Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 24
ÍÞRÓTTIR í BOÐI LANDSBANKANS \ Brenton og Guóniundur í > \ baráttunni gegn Melvin Scott | á mánudag. Njarðvíkingar tryggðu sér þátttökurétt í úrslitum Iceland Express deildar- innar i körfubolta s.l. mánudag með sigri á KR 85-90 í DHL-höll- inni. Einvígi liðanna lauk því 3-1 Njarð- víkingum í vil sem leika nú til úr- slita í fyrsta sinn frá árinu 2002. „Við erum svangir í titilinn," sagði Brenton Birmingham við Vík- urfréttir en hann gerði 16 stig í leiknum á mánudag. „Vörnin okkar er komin í samt horf og allir eru að leggja sig fram og við verðum stöðugt betri í okkar leik,“ sagði Brenton sem gerir ráð fyrir því að Keflavík fari áfram eftir sigur á Skallagrím í oddaleiknum í kvöld. „Heimavöllurinn skiptir miklu máli í leikjum þessara liða en það skiptir mig ekki máli hvort við fáum Skallagrím eða Keflavík þó skemmtilegasta viðureignin yrði Njarðvík-Keflavík,'1 sagði Brenton að lokum og eru eflaust margir sammála honum. Hamborgari,franskar, sósa og 1/2 Itr.Cokeí dós kr.750,-[ eingönga sótt eda í sal Kjúklingasalat +1/2 Itr.Toppureða Coke Light kr. 1.050,- Pizzutilboð nr.l 12"pizza m/2álegg +1/2 Itr.Coke kr. 1.250,- Pizzutilboð nr.2: 16" pizza m/2álegg +2 Itr.Coke kr. 1.600,- Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777 Oddaleikur í Sláturhúsinu Keflavík tekur á móti Skallagrím í oddaleik liðanna í undanúrslit- unum Iceland Express deildar- innar i kvöld kl. 19:15 í Slátur- húsinu. Liðin hafa hvort um sig unnið tvo leiki og heldur sigurliðið í kvöld í úrslitin og mun leika þar á móti Njarðvík. Keflvíkingar slátruðu Skallagrím á heimavelli síðasta fimmtudag 129 - 79 þar sem AJ Moye gerði 37 stig og tók 13 fráköst. Liðin mættust svo á nýjan leik í Borgar- nesi á mánudag þar sem heima- menn höfðu betur 94-85, Vlad Boeriu var stigahæstur Islands- meistaranna með 18 stig og 9 fráköst. Bæði Keflavík og Skalla- grímur hafa unnið sína leiki á heimavelli í undanúrslitunum og því verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með bræðrunum Sig- urði og Val etja köppum sínum saman í leik sem verður sá síð- asti á leiktíðinni fyrir annað hvort liðið. „Stemmningin er fín í hópnum og við höfum oft áður farið í oddaleik í undanúrslit- unum, það er ágætis próf fyrir lið að fara í oddaleik í undanúr- slitum því ef þú vinnur hann þá ertu klár í úrslitin," sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Vík- urfréttir. „Við þurfum að hitta á toppleik í kvöld og á lakan leik hjá Keflavík til þess að ná sigri,“ sagði Valur Ingimundar- son, þjálfari Skallagríms, við Víkurfréttir. „Okkur fmnst tími kominn á nýtt meistaralið og munum leggja allt í sölurnar. Númer 1, 2 og 3 er að standast áhlaup Keflvíkinga og láta þá ekki draga okkur inn í sinn leik en þeir eru snillingar í því að hleypa leikjunum upp í mikinn hraða,“ sagði Valur að lokum. VF-sport molar Stefán semur við Keflavík FRAMHERJINN Stefán Örn Arnarson gekk á mið- vikudaginn í síðustu viku til liðs við knattspyrnudeild Keflavíkur. Stefán sem lék með Keflavík á lánssamn- ingi síðasta sumar og skor- aði 4 mörk, er búsettur í Reykjanesbæ og ákvað að semja við Keflavík eftir að samningur hans við Víking rann út. Fjör í deildarbikar VÍÐIR gerði jafntefli við Leikni, 1-1, í B-deild deild- arbikarins í knattspyrnu um síðustu helgi. Knútur Jónsson gerði mark Víðis. Reynismenn voru ekki eins heppnir, en þeir töpuðu gegn ÍR 5-1. Ólafur Ivar Jóns- son skoraði mark Reynis í leiknum. I C-deildinni gerði GG svo jafntefli við Ými 2- 2. Árni Björnsson og Óskar Hallgrímsson skoruðu mörk GG. Jafntefli í síðasta leik GRINDAVlK lauk keppni í deildarbikar karla í knatt- spyrnu s.l. föstudag með 1 -1 jafntefii gegn Þrótti Reykja- vík. Mark Grindavíkur gerði Orri Óskarsson á 55. mín- útu en Þróttur komst yfir í leiknum á 11. mínútu með marki frá Óskari Vignissyni. Grindavík lauk keppni í deildarbikarnum með 6 stig í 7 leikjum og eru í 6. sæti af 8 liðum en geta endað neðar þar sem enn eru nokkrir leikir eftir. Töpuðu í fram- lengdum leik Logi Gunnarsson og félagar hans í Bayreuth töpuðu gegn Ratiopharm Ulm 95 - 105 í framlengdum leik s.l. föstudag í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik. Logi gerði 9 stig í leiknum á tæpum 36 mínútum og tók 2 fráköst. Bayretuth er í 6. sæti deild- arinnar með 15 sigurleiki og 11 töp en Ulm hefur þegar unnið deildina með 25 sigra og aðeins eitt tap og leika því í úrvaisdeildinni að ári. Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Suðurnesja laugardaginn 22. apríl kl. 17:00 að Hólagötu 15. 24 VIKURrRÉTTIR I ÍÞROTTASIDUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU •www.vf.is- LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.