Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 16
Hamingjan er margslungið fyrirbrigði og oft getur reynst erfitt að höndla hana. Hún getur búið í minnsta smáatriði eins og brosi barns, en það er ekki alltaf sem nútímafólk í erli dagsins gefur sér tíma til að átta sig á litlu kraftaverkum hversdagsins. Það sem sumum er sjálfsagt er öðrum efst í huga ofar öllu. Þannig er ástatt hjá Bergþóru Ólöfu Björnsdóttur og Hjörleifi AAá Jóhannssyni, foreldrum Bryndísar Evu, tæplega níu mánaða stúlku sem liggur á Barnaspítala Hringsins og hefur verið án meðvitundar síðan 6. des- ember. Ekki er vitað hvað hrjáir stúlkuna litlu, en hún berst hetjulega fyrir lífi sínu á hverjum degi og foreldrar hennar vaka yfir henni og þrá að sjá brosið hennar fallega á ný. Erfið nótt Veikindi Bryndísar hófust kvöld eitt í byrjun desember þegar Bergþóru móður hennar fannst sú stutta vera óvenju róleg þegar hún rumskaði. „Ég gaf henni snuð eins og alltaf, en þegar hún rumskaði aftur var hún róleg og því þótti mér skrítið að hún væri ekki sofnuð aftur,” sagði Bergþóra í samtali við Víkurfréttir. „Ég tók líka eftir því að höndin á henni kipptist pínulítið til og hún kreppti lófann mjög fast. Svo strauk ég henni á kviðnum og fann að hann var líka að kippast til. Ég hélt bara að hún þyrfti kannski að ropa og lyfti henni upp og fann þá, og sá, að allir útlim- irnir hennar voru að kippast til.” Að svo komnu fóru Bergþóra og Hjörleifur með Bryndísi Evu niður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún fékk róandi lyf til að slá á krampann, en það var til lítils og ágerðust þeir eftir því sem á leið. „Hún var svo komin í svokallað al- flog,” segir Hjörleifur. „Allur líkami hennar er þá að kippast til, hendur, háls, axlir og augnlok og allt.” Bryndís Eva var flutt í skyndi inn á Landspítala og á leiðinni missir hún með- vitund sem hún hafði þó haldið fram að því. Frá bráðamóttökunni var hún svo strax send á gjörgæslu. Þar var hún strax sett á krampalyf sem gerði lítið fyrir hana og þá var hún sett á annað og svo það þriðja, öll á fullan skammt, en það var ekki til neins og kramparnir héldu áfram. Þá var gripið til þess ráðs að svæfa hana djúpum svefni þar sem viðvarandi alflog getur valdið heilaskaða og dauða. „Hún var þá búin að vera í alflogi í 12 tíma, en líkaminn má í raun ekki við alflogi nema í um hálftíma,” segir Hjörieifur. „Hennar krampar voru hins vegar ekki jafn öflugir allan tímann og það var það sem bjargaði henni. Auk þess var hún undir stöðugu eftirliti allan þann tíma og fékk meðferð til að bregðast við hækkandi blóðþrýst- ingi og öðru sem gæti komið uppá.” Áhyggjur lækna Fram að þessari örlagaríku nótt var fátt sem benti til annars en að Bryndís Eva væri afar hamingjusöm og hraust stúlka, en hún þótti að vísu full sein til í hreyfiþroska. Hún var hins vegar ljónskörp og dafnaði ágætlega. „Læknirinn bað okkur um að bíða í nokkra mánuði þegar við sögðum honum að við hefðum áhyggjur af henni,” segir Berþóra. „En þegar hún varð fjögurra mánaða fórum við til lækn- isins því hún var svo lin og hélt ekki enn höfði. Sá læknir hafði miklar áhyggjur af henni og sendi í rannsókn til að athuga hvað var að. Hún fór þá í sneiðmynda- VÍKURFRÉTTiR Á IMETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTJIR DAGLEGA! 16___JVÍKURFRÉTTIR 5.TÖLUBLAÐ i 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.