissjónvarpinu á meðan á átakinu stendur í febrúar. Sendar hafa verið Orkubækur til allra barna á íslandi sem fædd eru á árinu 1998, 1999 og 2000, þeim að kostnaðarlausu. Jafnframt verða Orkubækur til sölu á kostnaðarverði hjá Hag- kaupum og í útibúum Islands- banka um land allt svo allir sem vilja geti tekið þátt í átakinu. I Orkuátakinu 2003 sendi Latibær út rúmlega 13.000 bækur til 4-6 ára gamalla barna. Auk þess seld- ust um 5.000 bækur í lausasölu á fyrstu tveimur dögum átaksins. Hverri orkubók fylgir auðkenni og lykilorð sem veitir aðgang að heimasíðu verkefnisins, www. orkuatakús. Þar er hægt að nálg- ast ýmsan fróðleik auk þess sem hægt verður að fylla út Orkubók- ina á rafrænan hátt. Með því að hvetja fjölskyldur til að fylla út Orkubókina á vefnum fæst gríð- arlega mikið af skemmtilegum upplýsingum. Svo dæmi sé tekið þá kom í ljós síðast að krakkar á Akureyri borðuðu 15% meira af grænmeti en krakkar í Garðabæ. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem fylla út alla Orkubókina á vefnum og hlýtur hinn heppni flugferð með Icelandair í Euro Disney skemmtigarðinn, fyrir fjölskylduna. Atakið verður kynnt rækilega í öllum helstu fjölmiðlum. Gerðar verða sjónvarpsauglýsingar þar sem fjölskyldur eru hvattar til virkrar þátttöku í átakinu. Einnig verða birtar auglýsingar í dagblöðum og í útvarpi. Latibær hefur framleitt 8 kraft- mikla sjónvarpsþætti sem hver er um 15 mínútur að lengd. Þriðjungur hvers þáttar er til- einkaður átakinu með beinum hætti þar sem íþróttaálfurinn og íbúar Latabæjar fjalla um átakið og hvetja landsmenn til þátttöku. Tveir þriðju fara svo í kraftmikla keppni þar sem krakkar úr hverjum landsfjórð- ungi keppa í bráðskemmtilegum þrautum. gott kaffi riukanqi. kaffífrá kgfftár og meði, alla aaga fra 12. hlökkum til að sjá þig Landsleikir íslands í EM & enski í beinní : &0§’Birminqham - Arsenal 7:15 Man Uta - Fulham Sun: 13:30 Tottenham - Charlton 16:00 CneTsea - Liverpoof cafe.bar.keflavík Vello ARKITEKT EÐA BYGGING ARFRÆÐINGU R Á SUÐURNESJUM ? Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar opnar á næstunni hönnunar- og ráðgjafastofu í Reykjanesbæ. Þvl óskum við eftir að ráða til okkar Ijölhæfa, reynda arkitekta og byggingarfræðinga til starfa sem fyrst við margvísleg verkefni. Við bjóðum framtíðarstörf hjá traustu fyrirtæki með mörg og fjölbreytt verkefni (vinnslu. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfang ella@thg.is Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. THG er arkitektastofa sem fæst við öll hefðbundin verkefni á sviði arkitekta og Innanhússarkitekta, s.s. hönnun nýbygginga, skipulag nýrra hverfa og endurskipulag eldri byggöar, endurhönnun og endurbætur eldra húsnæðis og hönnunarstjórn. Nýverið tók stofan síðan að sér verkefnastjórn fyrír opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga og er brautryðjandi á því sviði meðal arkitektastofa. StarfsfólkTHG hefurvíötæka reynslu á mjög mörgum svíöum hönnunar, jafnt fyrir opinbera aðiia sem einkafyrirtæki og einstaklinga og metnaður fyrirtækisins hefur frá upphafi veriö að sinna óskum viðskiptavinarins á hagkvæman og árangursríkan hátt án pess þó að slá af kröfum um faglegan metnaö. íill TEIKNISTOFA HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR WWW.THG.IS STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRETTIR FIMMTUDAGURINIM 2. FEBRÚAR 2006 I 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.