Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 2
^himir
frffitir
Garðmenn
til viðræðna
við Norðurál
um staðsetn-
ingu álvers
Bæjarstjóra Garðs, for-
manni bæjarráðs og
byggingafulltrúa í
Garði hefur verið falið að
ganga til viðræðna við Reykja-
nesbæ og Norðurál um mögu-
lega staðsetningu álvers, sam-
starfsvettvang sveitarfélaganna
og hugmyndir um reglur varð-
andi kostnað og tekjuskiptingu
ef fyrirhugað álver mun liggja
innan marka Sveitarfélagsins
Garðs.
Þetta var ákveðið í framhaldi
af því að lagðir voru fram til
kynningar lóðarsamningar milli
Reykjaneshafnar og Norðuráls
ehf. og hins vegar hafnarsamn-
ingar á milli sömu aðila.
Landsbankinn
Skrifar Róbert Marshall
núna bréfið: Kœri
Jón... Gunnarsson
Yfirtaka íslendinga á herstöðinni og skuldbindingum Bandaríkjamanna:
Stjórnvöld fá skýrslur um þá fslendinga
sem hugsanlega sýktust af asbestryki
rettán íslenskir starfsmenn Varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli hafa
hugsanlega orðið fyrir heilsutjóni
vegna asbestmengunar í störfum sínum
fyrir Varnarliðið. Samkvæmt heimildum
Vikurfrétta voru sjúkraskýrslur þessara
starfsmanna meðal þess sem sérstaklega
var tekið fyrir á fundum íslenskra og
bandarískra stjórnvalda skömmu áður en
Varnarliðið hélt af landi brott.
Það var því eitt af síðustu verkum yfirmanna
Varnarliðsins að afhenda íslenska utanríkis-
ráðuneytinu afrit af sjúkraskýrslum mann-
anna, sem eins og áður segir hafa mögulega
sýkst af asbestryki í herstöðinni á Miðnes-
heiði.
Innöndun asbestryks getur valdið alvar-
legum sjúkdómum og er krabbameins-
valdur. Mjög strangar reglur gilda um
meðhöndlun efnisins, en asbestryk veldur
heilsutjóni.
Bandarísk stjórnvöld eru hins vegar ekki
ábyrg fyrir sjúklingunum því samkvæmt
samkomulagi íslenskra og bandarískra
stjórnvalda um brotthvarf Varnarliðsins, þá
taka íslendingar á sig alla ábyrgð á málum
eftir að Varnarliðið er farið af landi brott.
Bætur til þessara aðila eða ættingja þeirra
eru því á ábyrgð íslenskra stjórnvalda.
Eins og áður hefur verið greint frá hér á vef
Víkurfrétta fóru engar sjúkraskrár af landi
brott við brottför hersins, heldur voru þær
geymdar ásamt launabókhaldi hersins í skrif-
stofuhúsnæði á Keflavíkurflugvelli. Þangað
máttu íslensk stjórnvöld nálgast gögnin eftir
brottför hersins.
Mikinn reyk lagði
frá brennandi bíi við
Njarðvíkurhöfn
Eldur var borinn að
bifreið sem stóð við
Njarðvíkurhöfn seint
á sunnudagskvöld. Þegar
Slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja kom á vettvang var
bifreiðin alelda og lagði mik-
inn reyk yfir svæðið. Eldur-
inn var fljótt slökktur.
Ekki er vitað hver kveikti eld-
inn en bifreiðin hafði staðið
þarna í nokkra daga. Þannig
hafði rúða verið brotin í sama
bíl tveimur til þremur dögum
áður. Bíllinn var ekki með
skráningarnúmer en iögreglan
í Keflavík fer með rannsókn
málsins.
Ingi Gunnarsson látinn
Ingi Gunnarsson, einn
af braut ryðj end um
körfuknattleiksíþróttar-
innar á íslandi og flugumsjón-
armaður, lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja mánudag-
inn 2. október 76 ára að aldri
eftir nokkra sjúkralegu.
