Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 2
Flugstöðin:
^mumar
IitNíi
Garðvangur og Hlévangur:
Reykjanesbær:
Reykjaneshöfn:
Varnarliðsfólki boðin aðstoð
Ikjölfar uppsagna næstum
600 starfsmanna Varnar-
liðsins ætla Reykjanes-
bær og sjö stéttarfélög bjóða
upp á víðtæka þjónustu eins
og atvinnuleit, sálgæslu og
endurmenntun. Opnuð
verður þjónustumiðstöð
fyrir þá sem sagt verður upp
þar sem boðið verður upp
á áfallahjálp og aðstoð hjá
vinnusálfræðingi, auk ráðn-
ingarþjónustu og námskeiðs
í gerð ferilskrár. Sparisjóður-
inn í Kcflavík kemur einnig
að verkefninu og veitir þeim
sem þess óska ráðgjöf og að-
stoð í sínum fjármálum.
Geirmundur Kristinsson,
sparisjóðsstjóri, hvatti alla
viðskiptavini Sparisjóðsins
á Suðurnesjum og aðra sem
vilja fara yfir sín fjármál til að
hafa samband. í ljósi aðstæðna
væri nauðsynlegt að vera vel
undirbúinn til að takast á við
hugsanlegar breytingar á fjár-
hag. Úrræði væru margvísleg
og skoða þyrfti þau mál með
hverjum og einum.
Reykjanesbær, stéttarfélögin,
Sparisjóðurinn og aðrir á
Suðurnesjum leggja áherslu
á að nálgast þetta verkefni á
sem jákvæðastan hátt og taka
höndum saman um að leysa
vandann í sameiningu, segir í
tilkynningu frá SpKef.
4104000
Landsbankinn
MUNDI
384 milljónir króna?
Hversu margar
hraðahindranir
fástfyrir þœr...?
195 MILLJÓNA
HALLAREKSTUR
Reykjaneshöfn var rekin
með 195 millj óna
króna halla á síðasta
ári. Þetta kom fram á síðasta
fundi Atvinnu- og hafnaráðs
Reykjanesbæjar.
Ástæða þessa mikla halla-
reksturs eru vextir og fjár-
magnstekjur, að sögn Péturs Jó-
hannssonar, hafnarstjóra, en auk
þess eru afskriftir ársins rúmar
43 milljónir. Þá eru skuldir
Reykjaneshafnar um 1900 millj-
ónir. Fyrir utan þá þætti er rekst-
urinn í jafnvægi, og hagnaður-
inn er rúm 218 þús., rekstrar-
tekjur og -gjöld eru hvort um
sig rúmlega 104 milljónir króna.
Pétur sagði, í samtali við Víkur-
fréttir, að vonir stæðu til þess
að tekjur hafnarinnar færu
að aukast með umsvifunum í
Helguvík. „Svo vonumst við
til þess að fá stóriðju eins og
álver á svæðið en það myndi
hjálpa okkur að vinna skuld-
irnar niður.“ Á fundinum gerði
formaður ráðsins einmitt grein
fyrir þeim viðræðum sem eru í
gangi við Norðurál vegna álvers
í Helguvík. Rætt hefúr verið um
hafnar- og lóðarsamning í þeim
efnum.
Á fundi ráðsins lagði Brynjar
Harðarson fram eftirfarandi
bókun: Til að mæta greiðslu-
erfiðleikum í rekstri Reykjanes-
hafnar legg ég til að fasteigna-
skattur af fasteignum innan
hafnarsvæða eða samsvarandi
upphæð renni til Reykjanes-
hafnar. Enginn nefndarmaður
setti sig sérstaklega á móti þess-
ari bókun.
Á fundinum kom einnig fram
að fjórum aðilum var úthlutað
lóðum, í Helguvík, Óskari Pét-
urssyni, Keflvíkingi ehf., Fast-
eignafélagi Suðurnesja ehf. og
OSN Eignarhaldsfélagi.
Lægstu
laun hækka
Að undanförnu hafa
verið miklar umræður
um slæm kjör þeirra
lægst launuðu á heilbrigðis-
stofnunum. Á fundi stjórnar
Sambands sveit-
arfélaga á Suð-
urnesjum 30.
mars sl. voru
kjaramál í sam-
reknum stofn-
unum sveitarfé-
lagannaáSuður-
nesjum til um-
ræðu í framhaldi af ákvörðun
Launanefndar sveitarfélaga frá
því í janúar sl.
Á fundinum var lagt fram bréf
frá Garðvangi. Stjórn SSS telur
eðlilegt að sameiginlega reknar
stofnanir nýti heimildir launa-
nefndar til hækkunar þeirra
lægst launuðu með sama hætti
og sveitarfélögin hafa gert. Jafn-
framt tekur stjórnin undir það
að nauðsynlegt sé að fá aukin
kostnað viðurkenndan frá heil-
brigðis- og fjármálaráðuneyti
varðandi Garðvang í Garði og
Hlévang í Reykjanesbæ. Stjórnin
felur fjárhagsnefnd að leggja
mat á kostnaðinn og leggja fyrir
stjórn SSS.
