Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 6
Birgitta sækist eftir 5.-6. sæti hjá D-iista í Suðurkjördæmi irgitta Jónsdóttir Klasen, náttúru- læknir í Keflavík, hefurákveðið að gefa kost á sér í 5. til 6. sæti á fram- boðs lista Sjálfstæðis- flokksins i Suðurkjör- dæmi fyrir komandi þing- kosningar. Birgitta hefur haft áhuga á að gerast þingmaður síðan hún fluttist hingað til lands fyrir sex árum síðan frá Þýska- landi. Birgitta hefur verið viðloð- andi og starfandi við stjórn- mál í Þýskalandi síðan 1978 og hefur áhuga á því að halda áfram á þeirri braut hér á ís- landi. n Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: BÆTT SKIPULAGISLYSA- OG BRÁÐAMÓTTÖKU HSS Frá og með 9. október n.k. verður tekið upp bætt fyrirkomulag í mót- töku bráðveikra og slasaðra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) frá kl. 08 - 16. Læknum í móttöku verður fjölgað þannig að alltaf verða til staðar auk heilsugæslulæknis, skurð- læknir og lyflæknir. Hjúkrun- arfræðingur mun taka á móti öllum sem þurfa á bráðri mót- töku að halda og meta hvaða þjónustu viðkomandi þarf. Þar að auki mun barnalæknir vinna í tengslum við bráðamót- tökuna. Boðið verður upp á hraðmót- töku heilsu gæslu lækn is í líundur Útvegsmannafélag Suðurnesja heldur aðalfund sinn mánudaginn 9. október n.k. kl. 16:00 í Golfskálanum Leiru. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Friðrik J. Arngrímsson mætir á fundinn. Félagsmenn fjölmennum! ÚTVEOSMANNAFELAG SUÐUR NESJA VlKURBRAUT 13 • 230 KEFlAVlK -SIMI 421 4780 FARSlMI 985 4271 « KENNITALA 480374-0379 Biblíuskóli í Keflavík í október Hefst laugardaginn 7.október kl.10.00- 15.00. Þriðjudaginn 10.okt kl. 20-22 MiðvikudagH. okt. kl. 20-22. Kennari verður Burl Bagwell frá U.S.A sem kenndi mörg ár við Liberty Bible College í Pensacola Florida, en hefur síðust árin ferðast víðs vegar um heiminn að kenna. Kennsluefni verður Rómverjabréfið. Stefnt er að því að senda námskeiðið út á vefnum, gegnum heimasíðuna okkar. Námskeiðið er ókeypis, en vinsamlegast skráið ykkur í síma 6977993 eða á hvitkef@simnet.is lyfta.is) lyftu & kerruleiga 421 4037 • www.lyfta.is • lyfta@lyfta.is • Njaröarbraut 3a • 260 Roykjanosbæ ákveðnum tilfellum þar sem skjótrar úrlausnar er þarfnast. Eftir sem áður er gert ráð fyrir að einstaklingur hafi íyrst sam- band við móttökuritara í af- greiðslu sem tekur við greiðslu skv. gjaldskrá Tryggingastofn- unar ríkisins. Best og ódýrast er að panta sér tíma hjá heilsugæslulæknum. Búist er við að biðtími muni styttast verulega á næstu vikum með bættri mönnun. Vaktmóttaka er til staðar milli kl. 16 - 20 alla virka daga og milli kl. 10 - 13 og milli kl. 17 - 19 um helgar og hátíðisdaga. Neyðarmóttaka er opin alla daga, allan sólarhringinn á HSS. Sýslumaðurinn í Keflavík: Tólf sækjast eftir sýslu mannsembættinu Tólf umsóknir bárust um Sýslumannsembættið í Keflavík en Jón Ey- steinsson lætur af embættinu núna um mánaðamótin. Þeir sem sóttu um eru: Árni H. Björnsson, deildarstjóri og lög- lærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík, Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslu- manninum í Keflavík, Benedikt Ólafsson, hæstaréttar- lögmaður, Bogi Hjálmtýsson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslu- manns hjá sýslumanninum J UlJiIUwui í Hafnarfirði, Guðgeir Eyjólfs- son, sýslumaður á Siglufirði, Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, Halldór Frímannsson, héraðsdóms- lögmaður, Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Ragna Gestsdóttir, lögfræð- ingur hjá Ibúðalána- sjóði, Þórólfur Hall- dórsson, sýslumaður á Patreksfirði, Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslu- manninum í Reykjavík, Ulfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumanns hjá sýslu- manninum í Reykjavík. ^Sjbmtar tn'TUr Jarðýtur, kranabílar og vegheflar grafnir í jörð á Keflavík- urflugvelli Ef grafið verður í jörð á Keflavíkur- flugvelli á því svæði sem verktakar böfðu til umráða nærri gömlu sorp- eyðingarstöðinniviðHafna- veg kæmi í ljós gríðarleg mengun. Heimildarmaður Víkurfrétta fullyrðir að þar séu grafin í jörð tæki í hundruðavís. Vinnuvélar eins og jarðýtur, kranabílar og vegheflar hafi verið urðaðar á svæðinu. Olía var ekki tekin af tækj- unum, né heldur voru raf- geymar íjarlægðir. Þá segir heimildarmaður Víkurfrétta að hundruð ann- arra tækja og bíla hafi farið sömu leið á svæðinu, hafi verið urðuð með olíu og raf- geymum. FRÉTTASÍMINN SOLARHRINGSVAKT 8982222 NÝR VEITINGASTAÐUR í VOGUM Nýr veitingastaður hefur verið opnaður i Vogum og ber hann heitið Víkingurinn. Staðurinn er í rúmgóðu 320 fermetra húsnæði að Iðndal 10 og eig- endur þess eru Katrín Jóns- dóttir og Þór Karlsson. f hús- næðinu var áður fiskvinnsla og hefur salurinn heldur betur fengið andlitslyftingu til að gegna þessu nýja hlut- verki. Að sögn Katrínar hefur staðurinn fengið góðar við- tökur og margir nýta sér þjón- ustu hans í hádeginu. Boðið upp á allan venjulegan mat í hádeginu en Víkingur- inn er opinn frá kl. 11-2 og 17-22 virka daga. Auk þess er að finna á matseðlinum hefð- bundna rétti að ógleymdum pizzum og hamborgurum. Um helgar er stílað inn á pöbbastemmningu en opið er til kl. 03 á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Þá er hægt fá sal- inn leigðan undir hvers kyns mannfagnaði. VÍKURFRÉTTIR Á NETiMU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 6 VIKURFRÉTTIR 40. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.