Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 18
www.toyota.is Lokað 5. til 8. október Lokað verður dagana 5. október til 8. október vegna árshátíðar starfsfólks. Vonum að þetta valdi viðskiptavinum okkar ekki óþægindum, þökkum skilninginn. TODAY TOMORROW TOYOTA Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir úboðum í verkið „Dælustöð Dalshverfi - Húsbygging". Yfirlit yfir verkið: Dælustöðin er einnar hæðar steinsteypt bygging, 149m2 og 673m3, niðurgrafin að hluta. í húsinu verður brúkrani og skal verktaki útvega og reisa kranabita, kranaspor og krana. Verkið nær til uppsteypu hússins, lagningu frárennslis-, hita- og neysluvatnslagna ásamt snjóbræðslulagna, uppsetningu loftræstikerfis, lagningu húsrafmagns, frágangs húss að utan sem innan og yfirborðsfrágang lóðar. Dælustöðin er við Unnardal 6, Innri - Njarðvík. Verkinu skal skila fullkláruðu 30. júní 2007. Útboðsgögn verða seld hjá þjónustufulltrúum í húsi Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ frá og með mánudeginum 9. október n.k. kl. 13:00. Verð útboðsgagna er kr. 5.000,- Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. október 2006 kl. 14:00. HITAVEITA SUÐURNESJA HF Nýir leikmenn og nýr samningur Fyrir bikarúrslitaleik Keflavíkur og KR sl. laug- ardag undirrituðu tveir ungir leikmenn samning við Keflavík og þá endurnýjaði fé- lagið samstarfssamning sinn við Puma. Þeir Högni Helgason og Óttar Steinn Magnússon gerðu þriggja ára leikmannasamning við Kefla- vík en báðir koma þeir frá Hetti á Egilsstöðum. Samstarfssamn- ingur Purna og Keflavíkur var svo framlengdur um þrjú ár en Keflvíkingar og yngri flokkar fé- lagsins klæðast fatnaði merktum Puma og leika í Puma bún- ingum. „Puma er einn af okkar stærstu samstarfsaðilum og við erurn hæstánægðir með að hafa framlengt okkar samning við þá,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Frá Reyni í Reykjavík Gunnar Oddsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar- liðs Þróttar í Reykjavík. Gunnar sagði upp störfum sem þjálfari Reynismanna en hann fór með liðið upp úr 3. deild í þá fyrstu. Gunnar gerði þriggja ára samning við Þrótt. Gunnar mun taka við af Atla Eðvaldssyni sem þjálfari Þróttar en Atli hefur verið með Þrótt í um eitt og hálft ár. Gunnar er margreyndur leikmaður og þjálfari en hann er einn af leikja- hæstu leikmönnum íslandsmótsins frá upphafi. Þjálfarinn margreyndi mun því mæta lærisveinum sínurn úr Sandgerði á næstu leiktíð sem þjálfari Þróttar í Suðurnesjadeildinni eða 1. deildinni eins og hún er líka kölluð. í deildinni verða þrjú Suð- urnesjalið, Njarðvík, Reynir og Grindavík. VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU •www.vf.is* LESTU NÝJASTA SP0RTIÐ DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.