Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 22
□
Aðsent efni: postur@vf.is
Menntun:
Nám á vegum MSS og VSFK
Miðstöð símenntunar
á Suðurnesjum í sam-
starflð við Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur
og nágrennis býður upp á nám
fyrir félagsmenn VSFK. Boðið
er upp á lesblindugreiningar
og námskeið fyrir þá sem eiga
við lestrarerflðleika að glíma.
Einnig er boðið upp á Grunn-
mennta- og landnemaskólann.
Grunnmenntunarskólinn á að
stuðla að jákvæðu viðhorfi náms-
manna til áframhaldandi náms
og auðvelda þeim að takast á við
ný verkefni í vinnu. I náminu
er lögð áhersla á að námsmenn
MlÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR
ÁSUÐURNESJUM
læri að læra, efli sjálfstraust sitt
og lífsleikni.
Námið er ætlað fullorðnu fólki
á vinnumarkaði, eldri en 20 ára
og með stutta formlega skóla-
göngu. Hægt er að fá 24 einingar
metnar inn í framhaldsskóla.
Tilgangur Landnemaskólans er
að auðvelda fólki af erlendum
uppruna aðlögun að íslenskum
vinnumarkaði og samfélagi.
I náminu er lögð áhersla á ís-
lenskt talmál og nytsama sam-
félagsfræði. Hægt er að fá 10
einingar metnar inn í framhalds-
skóla.
Þeir sem vilja kynna sér námið
geta haft samband í síma 421
7500.
.-.2.
jU ð
iltUiViSði i
mm
111
§ svaiii A á
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytis auglýsir hér með tillögu að breytingu á
deiliskipulagi svæðis A á Flugþjónustusvæði á Keflavíkurflugvelli samkvæmt 1. mgr.
26. gr. skipuiags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Deiliskipulagið var upphaflega
samþykkt 5. nóvember 2001. Breytingin varðar verslunar- og þjónustusvæði vestan
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og nær breytingin til reits sem afmarkast af aðkomu-
vegi að Flugstöð Leifs Eiríkssonar að austan, Arnarvöllum að vestan og Kjóavöllum
að sunnan.
Breytingar eru eftirfarandi: Veghelgunarsvæði hefur verið skilgreint meðfram
tengingu Reykjanesbrautar við skipulagssvæðið í samráði við Vegagerðina.
Byggingarreitirnir næst veghelgunarsvæðinu hnikast austur og lóðarmörk og aðrir
byggingarreitirtil samræmis við það. Stærðir lóða og byggingarreita hafa breyst
lítillega sem afleiðing af þessu. Byggingarreit hefur verið bætt við á lóð D2.
Bílastæðalóð B3 hefur verið felld niður / innlimuð í aðlægar lóðir, og
lóð B2 skipt í tvær, B2 og B3. Byggingarreitir á lóðum A1, A2, B1 og B2/B3 verið
stækkaðir lítillega og lögun þeirra breytt. Lega flugvallargirðingar á austurmörkum
lóðar C1 hefur verið leiðrétt. Kvöð um lagnir hefur verið skilgreind á vesturmörkum
lóða Bl, B2 og B3. Kvöð um umferð gangandi hefur verið skilgreind frá göngustíga-
kerfi í hlaði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á tveimur stöðum, og um lóðirCl, B3, B2,
B1,D3, D2 og Dl.
í greinargerð hafa verið gerðar breytingar til samræmis. Sjá nánar texta
á skipulagsuppdrætti.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heima-
síðu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli sem er: www.kefairport.is frá og með
1. febrúar 2006 til og með 3.mars 2006.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir
við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 17. mars
2006. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis, Rauðarárstíg
25, Reykjavfk.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast
samþykkir henni.
Reykjavík janúar 2006.
Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis.
FLUGMALASTJORNIN
KEFLAVÍKURFLUGVELLI
P0ST ~ KASSINN
Brynja Lind Sævarsdóttir skrifar um aldraða:
Ný hugsun í mál
efnum aldraðra
ngir Framsóknarmenn
í Reykjanesbæ ætla sér
stóran hlut í komandi
kosningum.
Við ætlum að
leggja okkar
að mörkum
til að bæta
okkar ágæta
samfélag. Ég
vil I því sam-
bandi minn-
ast á málaflokk sem við ungir
viljum vinna að.
Mikið hefur verið rætt um stöðu
eldri borgara, sérstaklega með til-
liti til þeirra sem þurfa á aðstoð
samfélagsins að halda. í dag eru
hin hefðbundnu úrræði annars
vegar félagsþjónusta sveitarfélag-
anna svo sem heimilisaðstoð,
dagvistun og stuðningur við fé-
lagsstarf og hins vegar heima-
hjúkrun rekstur dvalarheimila
og hjúkrunarheimila fyrir þá
sem að mesta umönnun þurfa.
Mér sýnist mjög óskýr skipting
kostnaðar við þennan rekstur
vera mikið vandamál. Stjórnun-
arlega eru þessi málefni bæði
hjá sveitarfélögunum og ríkinu.
Þessu vil ég breyta. Mín hug-
mynd er sú að Reykjanesbær
geri á næsta kjörtímabili samn-
ing við ríkið og lífeyrissjóði
um tilraunaverkefni á þessu
sviði. Ég sé fyrir mér að í einni
stofnun verði öll málefni aldr-
aðra. Mínar hugmyndir ganga
út á það að stórauka aðstoð
við þá eldri borgara sem vilja
dvelja heima. Byggð verði í sam-
vinnu við lífeyrissjóði, sem láni
á lágum vöxtum fé, hjúkrunar-
heimili og hentugar íbúðir fyrir
aldraða. Heimilisþjónustan og
heimahjúkrun verði sameinuð
og kerflð virki þannig að allan
sólarhringinn verði nægilegt
vinnuafl til staðar svo að eldri
borgarar fái þá þjónustu sem
þeir þurfa. Til þess að þessi til-
laga mín sé raunhæf geri ég mér
grein fyrir því að verulega þarf
að bæta launakjör þeirra sem að
vinna nú í þessum geira. Auka
þarf með námskeiðahaldi og
endurmenntun áhuga fólks fyrir
þessum störfum. Án efa þarf að
fara í töluverða vinnu við að út-
færa þessa hugmynd. Ég mun
með blaðagreinum á næstu
vikum útfæra þessar hugmyndir
mínar nánar. Þessa vinnu vil ég
að við Framsóknarmenn hér í
Reykjanesbæ förum í.
Það kann að vekja furðu hjá þér
lesandi góður að við ungir Fram-
sóknarmenn skulum meðal ann-
ars hugleiða þessi mál. Því er til
að svara að ungir Framsóknar-
rnenn telja eitt af brýnustu verk-
efnum hvers samfélags að búa
vel að öldruðum.
I væntanlegum kosningum
munum við Framsóknarmenn
í Reykjanesbæ bjóða fram sam-
eiginlegan lista með Samfylk-
ingu og óháðum. Vonandi tekst
okkur með því móti að ná meiri-
hluta í bænum. Um leið og ég
óska ykkur öllum velfarnaðar
á nýbyrjuðu ári minni ég mig
og aðra Framsóknarmenn og
konur að hafa hugfast að þrátt
fyrir sameiginlegt framboð þá
er það „framsóknarstefnan” sem
ein sameinar okkur Framsóknar-
menn. Gleymum því ekki.
Brynja Lind Sœvarsdóttir
Fonnaður Félags ungra Fram-
sóknarmanna í Reykjanesbœ.
22 IVÍKURFRÉTTIR 5. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!