Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 21
Aðsent efni: postur@vf.is
BöðvarJónsson skrifar:
384 milljóna rekstrarafgangur
hjá Reykjanesbæ
Rekstur Reykjanesbæjar
skilar rúmlega 384
milljón króna afgangi
vegna ársins 2005. Er það tals-
vert betri árangur en gert hafði
verið ráð fyrir í áætlunum
árs ins og
verulegur við-
snúningur frá
árinu 2004.
Sú hraða upp-
bygging sem
hér hefur átt
sér stað hefur
leitt til þess
að tekjur sveitarfélagsins hafa
vaxið hraðar en nokkur þorði
að vona.
Auknar tekjur
- sömu álögur
Helsta ástæða fyrir þeim góða
árangri í rekstri sveitarfélagsins
eru auknar skatttekjur. Mik-
ilvægt er þó að nefna að þær
eru ekki til komnar vegna hærri
skatta sem lagðar eru á íbúa,
þvert á móti. Mestu munar um
að útsvarstekjur hækka um
220 milljónir á milli ára. Er sú
hækkun til komin vegna aukins
fjölda íbúa og vegna hækkunar
launa almennings. Útsvarshlut-
fall í Reykjanesbæ hefur hins
vegar verið óbreytt á milli ára
og er útsvar lægra hér en t.d. í
Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa-
vogi og einnig nokkru lægra en
landsmeðaltal.
Fasteignaskattar hækka um 40
milljónir á milli ára þrátt fyrir
verulega lækkun skattprósentu.
Mestu munar um þá fjölgun
íbúða og húsa sem hér hefur
orðið á síðasta ári en einnig
hefur mikil verðhækkun íbúðar-
húsnæðis í Reykjanesbæ leítt til
hækkunar á fasteignamati sem
sjálfkrafa leiðir til hækkunar
fasteignagjalda. Samtals hækka
tekjur sveitarfélagsins um tæpar
680 milljónir króna á milli ár-
anna 2004 og 2005.
Fjölgun íbúa
- hærri gjöld
Vissulega kallar aukinn íbúa-
íjöldi einnig á hærri gjöld. Um
leið og tekjur hafa vaxið eins og
fram kemur hér að ofan hafa
gjöld Reykjanesbæjar hækkað
um tæpar 340 milljónir á milli
ára. Aukinn rekstrarkostn-
aður skóla og leikskóla vegur
þar þungt. Hlutverk okkar
bæjarstjórnarmanna er, líkt og
annarra sem standi í rekstri,
að vinna að því að tekjur
vaxi hraðar en gjöld. Þannig
tryggjum við áfram góðan
rekstur bæjarfélagsins.
Sókn getur verið
besta vörnin
Eitt af þeim markmiðum sem
núverandi meirihluti setti sér
í upphafi kjörtímabilsins var
að breyta ímynd bæjarins með
aukinni áherslu á fjölskyldumál
og fallegt umhverfi. Þannig yrði
Reykjanesbær að vænlegum
búsetukosti fyrir fjölskyldufólk
sem af ýmsum ástæðum vill
flytja af höfuðborgarsvæðinu og
til jaðarbyggða. Þannig fengjum
við fleiri íbúa til að standa undir
samrekstri sveitarfélagsins. Allt
fram undir árslok 2004 töldum
við að meira en eitt kjörtíma-
bil tæki að ná þessu markmiði
þannig að eftir yrði tekið í íbúa-
fjölda. Niðurstaðan hefur hins
vegar orðið sú að árangur þess-
arar uppbyggingar hefur orðið
hraðari og íbúafjölgun örari
en við var búist. Um leið hafa
tekjur vaxið hraðar en við var
búist í upphafi kjörtímabilsins.
Allir íbúar hljóta að fagna þeirri
niðurstöðu.
Böðvar Jónsson
bœjarfulltrúi ogframbjóðandi
Sjálfstœðisflokksins í komandi
bœjarstjórnarkosningum
SPKEF gefur
fermingar-
börnum
reiknivélar
Sparisjóðurinn í Keflavík
hefur í mörg ár gefið
fermingarbörnum á Suð-
urnesjum reiknivélar að gjöf í
tilefni ferminganna. Þetta ár
verður engin undantekning því
öll 14 ára börn fá reiknivél frá
SPKEF, hvort sem þau kjósa
að fermast eða ekki. Skátafé-
lagið Heiðabúar hafa séð um
að koma gjöfinni til fermingar-
barna á sama tíma og þeir bera
út fermingarskeytin.
Vildarviðskiptavinur Sparisjóðs-
ins sem gefur fermingabarni
5.000 kr. gjafabréf í
Framtíðarsjóð Sparisjóðsins fær
2.000 kr. viðbót við gjöfina frá
Sparisjóðinum. Framtíðarsjóður
er verðtryggður reikningur
sem ber hæstu vexti almennra
innlánsreikninga hverju sinni.
Reikningurinn er ætlaður
börnum til 15 ára og er bund-
inn til 18 ára aldurs. Framtíðar-
sjóður Sparisjóðsins er ein besta
leið sem völ er á til að ávaxta
fermingarpeningana.
Auk þessa geta fermingarbörn
bætt við inneignina á framtíðar-
sjóðnum og fá allir sem leggja
20.000 kr. eða meira bíómiða
fyrir 4 í Sambíóin.
Reiknaðu með bjartri og góðri
framtíð með SPKEF!
M
A-LISTINN
Súpufundur með Reyni Valbergssyni laugardaginn 8. apríl kl. 11.
Reynir Valbergsson ræðir fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og möguleikana í stöðunni.
HSS aftur í hendur heimamanna - HeilbrigSisráSherra á fundi 10. apríl kl. 20.
Opinn málefnafundur um heilbrigðismál með Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra.
Föstudagsfjör hjá ungum - Idol kvöld 7. apríl.
Spilakvöld á hverjum föstudegi - veglegir vinningar.
íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir ti
að mæta og taka þátt í að móta
framtíð bæjarins
Allir velkomnir
mwM-
Em
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Vl'KliRFRÉTTIR i FIMMTUDAGURINN 6. APRIL 2006