Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 20
TómasJ. Knútsson skrifar: HÖFUÐBORG VETNIS- FRAMLEIÐSLU RÍSIÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI S tórtíðindi aldarinnar eru að líta dagsins ljós. Her- inn vill fara og það sem fyrst. Þetta Mer reyndar búið að vera lengi augljós stefna Banda- ríkjanna að herseta hér sé ekki þeim að skapi vegna þeirra verkefna sem þeir eru í annarsstaðar í heiminum. Við Islendingar erum því miður ekki búnir að vera nógu sann- færandi um að fá að taka við ákveðnum verkefnum sem her- inn var með í sínum röðum, en kannski vorum við bara engan veginn tilbúnir að fara að borga meira og þiggja minna. Núna er hinsvegar frábært tæki- færi að koma til okkar og það með ógnarhraða. Við eignumst skyndilega heilt bæjarfélag með öllu og flugvöll með. Hvað eigum við að gera, jú stöndum saman og setjum upp hugmyndasamkeppni í sam- vinnu við stjórnvöld og hug- vitsmenn, erlenda fjárfesta og tæknisamfélag vetnisframleið- enda og gefum þeim tækifæri á að setja á stofn „Höfuðborg vetnisframleiðslu" og vélafram- leiðslu á næstu kynslóð bílvéla. Heimurinn er nefnilega að farast úr mengun og okkar tækifæri gæti einmitt legið í því að við gætum boðið heiminum uppá orkugjafa framtíðarinnar, ÁN MENGUNAR. Það eru mörg tækifæri sem hægt væri að gera fyrir INNAN GIRÐINGAR. Eitt er víst að hressileg umræða um framtíð Keflavíkurflugvallar er kærkomin og hugmyndir þar að lútandi velkomnar á síður dagbiaða. Ég skora á Suðurnesjamenn að virkja hugmyndaflugið og setja niður á blað atvinnuskapandi hugmyndir um hvernig við nýtum svæðið sem best. Það hlýtur að verða eitt fyrsta verk stjórnvalda að koma Land- helgisgæzlunni suður, koma Vatnsmýrinni í byggingarlóðir, flýta allri samgönguáætlun um að tvöfalda samgöngur á milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar og bretta upp ermar og styðja við bakið á hugmyndum Suður- nesjamanna. Varðandi varnir landsins vil ég helst sjá okkur spila stærra hlutverk sem „Björgunarsveit Norður Atlandshafsins" þar sem að við fáum okkar nágranna- þjóðir og frændur Dani og Norð- menn til að koma stundum í kurteisisheimsóknir með sín varðskip og flugvélar og stunda sínar æfingar með okkar Land- helgisgæzlu. Tórnas J. Knútsson Viltu hætta aó reykja Reykleysisnámskeið hefst fimmtudaginn 27. apríl kl. 17-18 Nánari upplýsingar og skráning í síma 422-0533 (dagdeild) kl.8-16 alla virka daga. Skráningu iýkur 24.apríl. Námskeiðsgjald er 9.500 kr. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA • Sveindís Valdimarsdóttir skrifar: Heilsa og heilbrigði Hvað er það sem mestu máli skiptir? Því er fljótsvarað. Heilsa og heilbrigði er grunnurinn. Ef heilsan er ekki í lagi þá átt þú við eitt vandamál að stríða I og öll þín fyrri vanda- | S6L mál virðast ft.. léttvæg. Að I hafa trausta I atvinnu er I þáttur í lífi hvers og eins og hefur það öryggisnet mikil áhrif á heilsu og heilbrigði. Margar hugmyndir hafa verið reifaðar nú síðustu daga um hvernig byggja megi upp at- vinnu á svæðinu. Lengi hefur einnig verið rætt um það hversu mikil þörf sé hér fyrir hjúkrunarheimili fyrir aldraða og þá sem þurfa langtíma um- önnun. Það er til skammar hversu lengi við höfum flutt fólk hreppaflutningum. Fleiri hjúkrunarrými Uppi eru hugmyndir um upp- byggingu þjónustusvæðis aldr- aðra á íþróttasvæði Njarðvíkur og sú hugmynd er góðra gjalda verð. Það sem þó skiptir mestu er að brugðist verði skjótt við og að búið verði þannig um hnúta að allir sem þurfa á hjúkr- unarrými að halda fái þar inni. Samkvæmt nýlegum tölum er brýn þörf fyrir yfir 30 hjúkrun- arrými í dag. Ljóst er að þörfin fer vaxandi á næstu árum. Þessu verður að bregðast við strax í fyrsta áfanga og gera ráð fyrir mun fleirum en þeim 30 hjúkr- unarrýmum sem áætlun er um í dag. