Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 8
►► Kallinn á kassanum
[WD12671
SAGA
car rental
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með því að hringja í síma 421 OOOOerhægtað velja beint samband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222
Utgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is,
Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 421 0004, jbo@vf.is
Ellert Grétarsson, sími 421 0014, elg@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is
Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is
Prentsmiðjan Oddi hf.
www.vf.is og www.vikurfrettir.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Iðavellir 10 - Reykjanesbæ - www.sagacarrental.is - saga@sagacarrental.is
Þær Alda, Steinunn, Jó-
hanna og Helen eru meðal
aðstandenda klúbbsins ný-
stofnaða.
geta til dæmis verið ferðir í Keiluhöllina eða því-
líkt, en svo verða líka tvö böll á ári. I raun eru
möguleikarnir óendanlegir, en það ræðst allt af
því liversu margir eru reiðubúnir til að taka þátt.“
Þær stöllur hafa ákvarðað lágmarksaldur á inn-
göngu og miða við að samanlagður aldur para eða
hjóna sé að minnsta kosti 50 ár. Annars eru allir
velkomnir og þá sérstaklega þau sem eru nýflutt
í bæinn. „Það er rosalega gott að geta komið inn
í svona hóp þegar maður er nýr og þá er mun auð-
veldara að koma sér inn í samfélagið," segja döm-
urnar og skora að lokum á alla að slá til og mæta
á stofnfundinn.
/ Reykjanesbæ
Nokkrar ungar konur í Reykjanesbæ hafa
ákveðið að stofna para- og hjónaklúbb
þar sem ætlunin er að hressa upp á fé-
lagslífið í bænum. Þær hafa ákveðið að halda
stofnfund klúbbsins á Yello þriðjudaginn 11.
apríl kl. 20.
„Við fengum hugmyndina frá Grindavík þar sem
hafa verið starfandi tveir svona klúbbar og okkur
langaði til að brydda upp á einhverju slíku hér.
Við erum að vonast til þess að fólk sé tilbúið að
standa upp úr sófanum og gera eitthvað skemmti-
legt í góðum hópi. Við ætlum að vera með ein-
hverskonar uppákomur 4 til 6 sinnum á ári. Það
PANTIÐ í SÍMA 421 3737
SENDIBÍL í FULLRI STÆRÐ TIL LEIGU
HÖFUM ALLAR STÆRÐIR AF BÍLUM
leigu
Stjórnvöld standi sig
ÞETTA ER ÁHUGAVERÐIR tímar að upplifa á Suðurnesjum.
Áfallið af brotthvarfi hersins er að sjálfsögðu rnikið fyrir svæðið
sem hefur reitt sig á „Vininn í vestri” í hálfa öld, en nú skal litið til
framtíðar.
TÆKIFÆRIN ERU FJÖLMÖRG og er mikið horft til aðstöðunnar
sem fyrir er á Varnarstöðinni. Vera má að hægt sé að nota húsin á
Vellinum, en allar vangaveltur um þessi efni eru vita gagnslausar þar
til eitthvað kemur út úr viðræðum stjórnvalda og Bandaríkjamanna.
ÞAÐ VAR ANNARS HRYGGILEGT hvað kom lítið út úr fyrsta
fundinum í síðustu viku. Fjöldinn allur af borðalögðum tindátum
komu til viðræðna og hafa eflaust ætlað að hræða Frónbúann. Kan-
inn vill fara á eigin forsendum og virðist nákvæmlega sama um við-
horf Islendinga. Það sést á ferli síðastu þriggja vikna. Hann ákveður
að halda burt með sitt hafurtask án þess að spyrja kóng eða prest.
Hann segir upp samningi við Hitaveituna, einhliða og í trássi við
samninga. Sjáið þið mynstrið?
ÞAÐ VERSTA SEM GÆTI GERST í þessu máli er að þeir fengju
að halda varnarsvæðinu þar til þeim þóknast að koma aftur. Þess
vegna þurfa íslensk stjórnvöld að hysja upp urn sig brækurnar sem
hafa legið á gólflnu árum saman og setja Kananum afarkosti. Hann
hypjar sig og biður fallega um leyfi ef hann vill koma aftur til baka.
ÞAÐ ERU EFLAUST allir komnir með hundleið á Baugsmálinu,
en það þarf greinilega að fara að taka til á skrifstofunum hjá rík-
islögreglustjóra og ríkissaksóknara. Hvað er búið að henda mörg
hundruð milljónum í þessa botnlausu hringavitleysu? Er þetta ekki
kornið gott?
LESANDI SENDI KALLINUM póst á kallinn@vf.is og benti á að
viðskiptavinum Símans á Suðurnesjum væri mismunað. Aðkoman
að Bókabúðinni í Keflavík þar sem afgreiðsla Símans er nú til húsa
er ekki beint sniðin að þörfum þeirra sem bundnir eru í hjólastól.
Þeim er illmögulegt að komast af sjálfsdáðum upp tröppurnar og er
von að nýjir eigendur bæti sem allra fyrst úr þessum málum. Þessa
ábendingu geta fleiri fyrirtæki tekið til sín og er góð vísa sjaldan of
oft kveðin í þessu tilviki frekar en öðrum.
^Wjf m Hlustum allan
[O ^ \j ■gfl.KM. sólarhringinn:
& SYKURLAUST
Krókur á móti bragði?
Islendingar virðast hafa óvænt tromp i erminni þegar kemur að
viðskilnaði Bandaríkjahers af erlendri grundu. Samkvæmt óstað-
festum upplýsingum Víkurfrétta er um að ræða fjarskiptastöðina við
Grindavík en hún mun gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum kaf-
báta um Norður-Atlantshaf og allt suður í Miðjarðarhaf.
Bandaríkjamönnum er mikið í mun að halda stöðinni gangandi
og eru, samkvæmt sömu heimildum, tilbúnir til að afhenda tslend-
ingum húsnæðið á Varnarstöðinni í skiptum.
Stjórnvöld geta séð sér leik á borði og krafist þess að fá húsnæðið og
að auki fengið Bandaríkjamenn til að halda áfram að greiða kostn-
aðinn af rekstri Ratsjárstofnunar sem nemur hundruðum milljóna
á ári.
Allt eru þetta vangaveltur en það væri fróðlegt að sjá hvort íslend-
ingar hefðu fundið tangarhald á stórveldinu til að koma fram sínum
kröfum.
VlKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
8
VÍKURFRÉTTIR I 14.TÖLUBLAÐ í 27.ÁRGAIMGUR