Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 10
Gólfflísar, veggflísar, útiflísar, baðflísar, Sísalteppi, stigateppi, heimilisteppi, álagsmottur . Viðarparket, plastparket, Linoleumdúkar, vínyldúkar, korkflísar og að sjálfsögðu öll fylgiefni. Verið velkomin í verslun okkar Opið: mán. - fös. 9-12 & 13-18 Iðavöllum 7, 230 Reykjanesbær Sími 421 7090 Fax 421 7091 E-mail: flg@simnet.is Flísar Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn hjá Iðnsveinafélagi Suðurnesja í húsi félagsins að Tjarnargötu 7 Keflavík, fimmtudaginn 2. febrúar 2006 kl. 20.00. Fundarefni: 1. Lagabreytingar 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 3. Stofnun menntasjóðs ISFS 4. önnur mál Félagar fjölmennið Stjórn ISFS FSiNGUR VIKUNNAR FS-ingur vikunnar er Guðmundur Viktorsson sem kemur úr höfuðborg Suður- nesjanna, Vogunum. Gummi, eins og hann er kallaður er nýjasti stjórnandi Skóiaþáttarins, sem nemendur FS ættu að vera góðkunnir, en hann er sýndur hvern fimmtudag í hádegishléi. Nemendur skólans ættu að kannast við dreng- inn, þar sem það er frekar erfitt að taka ekki eftir athyglisverðu hári hans.... Aldur: 17, verð 18 ára í lok mánaðarins Staður: Vogarnir Kærasta? Nei, ekki enn sem komið er Braut í FS: Tölvu -fræðibraut Hvernig finnst þér að taka þátt í gerð Skólaþáttarins? Mjög gaman. Það er reyndar rosalega tímafrekt, en er þess virði þegar maður sér fólk streyma inn í sal- inn til þess að horfa á þáttinn, og vonandi labba út með bros á vör. Nú ert þú með nokkuð sérstakt hár, gerirðu eitthvað til þess að það verði svona? Neibb, hef verið krullhærður síðan ég man eftir mér. Ákvað hinsvegar fyrir nokkrum árum að leyfa því að vaxa lengi án þess að klippa það, og kunni bara ágætlega við það. Gaman að standa svona úr fjöld- anum og vera aðeins öðruvísi en flestir. Hver eru fyrstu viðbrögð fólks þegar það sér hárið? Alveg rosalega mismunandi, sumir segja að það sé flott og hrósa mér fyrir að þora að vera öðru- vísi, á meðan aðrir nánast skella uppúr. Margir spyrja hvort að ég hafl prófað að slétta það, sem ég svara neitandi. Svo eru líka margir sem vilja fá að snerta hárið, og jafnvel gera það án þess að spyrja leyfis :) Vandræðalegasta atvik sem þú manst: Það eina sem kemur í hugan var í 4. bekk þegar ég labbaði inní leikfimssalinn og áttaði mig ekki strax á því að ég hafði gleymt að fara í stuttbuxur yfir nærbuxurnar. Skemmtilegustu/flottustu tón- leikar sem þú hefur farið á? Mugison var góður á Ránni á seinustu önn sem og Snoop Dogg f Egilshöll í fyrrasumar, en hugsa að ég hafi skemmt mér best þegar ég fór á 50 Cent í Laugardalshöll. Uppáhalds borg sem þú hefur komið til: Engin ákveðin sem stendur uppúr. Sleppa Vogarnir ekki sem borg? Uppáhalds verslun: Ætli ég segi ekki bara Exodus, geri annars sem minnst af því að versla. Framtíðarplön: Ljúka við há- skóla, hér heima eða einhvers- staðar úti. Svo væri nú ekki verra að eignast kærustu :) Uppáhalds leikari eða leik- kona: Hugsa að Samuel L. Jackson og A1 Pacino séu efstir á blaði. Land sem þig langar að heim- sækja: Kanada eða Ástralía. Hvaða bók lastu seinast: Geri of lítið af því að lesa bækur, en byrjaði um daginn á bókinni Furstinn (eða The Prince) eftir Niccolo Machiavelli. UPPAHALDS LOG: 2pac - Changes Bob Marley - Three Little Birds Sage Francis - Makeshift Patriot UPPÁHALDS Sigur Rós - Hoppípolla KVIKMYNDIFt: Imogen Heap - Hide and seek puip pjcf,on The Butterfly Eftect Training Day Donnie Darko Office Space FS-ingur vikunnar er nýr liður í Víkurfréttum sem mun vonandi birtast vikulega. Ábendingar eru vel þegnar og skulu þær sendast á valgerdurbp@hotmail.com UMSJÓN: VALGERÐUR BJÖRK Kálfatjarnarsókn Kirkjuskóli í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla á sunnudögum kl. 11 -12. Léttar veitingar og hlýlegt samfélag eftir helgihaldið. Hvalsnessókn Kirkjuskóiinn verður á laugardaginn 4. febrúar í safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 11:00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Guðsþjónusta verður í Hvalsneskirkju Sunnudaginn 5. febrúar kl. 14:00. Útskálasókn Kirkjuskólinn verður á laugardaginn 4. febrúar í safnaðarheimilinu Sæborgu kl. 13:00. Allir eru hjartanlega velkomnir Guðsþjónusta verður í Útskálakirkju sunnudaginn 5. febrúar kl: 11.00. Kór Útskálakirkju leiðir sönginn. Organisti; Steinar Guðmundsson. Prestur sr.Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Helgistund verður á sunnudaginn 5. febrú- ar á Garðvangi kl. 15:30. Athugið að tilkynningar um kirkjusturferu á þremurstöhm í blaðinu í dag! - sjá einnigá bls, 21 og 24-25 10 I VI'KURFRÉTTIR : 5. TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETiRU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.