Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 39
Keflavík - ísland - Alheimurinn eða Mamma Þín! GLÆSILEG SÝNING! Samstarfsverkefni Leikfélags Keflavíkur og Vox Arena (leikfé- lagFS). Frumsýnt í Frumleikhús- inu föstudaginn 17.mars. vernig er hinn týpíski Keflvíkingur? Er allt fallega fólkið í Grinda- vík? Hvernig hófst rígurinn milli Keflavíkur og Njarð- víkur? Er hægt að finna Voga á landakortinu? Er allt fullt af fíflum í Njarðvík? Veist þú hvernig Keflavík varð til? Öllum þessum spurningum og fleirum til er svarað á sviði Frumleikhúss Keflavíkur í glæ- nýju leikverki. Leikfélag Kefla- víkur og Vox Arena frumsýndu síðustu helgi glænýtt leikverk sem ber heitið Keflavík - ísland - Alheimurinn eða Mamma Þín! Þetta er í annað sinn sem þessi félög stíga saman á svið en í fyrra skiptið var það söng- leikurinn Grettir sem varð fýrir valinu. I þetta sinn er leikritið hugarsmíð leikhópsins og er handritið unnið af þeim í sam- vinnu við leikstjórann Sigurð Eyberg, en einnig er tónlistin í verkinu frumsamin og gefur verkinu skemmtilegan svip. I verkinu er fjallað um bæjarfé- lögin okkar á Suðurnesjum og hið litríka mannlíf sem hér er. Slegið er upp kómískri mynd af bæjarlífinu og ættu allir að finna sjálfa sig í verkinu. Segja má að þetta sé einskonar revía unga fólksins. Leikarar sem eru 17 talsins koma úr röðum beggja leikfé- laga og hefur Frumleikhúsið iðað af lífi síðustu vikur, enda mikil vinna sem felst í því að semja og skrifa handrit frá grunni og hnoða það saman í heilsteypta leiksýningu. Sviðs- myndin er hönnuð af Sigurði Ey- berg og Kristínu Rúnarsdóttur en leikhópurinn hefur svo tekið höndum saman og aðstoðað við uppsetningu leikmyndarinnar. 1 áhugaleikfélögum veltur allt á dugnaði þeirra sem að verk- inu standa og í Mamma Þín! er samvinna leikhópsins til fýr- irmyndar. Nú er undirbúning- urinn á lokastigi og fátt annað eftir en að draga tjaldið frá! Við skorum á bæjarbúa að bregða undir sig betri fætinum og skella sér á skemmtilega sýningu í leik- húsinu sem er stolt okkar allra. Mamma Þín! er leikrit um okkur öll, leikrit um Keflavík, leikrit um Island, leikrit um al- heiminn. Mamma Þín! er sýn- ing sem enginn sannur suður- nesjamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Troðfullt var á fyrstu tvær sýn- ingarnar og hefur sýningin hlotið frábærar viðtökur þeirra sem hafa lagt leið sína í leik- húsið. Komið í leikhús og þá sannfærist þið um að Keflavík - Island - Alheimurinn eða Mamma Þín! er sjón sem er sögu ríkari. Sjáumst í Frumleik- húsinu. Miðapantanir eru í síma 421- 2540 frá kl.18:00 á sýningar- dögum, eða í símsvara 684-4009 aðra daga.. Næstu sýningar eru: 3. sýning föstudaginn 24.mars kl.20:00 4. sýning laugardaginn 25.mars kl.20:00 5. sýning sunnudaginn 26.mars kl.20:00 Einnig er hægt að nálgast upp- lýsingar á vef leikfélagsins www. Ik.is. Haföu samband vfö okkur! Átt þú rétt á bílaleigubíl vegna tryggingatjóns? Álfatjöm, Njarðvík Glæsilegt 194m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er í byggingu og afhendist fullbúið að utan með grófjaf- naðri lóð og búið verður að skipta um jarðveg undir bílastæði. Að innan afhendist húsið rúmlega fokhelt. Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt. Nánari uppl. á skrifstofu Lækjarmót 17, Sandgerði Tæplega 137m2, fimm herb. nýtt parhús ásamt 28m2 innbyg- gðum bílskúr. Húsið mun skilast fullklárað að utan sem innan, hellulögð stétt og tyrfð lóð. Fasteignasalan Stuðlaberg kynnir glæsileg 160m2 steypt parhús við Þrastartjörn í Tjamarhverfi, eignimar skilast fullbúnar að utan og fokheld að innan. Smaratun 46, Keflavik Um 115m2, 4 herb. neðri hæð í tvíbýli ásamt 43m2 bílskúr. Snyrtileg og góð eign. sérinngangur. Holabraut 16, Góð 4 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli með sérinngang ásamt 33m2 bílskúr. Eignin er mikið endurnýjuð t.d. flestir gluggar, skolp og vatnslagnir. STUÐLABERG FASTEIGNASALA Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali Sölumenn: Halldór Magnússon og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Hafnargötu 29,2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • fax 420 4009 • studlaberg.is Svölutjöm 1-11, Njarðvík Glæsileg 171m2 raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsin em í byggingu og afhendast fullbúin að utan með tyrftri lóð og hellulagðu plani. Að innan afhendast húsin fokheld. Húsin em teiknuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt. Fífumói 11, Njarðvik Góð 99m2, 3 herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýli með sérinngangi. Fallegar eikar innréttingar, hurðar og skápar. Parket og flísar em á gólfum og hita. Hjallvegur 5, Njarðvík Um 82m2, 3 herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Tvö rúmgóð herbergi með parketi á gólfi, stofa með parketi á gólfi.Björt og góð íbúð. 10.900.000,- ixcivjaiuui U7-/ i, jauu^ciui Glæsilegt 156m2 parhús í byg- gingu með innbyggðum bílskúr. Eignin skilast fullbúin að utan með tyrfðri lóð og steyptu plani, fokheld að innan. Afhending 1. ágúst. Klapparstígur 9, Njarðvík Um 79m2, 3 herb. íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Húsið er klætt að utan með bámjámi, búið er að endurnýja neyslulagnir og ofnalagnir. Heiðarból 8, Keflavík 3 herb. íbúð á 2. hæð. Parket og flísar em á gólfum. Baðherbergi er flísalegt bæði gólf og veggir og baðkar með sturtu. íbúðin getur verið laus fljótlega. Hringbraut 72, Keflvík Um 72m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Parket á gólfi í stofu, eldhúsi og herb., möguleiki er að útbúa annað herb. STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABlAÐiÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRÉTTIR : FIMMTUDAGURINN23.MARS2006 39

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.