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að þörf verði fyrir helmingi fleiri hjúkrunarrými eftir nokkur ár og er því brýnt að bregðast við strax og byggja stærra. Heilbrigðismál eru at- vinnumál En ekki er nóg að byggja, það þarf líka að tryggja fé til rekst- urs og að mannsæmandi laun séu í boði fyrir þau störf. Það er tímabært að endurskoðun eigi sér stað á því hvers virði heilsa og öryggi er. Það er sorgleg staðreynd að starfstéttir sjúkra- flutningafólks og starfsmanna á hjúkrunarheimilum skuli á síð- astliðnum mánuðum hafa átt í strangri kjarabaráttu og að mál- efnum þeirra hafi verið vísað frá einu ráðuneytinu til annars og enginn þykist ábyrgur. Um- önnunarstéttum þarf að lyfta í launum og skapa mannsæm- andi kjör til að tryggja starfsfrið og öryggi þeirra sem á þjónustu þeirra þurfa að halda. Að sama skapi þurfum við aukið framlag til eflingar Heilbrigði- stofnunar Suðurnesja m.a. til að halda uppi sólahringsvöktum á skurðstofu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá HSS á síð- ustu árum en enn vantar upp á til að starfsemin geti staðist þær öryggiskröfur sem sjúkra- hús og heilsugæsla ætti að gera fyrir þetta stórt svæði. Frekari uppbygging HSS er ekki bara heilbrigðismál heldur einnig atvinnumál því með henni sköpum við atvinnu fyrir fleiri tugi manna. A-listinn leggur ríka áherslu á þennan mikilvæga málaflokk og skjót viðbrögð á þessum sviðum hafa margvísleg áhrif, ekki síst á þeim tímum sem nú fara í hönd. Sveindís Valdimarsdóttir bœjarfidltrúi. Skipar 3. sœti A-listans í Reykjanesbœ Guðbrandur Einarsson skrifar: Nýir tímar - nýir möguleikar Þegar þetta er skrifað blasir við sú staðreynd að öllum starfsmönnum Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli verður sagt upp störfum hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Við því er verið að bregðast og nú hafa stétt- arfélög sem eiga félags- menn í starfi hjá Varnarlið- inu sameinast ásamt Reykjanesbæ, um að bjóða upp á víðtæka þjónustu til aðstoðar þeim sem nú missa vinnuna. Hún mun felast i því að kölluð hefur verið til sam- starfs ráðningarskrifstofa sem mun aðstoða starfsmenn eins og kostur er. Aðstoðin getur m.a. falist í gerð starfsferils- skrár, undirbúningi starfsvið- tala, ýmis konar námskeiðum, ábendingum um áhugaverð störf, aðstoð og undirbúningi fyrir viðtal eða eftirfylgni í kjöl- far viðtals. Einnig mun verða í boði ýmis önnur þjónusta eftir þörfum hvers og eins. Markmið þessa samstarfs er að aðstoða sem flesta til þess að finna sér aðra vinnu áður þeir láta af störfum hjá Varnarliðinu og til þess að gera þessa stöðu léttbærari. Það mun reyna verulega á sam- félagið okkar á næstunni og það mun koma í ljós úr hverju við erum gerð. Við hljótum að gera þá kröfu á stjórnvöld að viðræður við Bandaríkjamenn gangi hratt fyrir sig til þess að minnka þá óvissu sem upp er komin. Hægt verður að endur- ráða einhvern hóp starfsmanna hjá nýjum vinnuveitanda og eins munu skapast nýjir mögu- leikar tengdir flugvallarstarfs- semi. Mestu málir skiptir að unnið verði hratt og vel og allir axli sína ábyrgð. Þessum kafla í sögu okkar er lokið og nú er það okkar að heíjast handa við að skrifa nýja. Og ég veit að þeir verða ekki síðri en þeir sem búnir eru. Guðbrandnr Einarsson frambjóðandi A-listans í Reykjanesbœ 20 IVÍKURFRÉTTIR 14. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NÉTINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.