Víkurfréttir - 23.03.2006, Síða 35
nýjustu fréttir
alla daga avf.is
Jóhann í verðlaunasætum
Borðtenniskappinn Jó-
hann Rúnar Kristjáns-
son er kominn aftur
á fulla ferð eftir veikindi og
stimplaði sig rækilega inn á
móti í Dublin fyrir skemmstu.
Þar lenti hann í 3. sæti, bæði
í tvíliðaleik þar sem hann
lék með breskum spilara og í
sínum flokki.
Þá fékk Jóhann einnig þær góðu
fréttir að hann hefði skotist upp
um ein 10 sæti á heimslista og
tryggt sér þátttökurétt á heims-
meistaramótinu sem fram fer í
september.
Jóhann er í fantaformi þessa
dagana og tók þátt á móti í
Liverpool um síðustu helgi en
árangurinn þar lét eitthvað á
sér standa þrátt fyrir að Jóhann
hefði sigrað Stephane Molli-
ens, sem er í 2. sæti heimslist-
ans í flokki Jóhanns. „Ég fékk
flensu úti í Liverpool og varði
mestum tímanum uppi á hóteli
en ég held í dag til Búdapest til
að taka þátt í alþjóðlegu punkta-
móti um helgina,” sagði Jóhann í
samtali við Víkurfréttir. „Keppn-
isformið hefur aldrei verið betra
hjá mér og um helgina mæti ég
Jan Riapos sem er efstur á heims-
listanum.” Heimsmeistaramótið
fer fram í september og nái Jó-
hann verðlaunasæti þar er hann
öruggur inn á Ólympíuleikana
2008.
BIRKIR MÁR
með glæsilegt íslands- fT.
met á IM 50
Sundfólk ÍRB átti góðu
gengi að fagna á innan-
hússmeistaramótinu í
50m laug síðustu helgi. Sund-
menn ÍRB unnu alls til sjö fs-
landsmeistaratitla og eitt af
þremur fslandsmetum einstak-
linga á mótinu kom frá ÍRB-
manni, Birki Má Jónssyni.
Árangur Birkis Más er einstak-
lega glæsilegur og ber hæst
afreka ÍRB á mótinu. Á laugar-
deginum setti hann glæsilegt fs-
landsmet í 200m flugsundi og
reið þar með á vaðið fyrir aðra
einstaklinga á mótinu. En alls
féllu þrjú einstaklingsmet á mót-
inu.
Með þessum stórkostlega ár-
angri tryggði hann sér sæti í
afrekslandsliði fslands. Hann
staðfesti síðan þann árangur
með frábæru sundi í 200m
skriðsundi á sunnudeginum
þar sem hann kom fyrstur í
mark, og aftur undir lágmarki
afrekslandsliðs SSÍ. Erla Dögg
Haraldsdóttir náði einnig lág-
mörkum inní afrekslandslið SSÍ
með mjög góðum árangri í 200
og 400m fjórsundi. Einnig náðu
þrír ungir sundmenn úr ÍRB lág-
mörkum inn í unglingalandslið
SSf og munu þeir keppa á móti í
Lúxemborg í lok apríl. Það voru
þau Helena Ósk ívarsdóttir,
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson
og Kristinn Ásgeir Gylfason.
Gunnar Örn Ólafsson sem er
nýlega gengin í raðir I'RB bætti
á mótinu sitt eigið Islandsmet
í 400m fjórsundi um fimm sek-
úndur í flokki S14. Gunnar Örn
og Jóna Dagbjört Pétursdóttir
sem einnig er nýlega komin í
hóp ÍRB munu síðan keppa á
íslandsmóti fatlaðra um næstu
helgi.
íslandsmeistarar ÍRB á IM 50
2006
Birkir Már Jónsson:
Islandsmeistari í 400m skriðsundi,
200m flugsundi og 200m skrið-
sundi.
Erla Dögg Haraldsdóttir: fslands-
meistari i 200 og 400m fjórsundi.
Hilmar Pétur Sigurðsson:
íslandsmeistari í 1500m skrið-
sundi.
Karlasveit IRB í 4 x lOOm fjór-
sundi: Davíð Hildiberg Aðalsteins-
son,
Gunnar Örn Arnarson, Birkir Már
Jónsson og Hilmar Pétur Sigurðs-
son.
Aðrir verðlaunahafar ÍRB á IM
50 2006.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson:
Brons í 50m baksundi, silfur í
200m bak, og brons í lOOm bak.
Gunnar Örn Arnarson: Brons í
200 bringu.
Helena Ósk fvarsdóttir: Brons í
200m bringusundi og silfur í
lOOm bringusundi.
Hilmar Pétur Sigurðsson: Brons í
400m skriðsundi
Jóna Helena Bjarnadóttir: Brons í
800m skriðsundi.
Marín Hrund Jónsdóttir: Brons
í 400m fjórsundi og 200m
flugsundi.
Sigurður Freyr Ástþórsson: Brons
í 200m flugsundi.
Karlasveit fRB í 4 x 200m skrið-
sundi: Bronsverðlaun, sveitina
skipuðu Davíð Hildiberg Aðal-
steinsson, Gunnar Örn Ólafsson,
Birkir Már Jónsson og Hilmar Pét-
ur Sigurðsson.
Karlasveit ÍRB í 4 x lOOm skrið-
sundi: Bronsverðlaun, sveitina
skipuðu Davíð Hildiberg Aðal-
steinsson, Gunnar Örn Ólafsson,
Birkir Már Jónsson og Hilmar Pét-
ur Sigurðsson.
ÍÞRÓTTASfÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBANKANS
ATVINNA
Við leitum eftir duglegu og kraftmiklu starfsfólki
í hlutastarf, og á kvöldin og um helgar.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast
á KFC í Reykjanesbæ.
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða kvenmann í
afleysingastarf flugöryggisvarðar á flugvallarsvið.
Starfssvið:
Meginhlutverk flugöryggisvarðar er daglegt eftirlit og vöktun á flug-
þjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. Unnið er á tvískiptum 12 tíma vöktum.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
Grunnskólapróf auka tveggja ára framhaldsskóla eða
sambærilegri menntun.
Góð þekking á flugtengdri starfsemi.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu.
Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum.
Hafi sjálfstæði í vinnubrögðum.
Ökuréttindi til aksturs bifreiðar allt að 5t heildarþyngd.
Óflekkað mannorð.
Góð sjón.
Viðkomandi þarf að undirgangast námskeið hjá öryggissviði
og standast verklegt og skriflegt próf að því loknu.
Launakjör:
Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamningi starfsmanna ríkissins.
Upplýsingar:
Frekari upplýsingar um starfið veitir Arngrímur Guðmundsson í
síma 425 0623 eða í arngrimur@kefairport.is
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Flugmálastjórnar
Keflavíkurflugvelli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2006.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
VIKURf RfTTIR I IhRÓTTASÍDUR I 35