Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 14
MIKILL ÁHUGIFYRIR STÖRFUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU uðurnesjamenn sýna mikinn áhuga á þeim störfum sem í boði eru á höfuðborg- arsvæðinu og var mikil svörun við auglýs- ingu Ráðningarþjónustunnar í Víkurfréttum í síðustu viku, að sögn Sjafnar Vilhelmsdóttur hjá Ráðningarþjónustunni. Allgott framboð er á störfum í ýmsum greinum atvinnulífsins og segir Sjöfn að vinnumark- aðurinn ætti að geta tekið við mörgu því fólki sem missir vinnuna við brotthvarf Varna- liðsins, þ.e. ef fólk af Suðurnesjum vilji starfa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli sé mest. Sjöfn segir að mest sé eftirspurnin eftir sölufólki, verkfræðingum, lagerstarfsfólki, skrifstofufólki og iðnaðarmönnum. „Það eru fjölmörg störf í boði og okkar vantar fólk á skrá. Til að mæta aukinni eftirspurn frá Suðurnesjum hefur Ráðningarþjónustan hafið samstarf við Vinnumiðlun Suðurnesja í Reykja- nesbæ. Þar verður boðið upp á viðtöl annan hvern fimmtudag frá og með 6. apriT’ , sagði Sjöfn. Einnig er hægt að fylla út umsóknir á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar og fara í viðtöl á skrifstof- unni í Reykjavík. í kjölfar auglýsingarinnar hefur nokkur fjöldi umsókna borist frá Suðurnesjum, að sögn Sjafnar, bæði frá starfsfólki Varnarliðsins og öðrurn sem eru að hugsa sér til hreyfings á vinnumarkaði. Sjöfn segir ennfremur að þótt nú orðið sé litið á suðvesturhornið sem eitt atvinnusvæði, sé það alltaf spurning hversu miklar vegalengdir fólk sé tilbúið að fara til að sækja vinnu. Vinnumarkaður- inn á þessu svæði ætti að geta tekið við mörgu því fólki sem missir vinnuna á næstu mánuðum við brotthvarf Varnarliðsins. „Þetta fer samt eftir því hvað fólk er tilbúið að fara í. Það getur vissulega verið óspennandi tilhugsun að fara úr vel launuðu starfi, sem þú hefur unnið þig upp í á mörgum árum, í verr launaða dagvinnu í allt annarri starfs- grein. Hins vegar mætti hugsa sér það sem milli- bilsástand á meðan jafnvægi er að komast á hlut- ina”. sagði Sjöfn. .. . affiéS GARCyjR Auglýsing uni skipulagsmál í Garði Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðs 1998-2018, ísamræmi við 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðs 1998-2018, svæði við Rafnkelsstaðaberg. Breytingin felst meðal annars í að íbúðarsvæði stækkar og breytist í blandað svæði, íbúðir og svæði til sérstakra nota. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi Herragarðar-Búgarðabyggð. Tillaga að deiliskipulagi: Herragarðar - Búgarðabyggð. Samkvæmt 25. grskipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, erhér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Herragarða- Búgarða. Deiliskipulagstillagan sýnir Búgarðabyggð á Rafnkelsstaðabergi Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Garðs að Melbraut 3 frá ogmeð 10. apríl 2004 til 8. maí 2006. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. maí 2006. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Garðs að Melbraut 3 Garði. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Bæjarstjórí Ráðgjafastofan: Viðbrögð mjög jákvæð fyrirtæki auglýsa störf Ráðgjafastofa fyrir starfs- menn Varnarliðsins hefur nú tekið til starfa á Hafnargötu 29 í Reykja- nesbæ og hafa viðbrögð verið mjög góð að sögn starfmanns sem Víkurfréttir ræddi við í morgun. Starfsemi Ráðgjafa- þjónustunnar mun verða með ýmsu móti, t.d. miðlun upp- lýsinga, margvísleg ráðgjöf, aðstoð og námskeiðahald. Þá er stofan nú þegar í góðu sam- starfi við mörg fyrirtæki sem vilja ráða til sín fólk. Ráðgjafastofan opnaði á mánu- daginn og að sögn starfsmanns hafa viðbrögðin verið afar já- kvæð, t.d. hafa ýmis fyrirtæki sett sig í samband við stofuna til að auglýsa laus störf. Er nú þegar verið að auglýsa eftir fólki í skrifstofustörf, afgreiðslustörf og tæknimönnum, svo eitthvað sem nefnt, en hægt er að fylgj- ast með því á vef Reykjanes- bæjar hvaða störf eru auglýst hverju sinni. Þær upplýsingar verða uppfærðar reglulega en á vefnum er sérstakur tengill á Ráðgjafastofuna. Einnig verður að finna þar upplýsingar um það hvað er á döfinni, t.d. um námskeiðin. Að sjálfsögðu er fólk velkomið að kíkja við á skrif- stofunni í kaffisopa og spjall. Fyrsta námskeiðið verður haldið næsta miðvikudag á vegum IMG. Fjallað verður um áfallið sem fylgir því að missa vinnuna, ráðningarferlið, gerð kynningar- bréfs og ferilskrár. Þá er fjallað um hvernig best er að undirbúa sig undir atvinnuviðtal. Aðeins eru 10 manns á hverju nám- skeiði sem tryggir persónulegri ráðgjöf og vinnu út frá því. Þátt- takendur geta skráð sig hjá Ráð- gjafarstofun starfsmanna Varn- arliðsins í síma 421-1222. Rétt er að taka fram að námskeiðið er starfsmönnum að kostnaðar- lausu. Rafsól óskar eftir RAFVIRKJA Góð laun og hlunnindi fyrir réttan mann! Við leitum að vönum rafvirkja til framtíðarstarfa Fjölbreytt og skemmtilegt starf. ( boði eru góð laun og hlunnindi fyrir réttan mann. K Upplýsingar veittar hjá Rafsól Skipholti 33, eða í síma 553 5600. RAFSOL Skipholti 33 • 105 Reykjavík • Sími 553 5600 www.rafsol.is • rafsol@rafsol.is FRÉTTASÍMINN \ zmmimesmir 898 2222 14 I Vl'KURFRÉTTIR i 14. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.