Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 06.04.2006, Blaðsíða 19
Aðsent efni: postur@vfis Reynir Valbergsson skrifar: Fasteignagjöld hækka um 61 % Hækkun mest í Reykjanesbæ ASf gaf út merkilega skýrslu á dögunum um álagningu fast- eignagjalda átta stærstu sveit- arfélaganna, en fasteignagjöld eru einn mikilvægasti tekju- stofn þeirra. Þeim er skipt annars vegar í fasteigna- skatt, sem er hefðbundinn tekju stofn til þess að standa undir rekstri sveitarfélaga og önnur fasteignagjöld (holræsagjald, vatnsgjald, sorphirðugjöld, lóðaleiga) sem eru þjónustu- gjöld fyrir tiltekna þjónustu við fasteignaeigendur. Mikil hækkun hefur orðið á fasteignamati íbúðarhúsnæðis sl. ár og er athyglisvert að sjá hvernig sveitarfélögin hafa brugðist misjafnlega við þessum hækkunum, en fasteignamatið hefur hækkað nánast jafnmikið í öllum þessum sveitarfélögum, ef frá eru talin Akureyri og Sel- tjarnarnes. Skattahækkanir fráfar- andi meirihluta þvert á yfirlýsingar um annað Það er ekkert sem segir að sveit- arfélögin þurfi að velta þessari hækkun yfir á sína íbúa líkt og Reykjanesbær hefur kosið að gera. Samkvæmt skýrslunni er hækkun fasteignagjalda mest í Reykjanesbæ, eða 61% á fjölbýli og 64% sérbýli. Minnstu hækk- anir voru hjá Kópavogi 15% á fjölbýli og 21% á sérbýli. Neysluverðsvísitala fyrir sama tímabil hækkaði um 13%. Það má því segja að Kópavogur eitt sveitarfélaga hefur haldið gjöldum nokkurn vegin á verð- lagi á meðan Reykjanesbær hækkar mest allra. Fráfarandi meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins hefur því kosið að hækka skatta og álögur á íbúa Reykja- nesbæjar langt umfram verð- lagsþróun sem er í engum takt við yfirlýsta stefnu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fráfar- andi meirihluti gerir allt annað heldur en þeir segjast ætla að gera sbr. sölu nánast allra fast- eigna sveitarfélagsins, en hvergi gátu íbúar Reykjanesbæjar lesið í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að selja ætti allar fasteignir sveit- arfélagsins á þessu kjörtímabili fyrir síðustu kosningar. Af hverju er reynt að villa um fyrir íbúum ? Á upplýsingavef Reykjanesbæjar mátti svo sjá túlkun fráfarandi meirihluta á niðurstöðum skýrsl- unnar, undir fyrirsögn „Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa lægstar i Reykjanesbæ" og svo voru tvær myndir til að undir- strika málið. Það er ekkert rangt við þessa fyrirsögn því að fast- eignamatið hér í bæ er lægst af þessum átta sveitarfélögum og því ættu fasteignagjöldin okkar alltaf að vera lægst. Það er aftur á móti einkennilegt að stjórn- endur bæjarins kjósa að gera sínar eigin myndir í stað þess að nota þær sem með skýrslunni komu. Þegar grannt er skoðað kemur hið rétta í ljós - þeir slepptu að taka holræsagjaldið með. Skildi það vera vegna þess að það er hæst í Reykjanesbæ, eða 18.960 krónur þegar hin sveitarfélögin innheimta um 10.000 krónur. Af hverju kýs fráfarandi meirihluti að miðla til okkar að viðmiðunaríbúðin kosti annað en skýrslan segir eða 93.016 krónur í stað 76.014 krónur ? Þeir verða að svara því. Sorphirðugjald hefur hækkað um 258% Staðreyndin er að Reykjanesbær hefur kosið að hækka fasteigna- gjöld um rúmlega 61%, sem er tæplega 50% umfram hækkun neysluverðsvísitölu. Sorphirðu- gjöld eru hæst í Reykjanesbæ, hafa hækkað um 258% á kjör- tímabilinu. Á sama tíma hækk- aði Kópavogur sorphirðugjaldið um tæp 20% og Reykjavík um rúm 37%. Þetta er ekkert annað en skatta- hækkun á íbúa Reykjanesbæjar til þess að standa straum að þeim gífurlega rekstrarhalla sem hefur fylgt fráfarandi meirihluta nánast allt þetta kjörtímabil. Þessi skattahækkun kemur hvað verst niður á eldri borgurum Reykjanesbæjar sem hafa litla möguleika til að hækka ráðstöf- unartekjur sínar til að mæta gríðarlegum skattahækkunum Sjálfstæðisflokksins. Það eru gömul vísindi og ný að þegar halda ber veislu þarf að tryggja að hægt sé að greiða hljómsveitinni í veislulok. Þar hefur fráfarandi meirihluti brotið lensuna í öllum hama- ganginum. Reynir Valbergsson bœjarstjóraefni A-listans t Reykjanesbœ REYKJANESBÆR Tjarnargötu 12 • Póstfang 230 • S: 421 6700 • Fax: 421 4667 • reykjanesbaer@reykjanesbaer.is SKÓLAKYNNINGAR GRUNNSKÓLA REYKJANESBÆJAR Vikuna 24.- 28. apríl verða opnir dagar í grunnskólum Reykjanesbæjar. Kynningar á skólastarfinu verða á ákveðnum tímum en skólarnir bjóða alla velkomna í heimsókn á eftirtöldum dögum: Holtaskóli mánudagur 24. apríl Heiðarskóli þriðjudagur 25. apríl Akurskóli miðvikudagur 26. apríl Njarðvíkurskóli fimmtudagur 27. apríl Myllubakkaskóli föstudagur 28. apríl kl.8:15 og kl.12:15 kl.8:15 og kl. 2:15 kl.8:15 og kl. 6:00 kl. 8:15 opið hús kl.14-16 kl. 8:15 og kl. 13:30 Innritun 6 ára barna (fædd 2000), sem hefja eiga nám í grunnskólum Reykjanesbæjar haustið 2006 fer fram hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, í síma 421 6700 eða í grunnskólunum. Á sama tíma verður tekið við umsóknum í Frístundaskóla en sækja þarf um hann árlega. Einnig þarf að tilkynna allar breytingar hjá eldri nemendum. Foreldrar/forráðamenn vinsamlegast athugið að innrita börn ykkar fyrir 15. maí 2006. Fræðslustjóri. Fræðslusvið ... reykjanesbaer.is STÆRSTA fRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VlKURFRÉTTIR i FIMMTUDAGURINN 6. APRIL 20061 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.