Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 6
Leifsstöð
Reykjavík
Hafnarfjörður
Helguvík
,Reykjanpsbaér"J>
Kleifarvátn
Reykjavík
Suðurnesjafyrirtæki að gera það gott í mat og drykk:
Fjórfaldur sigur kaffibar-
þjóna Kaffitárs á íslands-
móti kaffibarþjóna 2006
Kaffibarþjónar Kaffitárs
enduðu í efstu þremur
sætunum. íslands-
meistari kaffibarþjóna 2006
er Ingibjörg Jóna Sigurðar-
dóttir, sem vinnur í Kaffitári
í Kringlunni Kristín Ingimars-
dóttir önnur, og hún vinnur
í Kaffitári í Bankastræti,
Sveinbjörg Davis í þriðja sæti
og hún vinnur á kaffihúsinu
í kaffibrennslu Kaffitárs í
Reykjanesbæ.
Fanney Marin Magnúsdóttir,
hún vinnur í Kaffitári í herstöð-
inni, fékk verðlaun fyrir besta
frjálsa drykkinn 2006, og nefn-
ist drykkurinn Hálfmáni. Hún
mun taka þátt fyrir hönd íslands
í keppninni „Coffee in good spi-
rits“ á heimsmeistaramótinu í
Bern. Ingibjörg mun ásamt
landsliðinu taka þátt í Heims-
meistaramóti kaffibarþjóna
fyrir hönd Islands í Sviss í næsta
mánuði. Landsliðið skipa auk
Ingibjargar: Kristín Ingimars-
dóttir, Sveinbjörg V. Davis allar
frá Kaffitári, Marta Sif, Elfa og
Unnsteinn frá Te og kaffi.
Kaffitár er afar stolt af árangri
síns liðs og þakkar velgengnina
Atlastaðafískur sig-
ursæll á Matur 2006
Humarinn frá Atlastaða-
fisk í Njarðvík vann
til fernra verðlauna á
alþjóðlegu matarsýningunni
Matur 2006 sem fram fór um
síðustu helgi. Júlíus Högnason
eigandi Atlastaðafisks var him-
inlifandi yfir árangrinum en
allur humarinn frá Atlastaða-
fisk sem notaður var á sýning-
unni var veiddur við Eldey á
síðasta sumri.
„Atlastaðafiskur var stofnaður
árið 2002 og í dag vinna 14
manns hjá fyrirtækinu," sagði
Júlíus Högnason í samtali við
Víkurfréttir en Atlastaðafiskur
hefur aðsetur að Fitjabraut 26
í Njarðvík. Júlíus er frá Fljóta-
vík en hefur búið í Keflavík í
um 40 ár ásamt konu sinni
Guðmundu Reimarsdóttur en
þau hjónin stofnuðu fyrirtækið
ásamt dætrum sínum Júlíönu
Guðrúnu og Regínu.„Við
vinnum humar, bláskel og fisk
fyrir veitingastaði og verslanir
en við kaupum mest af hráefn-
inu frosið," sagði Júlíus. Þau
sem unnu til verðlauna á Matur
2006 með humar frá Atlastaða-
fisk voru Steinn Óskar, kokkur
á Sjávarkjallaranum, en hann
var útnefndur matreiðslumaður
ársins 2006. Þá voru tveir nemar
sem sigruðu í nemakeppninni
sem notuðu humar frá Júlíusi
sem og Norðurlandameistarinn
veðjaði einnig á réttan hest er
hann notaðist við humar frá
Atlastaðafisk.
Lóðir undir nýtt athafnasvæði meðfram Reykjanesbraut í Reykjanesbæ:
sbraut
Smáratorg opnar hér 21.000
verslunarhúsnæði 2008.
Reykjanesbraut
Gríðarlegir möguleikar felast I þessari staðsetningu -----------
vegna sýnileika frá Reykjanesbraut, mikillar uppbyggingar
á svæðinu og nálægð við hafnir og alþjóöaflugvöll.
Eftir tvöföldun
Reykjanesbrautar er
15 mínútna öruggur
akstur til
Hafnarfjarðar.