Ingi var fæddur í Reykjavík 2.
maí 1931 sonurhjónannaGunn-
ars Bjarnasonar og Margrétar
Ágústu Magnúsdóttur. Ingi flutt-
ist 18 ára til Suðurnesja þegar
hann hóf störf sem flugvallar-
starfsmaður á Keflavíkurflug-
velli. Hann fór síðar til náms
í Bretlandi og Bandaríkjunum
og var eftir það flugumsjónar-
maður á Keflavíkurflugvelli.
Ingi var liðsmaður í fyrsta körfu-
boltalið íslenskra starfsmanna
á Keflavíkurflugvelli árið 1950
en það var jafnframt eitt fýrsta
körfuboltalið landsins. Félagið
fékk síðar heitið IKF og varð
fyrst liða Islandsmeistari í körfu-
bolta þar sem Ingi var fyrirliði.
Ingi var einnig fyrirliði í fyrsta
landsleik íslenska landsliðsins
sem leikinn var gegn Dönum
árið 1959. Ingi kom að stofnun
Körfuknattleikssambands Is-
lands og er hann einn af fáum
sem sæmdir hafa verið gull-
merki sérsambandsins. Eftirlif-
andi eiginkona Inga er Guðrún
Ólafí Guðný Ólafsdóttir en þau
eignuðust tvo syni, Ólaf Gunnar
og Ástþór. Jarðarför Inga mun
fara fram í kyrrþey að hans
1 eigin ósk.
Félagsmenn VSFK njóta fríðinda:
PerlanogVSFKundir-
rita samkomulag
Afreksíþróttamaðurinn Jóhann Rúnar
Kristjánsson og Sigríður Kristjánsdóttir,
eigandi Perlunnar ehf. undirrituðu á dög-
unurn samkomulag þess efnis að félagsmenn
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur stund-
uðu sína líkamsrækt hja Perlunni. Jóhann starfar
hjá VSFK og æfir í Perlunni og hefur bætt á sig
einum 10 kílóum af vöðamassa á þessu ári en
hann slasaðist í bruna seint á síðasta ári. Um
leið og hann gat tók hann til við að koma sér á
ný í keppnisform og náði þessum góða árangri í
Perlunni.
Samkomulag Perlunnar og VSFK er að félagsmenn
fá 20% afslátt af árskorti í líkamsrækt gegn stað-
greiðslu og geta líka keypt þriggja mánaða kort og
fengið þannig fjórða mánuðinn fríann. Einnig mun
Perlan bjóða félagsmönnum upp á fitumælingu og
matarráðgjöf þeim að kostnaðrlausu.
Flutningabíll
með tengivagn
fullan af fiski
valt á Brautinni
Aðfaranótt þriðjudags
barst lögreglu tilkynn-
ing um að vörubifreið
með eftirvagn hefði oltið á
Reykjanesbrautinni rétt austan
við Grindavíkurveg. Óhappið
varð um kl. 02:30.
I ljós kom að vörubifreið með
eftirvagn fullan af fiski lá á hlið-
inni og hindraði för um aðra
akrein brautarinnar. Fengin var
kranabifreið til að koma öku-
tækjunum af veginum og urðu
nokkrar lítilsháttar umferðar-
tafir af þeim sökum.
Fiskurinn í eftirvagninum var á
leið til vinnslu á Suðurnesjum og
verður unnið fram eftir morgni
á þriðjudag við að bjarga þeim
verðmætum sem þar liggja.
Tildrög slyssins eru óljós en
framkvæmdir vegna tvöföld-
unar brautarinnar standa yfir á
þessum stað og þurfa ökumenn
m.a. að aka yfir á nýja brú við
gatnamótin. I þeirri beygju
missti ökumaður vörubifreiðar-
innar stjórn á bifreiðinni. Öku-
maður vörubifreiðarinnar slapp
með minni háttar meiðsl.
2 IVÍKURFRÉTTIR 40. TÖLUBLAÐ I 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGAi