Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 10
Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar:
Umferðarmerkingum er
stórlega ábótavant á
framkvæmdasvæðum
við tvöföldun Reykjanes-
brautar. Um helgina valt bif-
reið ofan í skurð skammt frá
Grindavíkurafleggjara með
þeim afleiðingum að flytja
þurfti farþegana á Landspít-
ala Háskólasjúkrahús. Djúpir
skurðir eru við Reykjanes-
brautina þar sem tvöföldunar-
framkvæmdir fara fram en Jó-
hann Bergmann, deildarstjóri
nýframkvæmda á suðvestur-
svæði Vegagerðarinnar, segir
áherslu lagða á það að menn
fylli í skurðina jafn óðum.
Ökumenn sem halda frá Reykja-
nesbæ inn á Reykjanesbrautina
sjá hvergi skilti sem segir til um
að framkvæmdir standi yfir á
Reykjanesbraut.
Fyrsta skiltið, sé ekið frá Reykja-
nesbæ, segir „Beltin bjarga" og
er alls óskylt framkvæmdum
við einn umferðarþyngsta veg
landsins. Aðspurður hvort úr-
bóta væri ekki þörf við þá staði
á Reykjanesbraut sem fram-
kvæmdir fara fram sagði Jóhann
Bergmann að ekki væru sett skil-
yrði um vegrið í slíkum fram-
kvæmdum. Fyrirskrifað væri að
notast ætti við steinavegrið við
gatnamótin sjálf þar sem fram-
kvæmdirnar eru hvað dýpstar,
þ.e. við gatnamót Reykjanes-
brautar og Grindavíkurvegar og
við gatnamót Reykjanesbrautar
og Vogaafleggjara.
„I landinu öllu eru til 700 eða
800 steinavegrið og er hver
steinn um 2 metrar á lengd sem
gerir tæpa 2 km í heildarlengd
en yfirstandandi framkvæmdir
á Reykjanesbraut eru urn 12 km
langar,“ sagði Jóhann Bergmann
í samtali við Víkurfréttir. Til er
önnur lausn á málinu og hún
felur í sér að setja upp vegrið
þar sem meterinn kostar 4000
kr. og því myndi einn kílómeter
fara á 4 milljónir króna. „Á
þessum 12 km kafla þarf ekki
alls staðar að grafa djúpt því
sums staðar standa klappirnar
upp úr,“ sagði Jóhann.
Frá Fitjum í Reykjanesbæ að
gatnamótum Vogaafleggjara
og Reykjanesbrautar er að-
eins eitt skilti sem segir frá
framkvæmdum við brautina.
„VARÚÐ! Vinnusvæði 500m“
en það gefur til kynna að vinnu-
svæðið sé 11,5 km styttra en
raun ber vitni. Jóhann Berg-
mann sagði einnig í samtali
sínu við Víkurfréttir að það væri
verktakans, Jarðvélar ehf., að sjá
um að vinnusvæðiskafli Reykja-
nesbrautar sé merktur því fólk
væri fljótt að gleyma skiltum
sem það ekur fram hjá og þyrfti
að vita af því þegar það væri að
keyra um hættusvæði. Jóhann
sagði ennfremur að kostnaður-
inn í kringum greinagóðar merk-
ingar á framkvæmdasvæðum
væri hverfandi.
Ljóst er að mikill kostnaður
mun hljótast af því að setja upp
vegrið sama hvort þau verði
steinvegrið eða af annarri gerð
en úrbóta við framkvæmda-
svæðið á Reykjanesbraut er þörf
þar sem merkingum á svæðinu
er stórlega ábótavant.
jbo@vf.is
SrihdavikufafleggjafaTmeð'þeinrafleiðirigumjað
flytjá þurftitfarþeganáTá1Liándspítafa^Háskólás;júkrahú^Djújiir^kufðjr^efu^iðjRéýkjahesbrautiria
þar semtvofoldunarframkvæmdirfaraifram
HUGLEIÐINGAR UM VARNARMAL - PISTILL 2
...sendur í refsingarskyni til fslands...
Ég starfaði um þó nokkurt skeið sem
trúnaðarmaður fyrir starfsmenn í
Rockville ratsjárstöðinni á Miðnesheiði.