Leifsstöð og alþjóðlegur
flugvöllur í 5 mínútna
fjarlægð.
Reykjanesbær býður „Land tæki-
færanna" við Reykjanesbrautina
Reykjanesbær hefur síðustu daga
auglýst í dagblöðunum „Land tæki-
færanna, nýtt athafnasvæði í alfara-
leið“. Um er að ræða úthlutun á lóðum á
nýju athafnasvæði meðfram Reykjanes-
brautinni að norðanverðu, í suðurjaðri
fyrirhugaðrar 10.000 íbúa byggðar í Tjarn-
arhverfi, Dalshverfi og Stapahverfi.
í auglýsingu Reykjanesbæjar segir að með
svæðinu opnist einstakir möguleikar fyrir
fyrirtæki sem hyggjast byggja upp starfsemi,
víkka út eða flytja um set. Staðurinn sem
auglýstur er er t.d. sá eini á landinu þar sem
alþjóðaflugvöllur er í 5 mínútna íjarlægð og
höfuðborgarsvæðið innan seilingar.
Vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og úr-
vals hafnaraðstöðu í Helguvík, þar sem skap-
aður hefur verið grunnur að stóru iðnaðar-
og þjónustusvæði, hentar svæðið sérstak-
lega vel fyrir fyrirtæki í inn- og útflutningi,
t.d. bifreiðaumboð og bílasölur, svo ekki sé
minnst á byggingarfyrirtæki sem hagnast
munu á nálægðinni við hina öru uppbygg-
ingu á svæðinu, segir í auglýsingu frá Reykja-
nesbæ í dagblöðum um helgina.
I auglýsingunni er síðan mynd sem sýnir 4
kílómetra langt svæðið sem er í boði, sem
nær frá gokart-brautinni og inn með Reykja-
nesbrautinni, langt inn á Vogastapann.
^SjlllÍ íll
hvllil
Atafl segir
upp 50 manns
í þrifadeild
Atafl, fyrrum Kefla-
víkurverktakar,
hafa afráðið að
segja upp um 50 manns,
eða öllum sem störfuðu
við þrif á Varnarstöðinni.
Þessi ákvörðun var kynnt
á starfsmannafundi en
uppsagnarbréf, sem flest
hljóða upp á 3ja mánaða
uppsagnarfrest hafa verið
send starfsmönnum.
Fríða opnar
sýningu
Listakonan Fríða Rögn-
valdsdóttir opnar sýn-
ingu næsta laugardag,
8. april í listasal Saltfiskscturs
Islands, að Hafnargötu 12a í
Grindavík.
Fríða hefur undanfarin ár
unnið myndir í steypu og mun
á sýningunni sýna sínar nýjustu
myndir.
Sýningin verður opin alla daga
frá 8. apríl til 1. maí kl. 11-18.
Túnin í Garði
malbikuð
Bæjarráð Sveitarfélags-
ins Garðs samþykkti á
síðasta fundi sínum að
ráðast í malbikun afleggjara
samkvæmt lista sem lá fyrir
fundinum.
Einnig samþykkir bæjarráð að
malbik verði lagt á eftirtaldar
götur í sumar: Ártún, Sóltún,
Bjarkartún, Birkitún og Borgar-
tún.
Gert verði ráð fyrir viðbótar-
kostnaði við endurskoðun fjár-
hagsáætlunar 2006. Bæjarráð
samþykkir að fela byggingafull-
trúa að auglýsa tillögurnar.
Þjónustumiðstöð
Krabbameinsfélags
Suðurnesja
Smiðjuvöllum 8
(húsi Rauða krossins)
Reykjanesbæ er opin á
miðvikudögum kl.13-17 og
á fimmtudögum kl. 09-12.
Sími 421 6363
sudurnes@krabbameinsfelagid.is
(I) Krabbameinsfélag
Suöurnesja
6 | VIKURFRÉTTIR : 14.TÖLUBLAÐ í 27. ÁRCANGUR
VfKURFRÉTTlR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!