Víkurfréttir - 02.02.2006, Blaðsíða 21
POST ~ KASSINN
Aðsent efni: postur@vfis
HjálmarÁrnason skrifar um menntamál:
Nýr framhaldsskóli
á Suðurnesjum
Stapaskólinn?
í haust verða
liðin 30 ár frá
því Fjölbrauta-
skóli Suður-
nesjavar stofn-
aður. Sannar-
lega langur
tími en samt
svo ótrúlega
skammur. Fjölmargt hefur á
daga drifið frá því starfið hófst.
F-dlyrða má að fátt hafi haft
jafn víðtæk áhrif á Suðurnesin
sem hin beinu og óbeinu áhrif
skólans. Án hans hefði svæðið
einfaldlega dregist aftur úr og
ástand mála væri allt annað og
lakara en raun ber vitni.
I dag lætur nærri að um 1.000
manns stundi íjölbreytt nám við
FS. Skólinn er m.ö.o. einn fjöl-
mennasti vinnustaður á Suður-
nesjum. Nemendur munu skila
sér út í samfélagið og marka
þar djúp spor á ýmsum sviðum
mannlífs. Þannig leggur skólinn
grunn að áframhaldandi vexti á
Suðurnesjum.
FS sprunginn
Á 30 árum hafa orðið æði
miklar breytingar á FS. Gildir
það jafnt um innra starf skól-
ans sem ytri búnað. FS hefur
ávallt haft orð á sér fyrir djörf-
ung og framsækni í skólastarfi.
Líklegast eru breytingar á húsa-
kosti þó hvað sýnilegastar.
Þegar „verst“ lét starfaði FS á
átta stöðum í bænum - með
öllu því óhagræði er slíku fylgir.
Margsinnis hefur verið byggt
við skólann en síðasta stækkun
skólans hefur skilað glæsilegri
aðstöðu og búnaði sem sómi er
að og hæfir vel nemendum sem
frábæru starfsfólki. En skólinn
heldur áfram að dafna og þrátt
fyrir miklar byggingar er þegar
farið að þrengja að. Þá hljótum
við að spyrja: Hvað næst?
Undirbúa nýjan
skóla strax
Svarið er einfalt: Byggja nýjan
framhaldsskóla á Suðurnesjum!
Flestir geta tekið undir það að
ekki sé æskilegt að framhalds-
skóli sé mikið stærri en 1.000
nemendur. FS hefur náð þeirri
stærð. Fólksfjölgun heldur
áfram á Suðurnesjum og er jafn-
vel spáð aukningu sem nemur
um 5.000 íbúum á allra næstu
árum. FS getur ekki tekið við
IfKFEUG KEFUMMR
Vinna á nýju verkefni er hafin hjá
Leikfélagi Keflavíkur í samstarfi við Vox Arena.
Gamall keflvíkingur,
Sigurður Eyberg, leikstýrir verkinu.
Næsta æfing er miðvikudaginn
l.febrúarkl. 18:00.
Allir velkomnir!
Leikfélag Keflavíkur
Baptistakirkjan á Suðurnesjum
Alla fimmtudaga kl. 19.30: Kennsla fyrir fullorðna.
Barnagæsla meðan samkoman stendur jdir.
Sunnudagaskóli: Alla sunnudaga.
Fyrir börnin og unglingana
Samkomuhúsið á Iðavöllum 9 e.h. (fyrir ofan Dósasel)
Allir velkomnir!
Prédikari/Prestur: Patrick Vincent Weimer B.A. guðfræði 847 1756
þeirri fylgun fremur en grunn-
skólarnir. Þess vegna er stækkað
við grunnskólana eða nýir
byggðir. Þeir nemendur eldast
og verða komnir í framhalds-
skóla fyrr en varir. Við verðum
að vera í stakk búin til að bjóða
þeim aðstöðu til náms. Þess
vegna er ekki seinna vænna en
að bvrja strax að huga að nýjum
framhaldsskóla á Suðurnesjum.
Að öðrum kosti verður dregst
svæðið aftur úr. Suðurnes eru
orðin það stór að þau krefjast
nýs framhaldsskóla. Á vegum
menntamálaráðuneytisins er nú
unnið að úttekt á því hvar þörf
sé fyrir nýja framhaldsskóla.
Sveitarstjórnafólk hér syðra
verður að láta vel í sér heyra
og koma Suðurnesjum á hið
nýja kort framhaldsskólanna.
Það skyldi þó aldrei fara svo að
framtíðarsýn Valtýs heitins Guð-
jónssonar, um Stapaskólann,
vestan Njarðvíkur, eigi eftir að
rætast. Þörfin er a.m.k. orðin að-
kallandi og mikilvægt að halda
vöku okkar um þetta mikla hags-
munamál Suðurnesja.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
FULL BUÐ AF AYJIJM VÖIUJM
ALMll CÍALLARUXIR
Á KR. 2500,-
DÚM'JLPIJR
FRÁ Kll. 2500,-
OPI»:
MÁN - lfÖS: 12 - 1«
LAIJ: 11-16
BOKHALD & SKATTSKIL IK
Bókhald, vsk, laun, ársuppgjör,
skattskýrslur og stofnun ehf.
Fagleg og sanngjörn þjónusta.
B0KHALD& II/
skattskilIK
Bókhald & skattskil IK ehf.
Iðavöllum 9b, 230 Reykjanesbæ,
Sími: 421 8001 eða 899 0820
Netfang: ingimundur@mitt.is
Ingimundur Kárason
viðskiptafræðingur cand. oecon.
Útsölulok
|»HWÍNt
Látið sjá ykkur
SKGBUÐIN
Hafnargata 35 - 421 8585
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABIAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 2. FEBRUAR 2006 21