Ég man sérstaklega eftir því að það kom
upp sú staða að draga þurfti verulega úr
kostnaði við stöðina þar sem fjárframlög
til hennar voru skert til muna og var
ég kallaður á fund með bandarískum
yfirmanni stöðvarinnar „Commander
Willis. “
Sá háttur var hafður á að öllum íslend-
ingum var ekið til vinnu í leigubíl það
var gert vegna þess að það þótti ekki
svara kostnaði að halda úti rútuferðum
á sínum tíma með svo fáa Islendinga
sem unnu í stöðinni og ekki var það inni
í myndinni að sameina rútuferðir með
Islendinga og varnarliðsmenn á svaeðið
þar sem það samrœmdist ekki herlögum.
Commander Willis tjáði mér það að þeir
íslendingar sem sóttu vinnu í stöðinni
yrðu framvegis að koma sér til vinnu á
sínum eigin vegum og fengu fyrir það
greiddan bílastyrk, það myndi það spara
töluvert fjármagn fyrir herinn.
Égfór með þessi skilaboð á starfsmanna-
fund og greindi mannskapnum frá fyr-
irmœlum Commander Willis, það féll í
grýttan jarðveg.
Það kom í Ijós að velflestir íslenskir starfs-
menn voru komnir af léttasta skeiðinu
og margir hverjir áttu ekki einu sinni bíl
til að komast um á.
Þá voru góð ráð dýr, talað var um að
sumir starfsmenn myndu korna sér
saman til vinnu á einum bíl ogaðrirsem
enn voru á léttasta skeiðinu kœmu sér
sjálfir til vinnu á sínum einkabíl.
Mér var vandi á höndurn, það var
Ijóst að ef þessar tillögur næðu fram
að ganga myndu margir missa vinn-
una og fór nú í hönd rannsóknar-
vinna. Ég kannaði málið og komst að
því hvers virði samningurinn var sem
Varnarliðið hafði við viðkomandi leigu-
bílastöð um aksturstarfsmanna íherstöð-
ina. Það lá fljótlega fyrir að það var dá-
góð upphceð sem greitt varfyrir það. Því
ncest fór ég á stúfana og kannaði þann
grundvöll hvort hœgt vœri mögulega að
lcekka þá upphœð niður í þá tölu sem
átti að greiða íslenskum starfsmönnum
í bílastyrk.
Skömmu seinnafékk ég þœr góðu fréttir
að önnur leigubílastöðin í Keflavík var
reiðubúin að aka öllum starfsmönnum
til vinnu fyrir samsvarandi upphæð og
Commander Willis var reiðubúinn að
greiða öllum starfsmönnum í bílastyrk.
Ég gekk glaður í bragði á fund með
Commander Willis með þessar góðu
fréttir og taldi mig hafa leyst málið fyrir
báða aðila, þ.e.a.s. flestir íslenskir starfs-
menn héldu sínu og á sama tíma sparaði
herinn.
Commander Willis var ekki á sama máli,
hann tjáði mér að málið snérist ekki um
eiginlegan sparnað heldur um það að
það fór í taugarnar á honum að sjá ís-
lendingum ekið á glansandi leigubílum
inn á herstöðina á meðan hans eigin her-
menn komu til vinnu akandi á haugryðg-
uðurn gömlum skólarútum.
Þar áttaði ég mig á því að Commander
Willis var ekki allur þar sem hann var
séður, sennilega hafði hann veriðfundinn
sekur um afglöp í starfi sem yfirmaður
hjá hernum á víglínu einhverstaðar úti í
Ingólfur
Karlsson
hinum stóra heimi og verið sendur í refs-
ingarskyni til íslands til að reka gamla
ryðgaða ratsjárstöð þarsem engin óvinur
hafði sést á radar í 15 ár eða alltfrá því
kalda stríðinu lauk.
Þessi litla dcemisaga segir okkur það
að bandaríski herinn er hér á landi á
sínum eigin forsendum þ.e.a.s. til þess að
vernda sína borgarafyrir óvinum.
Ég skil því mœtavel þá fulltrúa í íslensku
sendinefndinni sem eiga í samningavið-
rceðum við Bandaríkjamenn um þessar
mundir, það er ekki gott þegar við Islend-
ingar mætum á fundi, vel undirbúnir
með tillögur ífarteskinu um að taka þátt
í kostnaði við rekstur herstöðvarinnar og
fáum ekkert í staðinn nema það að við
verðum að skilja að þessa dagana eiga
Bandaríkjamenn í stríði í annari heims-
álfu og þurfa einfaldlega ekki á okkar
landi að halda í þeirri baráttu nema
kannski að hafa nafn okkar lands á lista
yfir hinar viljugu þjóðir.
Áfram ísland
Ingólfur Karlsson
10 IVÍKURFRÉTTIR ; 14. TÖLUBLAÐ I 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!