Stjórn SSS var algjörlega sam-
mála að það væri ekki hægt að
fólk á hjúkrunarheimilum og
öðrum stofnunum SSS væri á
lægri launum heldur en hjá sveit-
arfélögunum.
Milljarður
í rekstrar-
hagnað
Starfsemi Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf.
(FLE) skilaði eins millj-
arðs króna rekstrarhagnaði í
fyrra sem er rúmlega hundrað
milljóna króna meiri hagnaður
en 2004. Þetta kom fram á aðal-
fundi FLE sem haldinn var í
síðustu viku.
Rekstrartekjur samstæðunnar,
FLE og dótturfélaganna Fríhafn-
arinnar og íslensks markaðar,
námu ríflega 6,2 milljörðum
króna og jukust um 6,3 % frá
fyrra ári. Rekstrargjöld án af-
skrifta og fjármagnsliða námu
tæplega 4,2 milljörðum króna
og jukust um 4,7 % frá fyrra ári.
Heildartekjur jukust um nær
hálfan milljarð króna sem er tals-
vert umfram áætlun.
FLE greiðir eigendum sínum,
íslenska ríkinu, 250 milljónir
króna í arð vegna rekstrarárs-
ins 2005. Félagið hefur þar með
greitt alls 1250 milljónir króna
í arð í ríldssjóð frá upphafi sem
jafngildir helmingi hlutfjársins
sem ríkið lagði félaginu til við
stofnun þess árið 2000.
384 milljón kr. rekstrarafgangur
Reykjanesbær skilar
384,3 milljón króna
hagnaði samkvæmt
endurskoðuðum ársreikningi
fyrir árið 2005. Þetta er við-
snúningur upp á 594 milljónir
kr. frá fyrra ári. Bæjarsjóður
skilar 87,3 milljón kr. hagnaði,
sem er 340 milljón kr. viðsnún-
ingur. Þetta kemur fram i til-
kynningu frá Reykjanesbæ.
Ársreikningurinn verður
kynntur á fundi bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar á morgun kl.
17:00.
Þessi sterka staða hefur náðst
þrátt fyrir að eldd sé innheimt
hámarks útsvar í Reykjanesbæ
og að tekjur af fasteignagjöldum
á íbúa séu talsvert lægri en í
stærstu sveitarfélögum á Islandi.
Heildartekjur Reykjanesbæjar
nema rúmum 5 milljörðum
kr. en rekstrargjöld og fjár-
magnsliðir nema rúmum 4,6
milljörðum kr.
Skatttekjur hækka um 11% á
milli ára og heildartekjur um
19%. Rekstrargjöld hækka um
5% en þar vega laun þyngst en
þau hækka um 13% frá fyrra
ári.
Haft er eftir Árna Sigfússyni
bæjarstjóra að þessi niðurstaða
ársreiknings sé sérstaklega
ánægjuleg með tilliti til þeirrar
miklu uppbyggingar sem nú á
sér stað í bæjarfélaginu og kostn-
aðar sem af henni hlýst, mikillar
fjölgunar nemenda í grunn-
og leikskólum, launahækkana
vegna kjarasamninga og hærri
greiðslna vegna lífeyrisskuld-
bindinga.
Á sl. fjórum árum hefur verið
gerð gangskör í endurreikningi
lífeyrisskuldbindinga og hafa
tæplega 1000 milljónir kr. verið
færðar á rekstur. Þá voru stór-
framkvæmdir við Hafnargötu
að mestu leyti færðar til gjalda á
rekstrarreikning.
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs
nemur 42,32% og veltufjárhlut-
fall er 1,7. Eignir samstæðu
nema nú 11,9 milljörðum lu'. en
skuldir tæpum 8,4 milljörðum
kr. Eignir bæjarsjóðs nema
tæpum 8,5 milljörðum kr. en
skuldir tæplega 4,9 milljörðum
kr. Frá 2002 hafa eignir sam-
stæðu aukist um 486 milljónir
kr. en skuldir um 62 milljónir
kr. Eignir umfram skuldir hafa
því aukist um 424 milljónir kr. á
tímabilinu.
I Reykjanesbæ eru nú í bygg-
ingu um 820 íbúðir og nýr
grunnskóli tók til starfa s.l.
haust auk stækkunar leikskóla.
Lokið er úthlutun lóða fyrir
rúmlega 600 íbúðir til viðbótar
í Dalshverfi og Ásahverfi sem
verða að mestu byggingarhæfar
í vor og sumar. Verið er að skipu-
leggja nýtt hverfi, Stapahverfi,
í framhaldi af Dalshverfi. í allt
eru þetta rúmlega 1800 íbúðir
sem hýsa munu um það bil
5.500 íbúa, segir í tilkynningu
bæjarins.
B
2 I VfKURERÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!