Víkurfréttir - 23.03.2006, Síða 33
Þorgerður og Ehsa sigra
á innanfélagsmóti
Innanfélagsmót fimleika-
deildar Keflavikur fór
fram s.l. laugardag. Allir
hópar deildarinnar nema 5 ára
hópar tóku þátt. Mótið skiptist
í 4 hluta.
í 1. hluta kepptu D hópar sem
eru yngstu hópar deildarinnar,
ekki var keppt til verðlauna
heldur fengu allir keppendur
verðlaunapening. f 2. hluta
kepptu A hópar og C hópar
og kepptu A hópar til verð-
launa en C hópar fengu allir
verðlaunapening, auk þess
sem 3 hæstu fengu auka verð-
launapening. í 3. hluta kepptu B
hópar og fengu allir keppendur
verðlaunapening, auk þess sem
3 hæstu í hverjum hóp fengu
aukapening. í 4. hluta kepptu
H hópar (tromphópar) og var
keppt til verðlauna þar.
I öllum hlutunum voru veitt
verðlaun fyrir bestu framfarir
yfir veturinn, bestu mætinguna
og fyrir prúðmennsku. Innanfé-
lagsmeistarar í ár eru þær Þor-
gerður Magnúsdóttir (11 ára) í
hóp A1 í áhalda fimleikum og
Elísa Sveinsdóttir (14 ára) í hóp
H1 í almennum fimleikum.
EinaNBirgir á leiðfsjnm
[uppjað körfunnpje?ji|
qeqnlEoflEorlák'sliöfn^
Sigur hja Reyni
í síðasta leik
Reynir frá Sandgerði
lauk keppni í 1. deild
karla í körfuknattleik
með reisn þegar þeir lögðu
Drang í lokaleik deildarinnar,
98-106, um helgina.
Drangur var með frumkvæði í
fyrstu og leiddi í hálfleik, 59-50,
en Reynismenn voru mun sterk-
ari í seinni hálfleik. Einar Birgir
Bjarkason var stigahæstur í
leiknum með 20 stig en hann
var líka með 5 stolna bolta og
hitti úr 6 af 7 3ja stiga skotum
sínum. Hlynur Jónsson kom
honum næstur með 17 stig og
9 fráköst.
ESBÆR
Tjarnargötu 12 • Póstfang 230 • S:421 6700 • Fax:421 4667 • reykjanesbaer@rcykjancsbaer.is
SUNDMIÐSTÖÐ
STARFSFÓLK ÓSKAST
Vegna opnunar innilaugar og vatnagarðs í Sundmiðstöðinni við
Sunnubraut auglýsir Reykjanesbær lausar til umsóknar tvær
100% stöður við bað- og laugavörslu karla annars vegar og
kvenna hins vegar.
Einnig eru laus til umsóknar sumarstörf sem henta bæði körlum
og konum.
Umsækjendur skulu búa yfir ríkri þjónustulund, hæfni í
mannlegum samskiptum og vera heilsuhraustir. Umsækjendur
þurfa að gangast undir sundpróf samkvæmt reglugerð um
öryggi á sundstöðum.
Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
víðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Jón
Jóhannsson forstöðumaður í síma 421 1500 og Helga Jóhanna
Oddsdóttir starfsþróunarstjóri í síma 421 6700.
Umsóknir merktar „Sundmiðstöð" berist starfsmannaþjónustu
Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, fyrir
6. apríl nk. og verður þeim öllum svarað þegar gengið hefur
verið frá ráðningu í störfin.
Starfsþróunarstjóri.
28 samningar undirritaðir
Menningar-, íþrótta-
og tómstundarráð
Reykjanesbæjar und-
irritaði fyrir siðustu helgi alls
28 samninga við jafnmörg
íþrótta- og tómstundarfélög
að upphæð 25 milljónir króna.
Stærsti samningurinn er við
Iþróttabandalag Reykjanes-
bæjar vegna niðurgreiðslu
þjálfaralauna barna og ung-
menna á aldrinum 12 - 14
ára, samtals kr. 9.350.000.
Samningarnir eru flestir gerðir
til eins árs og eru m.a. vegna
kynningar á starfsemi félaga,
reksturs tómstundasvæða og
framkvæmda vegna viðburða
og hátíðarhalda 1 Reykjanesbæ.
Einnig taka nokkrir samningar
til gjaldfærða afnota af íþrótta-
mannvirkjum bæjarins eða nið-
urgreiðslu á húsaleigu.
Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið
reykjatiesbaer.is
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOOILANDSBANKÁNS
VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASlÐUR 33