Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Síða 2

Víkurfréttir - 23.03.2006, Síða 2
 ^Wjbmiíir freMir Starfsmenn Vartiarliðsins: 72%afSuð- urnesjum Af þeim tæplega 600 starfs mönn um sem starfa hjá Varnarliðinu, eru 72% af Suðurnesjum. Flestir þeirra búa í Reykjanesbæ eða alls 378 sem eru 64% af heildarfjölda íslenskra starfsmanna VL. Frá Sand- gerði eru 21, Garðinum 18, Grindavík 6 og Vogum 6. Alls eru 77 starfsmenn varn- arliðsins af Suðurnesjum á aldrinum 60-69 ára. Af heildarfjölda íslenskra starfsmanna eru 108 í Versl- unarmannafélagi Suðurnesja (18,2%), 92 (15,5%) í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og 66,3% eru í öðrum stéttarfélögum. Störfum I’slendinga hjá Varn- arliðinu hefur fækkað úr 1.620 árið 1997 í um 800- 900. Tæplega 600 eru nú að störfum hjá Varnarliðinu en um 250 hjá öðrum svo sem Kögun/Ratsjárstofnun, B. Árnasyni, ÍAV þjónustu o.fl. Hjá Varnarliðinu tengjast 127 starfsmenn iðnaðar- störfum. Þar af eru 23 mat- sveinar, 27 rafiðnaðarmenn, 15 járniðnaðarmenn/bifvéla- virkjar, 9 rafeindavirkjar, 46 trésmiðir og pípulagninga- menn og 7 útiverkamenn. Landsbankinn AAUNDI Nií verður Tollurinn að passa að kaninn smygli ekki þotunum úr landi... Aukin tollgæsla í aðalhliði Keflavíkurflugvallar - Urgur í starfsmönnum Varnarliðsins: Uggur í starfsmönnum Flugmálastjórnar a Keflavíku rfI ugvel I i eftir ræðu forsætisráðherra Ræða Halldórs Ásgrímssonar, for- sætisráðherra, á borgarafundi í Stapa á mánudagskvöld skapaði óvissu og ugg meðal starfsmanna Flug- málastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflug- velli starfa í dag um 60 manns. í ræðunni talaði Halldór um samstarfshóp fjögurra ráðuneyta sem hafi verið skipaður. Það vakti því athygli starfsmanna Flugmála- stjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli að þeirra vinnuveitandi var ekki nefndur til Ieiks þegar rætt var um framtíðarskipan mála á Keflavíkurflugvelli. Samstarfshópurinn myndi kalla til sérfræð- inga og hagsmunaaðila en í sambandi við yfirtöku á Keflavíkurflugvelli skiptu þrjár stofnanir meginmáli; Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Landhelgisgæslan og sýslumanns- embættið á Keflavíkurflugvelli. Flugstöðin gæti komið að rekstri flugbrauta og hugsan- lega slökkviliðinu. Halldór sagði að kaupa yrði þyrlu fyrir Land- helgisgæsluna og að hún yrði að að verulegu leyti, hugsanlega öllu leyti starfrækt á þessu svæði. Þá yrði sýslumannsembættið hugsan- lega sameinað Landhelgisgæslunni. I dag annast Flugmálastjórnin á Keflavíkur- flugvelli rekstur flugbrauta í samstarfi við Varnarliðið og alla flugumferðarþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Þá sér Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli um alla stjórnsýslu vegna flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Steingrímur S. Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, sagði í samtali við Víkur- fréttir að ekki væri vitað með hvaða hætti Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli kæmi að framtíðarrekstri á svæðinu. Umræður um þau mál væru ekki kornnar það langt í ráðuneytinu. Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri hjá Varnar- málaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins, lagði áherslu á í samtali við Víkurfréttir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framtíðar- skipan rnála á Keflavíkurflugvelli. Beðið sé eftir upplýsingum frá bandarískum stjórn- völdum og því ekki tímabært að ákveða nokkuð um rekstrarfyrirkomulag. Það sé hins vegar ljóst að tekið verði tillit til allrar þeirrar starfsemi sem í dag sé á Keflavík- urflugvelli og breytingar verði í góðu sam- ráði við flugvallarstjóra, sem og aðra aðila á Keflavíkurflugvelli. Samgönguráðherra sagði í gærdag að Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli yrði sameinuð Flugmálastjórn Islands. Yfirstjórn Keflavíkurflugvaliar lýtur undir Utanríkisráðuneytið og samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur engin tilkynning komið frá þeim um að sameina eigi hana Flugmálastjórn íslands. Tollgæslan hefur eflt eft- irlit sitt á umferð um aðalhlið Varnarstöðv- arinnar og leitar nú ítarlega í mun fleiri bílum en áður. Kári Gunnlaugsson, aðaldeild- arstjóri Tollgæslunnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hafi tekið til þessara ráða í síð- ustu viku eftir fréttirnar urn samdrátt og væntanlegar upp- sagnir á varnarstöðinni. „Við erurn að reyna að vera frekar vakandi en áður. Það fer allt í viðbragðsstöðu í svona að- stæðum. Þetta er ekkert svaka- legt en við reynum að vera með meiri viðbúnað eins og kostur er.” Kári segir að aðgerðir Tollgæsl- unnar hafi að mestu mætt skiln- ingi þeirra sem fyrir ónæði verða. Nokkur smávægileg atvik hafa komið upp þar sem ólöglegur varningur hafi verið gerður upptækur en það skýrist mögulega af hertara eftirliti. Starfmenn Varnarliðsins sem hafa haft samband við Víku- fréttir segja, þvert á það sem Kári segir, að hiti sé í starfs- mönnum sem finnst að sér vegið. „Það er komið fram við okkur eins og glæpamenn,” sagði starfsmaður, sem vidi ekki láta nafns síns getið, í samtali við Víkurfréttir. Aðgerðirnar munu standa um óákveðinn tíma og munu starfs- menn Varnarliðsins því þurfa að sætta sig við þær þar til Toll- gæslan ákveður annað. Á fundi utanríkisráðherra með starfs- mönnum Varnarliðsins sagð- ist ráðherra ekki hafa vitað af þessum aðgerðum. Framtíð Keflavíkurflugvallar eftir brotthvarf Varnarliðsins: „KOMIÐ FRAM VIÐ OKKUR EINS OG GLÆPAMENN" 2 IVIKURFRÉTTIR i 12. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.