Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 12
NÁMSKEIÐ FYRIR HEIMSÓKNAVINI!
Viltu gefa af sjálfum þér?
Rauði kross íslands Grindavíkurdeild heldur
námskeið fyrir heimsóknarvini í húsnæði
deildarinnar; Hafnargötu 13, Grindavik.
Áhugasömum ibúum alls staðar af Suðurnesjum
er velkomið að koma og kynna sér þessa
sjálfboðnu starfsemi Rauða kross íslands.
Námskeiðið verður haldið laugardaginn
22. apríl nk. kl. 10:00 og stendur í 3 klst.
Rauði krossinn er eLsta, virtasta og LjöLmennasta
mannúðarhreyfing veraLdar, með um eitt
hundrað miLLjónir féLagsmanna og sjáLfboðaLiða
í 183 Löndum. Á ísLandi eru 51 deiLd Rauða
krossins með LiðLega 18.000 féLagsmenn.
Þió sem áhuga hafið á að sitja námskeiðið, eða
afLa ykkur frekari uppLýsinga um það, vinsam-
Lega hafið samband við svæðisskrifstofu Rauða
kross ísLands á SuðurLandi og Suðurnesjum i
sima 482 2106 eða 864 6752.
Netfangið er: sudurLand@redcross.is
+ Raubi kross Islands
Grindavíkurdeild
- samkvœmt skoðanakönnun IMG Gallup
HVAR ERT ÞÚ AÐ AUGLÝSA?
Verslunarmannafélag
Suðurnesja
Skrifetofustarf
Verslunarmannafélag Suðurnesja auglýsir
eftir starfsmanni á skrifstofu frá 1. júní 2006.
Ráðningarhlutfall: 60%.
Vinnutími: 11:30 - 16.
Starfssvið: Umsjón með sjúkrasjóði,
orlofssjóði og starfsmenntasjóði, símsvörun,
túlkun kjarasamninga og önnur
tilfallandi skrifstofustörf.
Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af
skrifstofustörfum, getur tekið frumkvæði og unnið
sjálfstætt. Hæfni í mannlegum í samskiptum skilyrði.
Tölvukunnátta nauðsynleg.
Umsóknum sem innihalda upplýsingar um menntun og
reynslu skal skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags
Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, 230 Reykjanesbæ
fyrir 19. apríl 2006.
Allar nánari upplýsingar veitir formaður
í síma 421 2570 eða gsm 898 6996.
Minning:
Ástríður Guðný Sigurðardóttir
f 03.07.20 d. 26.03.06
Jarðsungin miðvikudaginn 5. apríl 2006
Ástríður Guðný Sigurðardóttir fædd i Reykja-
vík 3. júlí 1920. Fluttist til Keflavíkur ung að
aldri og ólst upp hjá Guðnýju og Jóhannesi
fósturömmu og afa
til 10 ára aldurs.
Hún bjó í Keflavík
til æviloka. Hún
lést á hjúkrunar-
deild Hlévangs í
Keflavík 26. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þórdís Torfadóttir
fædd í Stranda-
sýslu 22. maí 1895.
d. 16 janúar 1983.
Faðir Sigurður
Sívertsen Sigurðs-
son, fæddur í Mið-
húsum, Garði 30.
nóvember 1889. d. 1944 Fósturfaðir var Stefán
Jóhannessonur lést 1930. Systkini hennar voru
Torfi Stefánsson. F. 1925. d.2003, GuðnýNanna
Stefánsdóttir. f. 1922, Þórarinn Sigurðsson. f.
1915. d. 1987, ída Sigurðardóttir. f. 1925. d.
1993, Alfreð Sigurðsson. f. 1928. d. 1991, Arnar
Sigurðsson. f. 1932, Svava Sigurðardóttir. f.
1914, Gunnar Huseby f. 1923. d. 1995. Eigin-
maður Ástríðar var Herbert Eyjólfsson f. 17.
mars 1920 d. 25. maí 1995, foreldrar hans voru
Eyjólfur Eðvaldsson fæddur á Ormstöðum Eiða-
þingá, N-Múl. 1. september 1896. d. 10 nóvem-
ber 1944. Móðir hans var Guðrún Jónsdóttir
fædd á Hnausi í Villingaholtshr., Árn. 9. júlí
1890d.7febrúar 1965.
Börn Ástríðar og Herberts voru 1) Sigurður
Herbertsson f. 1. nóvember 1940 kvæntur Fríðu
Bjarnadóttur saman eiga þau Huldu f. 1967,
Ástríði f. 1971, Guðmund f. 1975, Örvar f. 1979,
Aldísi f. 1984 2) Eyjólfur Herbertsson f. 18. júlí
1944 kvæntur Láru Halldórsdóttur saman eiga
þau Herbert f. 1968, Kristrúnu f. 1972. Eyjófur
átti eina stúlku áður Ástríði f .1962. 3) Guð-
mundur Marinó Herbertsson f. 6. september
1946. d. 1970. Hann var kvæntur Margréti
Gunnlaugsdóttur saman áttu þau Herbert f.
1965, Kári f. 1968. 4) Þórdís Herbertsdóttir f.
13. desember 1947 var gift Steinari Guðbjörns-
syni f. 26. janúar 1942 d. 22. maí 1991. saman
áttu þau 1 dóttur Önnu f. 1969. Seinni maður
Þórdísar er Grétar Árnason. Ástríður átti 19
barnabarnabörn.
