Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 25
Jói þrefaldur íslandsmeistari J'óhann Rúnar Kristjánsson varð þrefaldur íslands- meistari í borðtennis um ustu helgi en þetta er fjórða árið í röð sem hann vinnur alla titlana. Jóhann er í 23. sæti heimslistans í sitjandi flokki en var fyrir skemmstu í 32. sæti og er því á hraðri uppleið. „Ég er rosalega sáttur við að vera kominn í gamla formið eftir spít- alaleguna löngu og ef eitthvað er þá er ég sterkari bæði líkam- lega og andlega," sagði Jóhann við Víkurfréttir. „Ég hef greini- lega náð að hreinsa vel til í koll- inum á mér inni á spítala, það var allavega nægur tími til að hugsa þar,“ sagði Jóhann léttur í bragði. Jóhann varð Islandsmeistari í opnum flokki, sitjandi flokki og tvíliðaleik en framundan er langt og strangt keppnisferða- lag. „Næsta mót er í Slóveníu þann 10. maí en það er alþjóð- legt punktamót sem getur gefið 20 punkta.“ Þann 24. maí heldur Jóhann svo til Köln í Þýskalandi og þaðan til Slóvakiu þann 31. maí. „Það verður eitthvað lítið um sumarfrí en ég mun æfa hér heima eftir mótið í Slóvakíu því 16. ágúst er svo síðasta mótið fyrir HM,“ sagði Jóhann en Heimsmeistaramótið fer fram í Sviss þann 22. september og hefur Jóhann þegar tryggt sér þátttökurétt á því móti. „Ég mun reyna að komast í topp 10 eða 12 á heimslistanum fyrir HM því þá gæti verið að ég yrði annar inn í einhvern riðil- inn sem þýðir að ég myndi fá spilara í riðil með mér sem eru neðar en ég á heimslistanum, það er svona óskastaðan," sagði Jóhann að lokum. MARÍA OG JÓN SIGRA Á VORMÓTI * fimmtudag í síðustu viku fór púttmót fram í Röstinni, sem styrkt var af Sparisjóðnum í Keflavík og kallast Vormót Sparisjóðs- ins, alls tóku þátt 36 eldri borg- arar og urðu sigurvegarar sem hér segir; Konur: 1. sæti María Einarsdóttir á 58 höggum 2. sæti Regína Guðmundsdóttir á 64 höggum 3. sæti Lórý Erlingsdóttir á 67 höggum Flest bingó var María einnig með eða 14. Karlar: 1. sæti Jón ísleifsson á 58 höggum 2. sæti Högni Oddsson á 60 höggum 3. sæti Trausti Björnsson á 63 höggum, en Trausti vann þá Hólmgeir Guðmundsson, Sig- urð Guðbrandsson og Ingiberg Jónsson í bráðabana. Flest bingó var svo Jón einnig með eða 16. Verðlaun sem og veitingar voru veitt af Sparisjóðnum, og kunna púttarar þeim þakkir fyrir, en Daði Þorgrímsson mætti fyrir hönd SpKef. Næsta mót er svo 6. apríl, í dag, og verður þá einnig haldinn aðalfundur Púttklúbbs Suðurnesja. Samfleytt í sólarhring ann 25. mars s.l. léku Keflavíkurstúlkur í 3. flokki kvenna knatt- spyrnu í tólf tima. Tilgangurinn var að safna áheitum fyrir utanlandsferð sem farin verður í sumar. Byrjað var að spila kl. 20:00 á laugardagskvöldi og hætt kl. 8:00 á sunnudagsmorgni. Stelpurnar voru ansi þreyttar þegar yfir iauk en vilja koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem studdu þær með áheitum. Meistarar í 7. flokki Sjöundi flokkur Kefla- víkurkvenna varð ís lands meist ari í körfuknattleik fyrir um tveimur vikum. Úrslitamótið fór fram í Kefla- vík og áttu heimamenn 2 af 5 liðum í úrslitum, þ.e. Keflavík A og Keflavík B. A liðið vann allar sínar viðureignir og varð Islandsmeistari en Keflavík B vann einn leik. Það sýnir styrk hópsins í 7. flokki að vera með tvö lið í lokamótinu en A lið Keflavíkur átti titil að verja frá árinu áður. Haukar í Allt útlit er fyrir að þriggja ára sigurganga Keflavíkurkvenna sé á enda. Deildarmeistarar Hauka hafa yfir í úrslitaeinvígi lið- anna 2-0 og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér íslandsmeistaratit- ilinn. Liðin mættust fyrst að Ásvöllum s.l. laugardag og lokatölur leiks- ins voru ekki aprílgabb, 90-61, Haukum í vil en Haukar gerðu út um þann leik í 2. leikhluta. Félagarnir Guðlaugur og Halldór vita hvað þeir syngja er kemur að því að spá fyrir um úrslit í ensku knattspyrnunni en Fasteigna- salan Stuðlaberg vann get- raunaleik barna- og unglinga- ráðs Knattspyrnudeildar Kefla- víkur. lykilstöðu Keflavíkurkonur urðu svo að játa sig sigraðar í öðrum leik liðanna á þriðjudagskvöld, 77- 79, eftir að hafa verið með 14 stiga forskot á kafla í leiknum. Mikil batamerki voru þó á leik Keflavíkur í síðari leik liðanna og gekk þeim betur að leysa úr pressuvörn Hauka en í fyrsta leiknum. Keflavíkurkvenna bíður því ærinn starfi að Ás- völlum annað kvöld en þá mæt- ast liðin í þriðja leiknum og hefst hann Id. 19:15. Stuðlabergsmenn fengu alls 91 rétta af 130 mögulegum en næstir á eftir þeim voru tippar- arnir hjá Hjalta Guðmundssyni sem lögðu SpKef í lokaumferð- inni og tóku því annað sætið með 17 stig. Guðlaugur og Hall- dór eru því tipparar ársins hjá Keflavík 2006. Stuðlaberg vann getraunaleikinn félagslegri þjónustu Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í félagslegri heimaþjónustu. Um er að ræða fullt starf sem snýr að almennum heimilisþrifum en verkefnin geta verið mjög einstaklingsbundin, allt eftir þörfum þjónustuþega. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa með fólki. Umsóknarfrestur er til 24. apríl. Nánari upplýsingar veitir Gyða Hjartardóttir félagsmálastjóri eða Guðrún Björg Sigurðardóttir starfsmaður félagsþjónustu Sandgerðisbæjar í síma 420 7555. ÍÞRÖTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBANKANS VIKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.