Aðstandendur Ástríðar þakka starfsfólki H.S.S.
og Hlévangs kærlega fyrir góða aðhlynningu í
veikindum hennar. Útför Ástríðar fór fram frá
Keflavíkurkirkju í gær, 5. apríl.
Elsku mamma mín þá er komið
að kveðjustund hjá okkur, sem
er mjög erfitt fyrir mig. Nú
verður mjög tómlegt að geta
ekki heimsótt þig á hverjum
degi. En ég veit að þér líður
betur núna, þú ert kominn
þangað sem þú talaðir mikið
um, til pabba, Gumma og
ömmu og ég veit að þau hafa
tekið vel á móti þér. Eg þakka
kærlega fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og mína. Þú varst
ákveðin og dásamleg mamma.
Guð geymi þig mamma mín.
Þín dóttir Þórdts
Herbertsdóttir.
Fullu nafni hét hún Ástríður
Guðný. Nú hefur þessi góða
kona kvatt eftir langa ævi. Síð-
ustu þrjú árin voru Ástu erfið.
Sjúkdómurinn lamaði hana
smátt og smátt, en hún barðist
hetjulega og kvartaði aldrei.
Hún var heiðskýr í hugsun fram
á síðasta dag. Hún átti erfitt
með mál og sjónin var lítil, hvað
var þá eftir? Jú, henni fannst
hún svo rík hún sagði það oft,
en hún var umvafin elskulegum
börnum, barnabörnum og
tengdabörnum, sem öll búa í
Keflavík. Þau komu til hennar
daglega. Það var fallegt að sjá
kærleikann á milli þeirra. Ásta
gaf gríðarlega mikið af sér. En
hún fékk það líka allt til baka
frá þessu góða fólki sínu.
Það er svo ótal margt sem hægt
er að segja um hana Ástu. Fyrst
og fremst var hún rnóðir og eig-
inkona. Börnin voru fjögur, en
sorgin barði að dyrum þegar
Guðmundur sonur þeirra lést
af slysförum aðeins 24 ára. Það
eru mörg ár síðan en það er ekk-
ert eins og að missa barnið sitt.
Herbert maður Ástu, lést 1995.
Hann stundaði sjóinn framan
af, varð síðan vörubílstjóri og
síðan vélamaður. Hann var hálf-
gerður „galdramaður“ á minni
og stærri vélar. Ásta notaði
hverja stund sem gafst til að
mennta sjálfa sig. Hún var vel
lesin og fátt óviðkomandi. Hún
hafði „læknishendur" og lærði
svæðanudd. Þeir eru ófáir sem
fengu bata hjá henni. Hún var
listelsk með afbrigðum og hafði
næmt auga fyrir því fallega í nátt-
úrunni og lífinu sjálfu. Handa-
vinna hennar er um margt lista-
verk. Mærð þoldi hún illa, er
þá best að linni.
Að lokum þakka ég órofa tryggð
sem staðið hefur í 60 ár. Ég kveð
hana með þeirri kveðju sem
Ásta notaði alltaf, Guð veri með
þér.
Börnum og öllum aðstand-
endum sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Gnðbjörg Þórhallsdóttir
Elsku amma mín.
Það að kveðja þig er það sárasta
og erfiðasta sem ég hef nokkurn
tímann þurft að gera. Ekkert
gerir mann tilbúinn að sleppa
þeim sem maður elskar mest.
Þú varst svo stór hluti af lífi
mínu, alltaf til staðar hvort sem
var í gleði eða sorg.
Ég á hafsjó af góðum minn-
ingum um þig og það er svo
rnargt að þakka fýrir:
Ég gæti aldrei talið það allt upp
en það sem stendur upp úr er
öll hjálpin og elskulegheitin í
minn garð.
Ég fékk að hafa þig í lífi mínu öll
þessi ár og kenndir þú mér að
taka réttar ákvarðanir og stóðst
alltaf við bakið á mér í öllu sem
ég tók mér fyrir hendur, ég vildi
óska að Þórdís Ásta hefði fengið
að hafa langömmu sína hjá sér
lengur. En ég mun reyna eftir
bestu getu að kenna henni þau
góðu gildi sem þú kenndir mér.
Éngurn hef ég kynnst sem var
með stærra eða fallegra hjarta
en þú amma mín. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt þig að.
Guð geymi þig elsku amma
mín.
Þín Anna
Sólin er hnigin,
sest bak við skýin.
Og ég hugsa til þtn nœturlangt.
Þú varst alltafþar í
blíðu ogstríðu
og hjá þér átti ég skjólið mitt.
Alltafgat ég treyst á þína þýðu.
Og ég þakka þér
alla mtna œvidaga.
Hve oft þú huggaðir og
þerraðir tárin mín.
Hve oft þau hughreystu
mig orðin þín.
Studdir við bakið.
-Stóðst með mér alla leið.
Opnaðir gáttir.
Allt sem þú áttir
léstu mér í té
-og meira til.
Hófþitt og dugur.
Heill var þinn hugur.
Veittir mér svo oft af
þínum viskubrunni.
Kenndir mér og
hvattir œ til dáða
og mín kaun grœddir
þá þurftivið.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Og ég eigna þér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson)
12 IVÍKURFRÉTTIR 14.TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!