Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 17
nýjustu fréttir
BT.T.R DAGRAVF.IS
I
I
BIKARINN
BIKAP
Keflavík bikarmeistarar 2006
BIKARINN
VISA
Serbarnir Rajko og Branco:
Rajko Stanisic og Branislav
Milicevic urðu bikarmeist-
arar með Kellavík um síð-
ustu helgi en báðir koma þeir frá
Serbíu. Branislav var inn og út úr
byrjunarliði Keflavíkur í sumar
en Rajko var markmannsþjálfari.
Strákarnir héldu til Serbíu á þriðju-
dag en þeir eru væntanlegir aftur
til VISA bikarmeistara Keflavíkur í
febrúar 2007.
Rajko á konu og tvo unga drengi sem
búa í Serbíu og kvaðst hann spenntur
að hitta þau á ný. Þetta var í annað
sinn sem Rajko verður bikarmeist-
ari með Keflavík en hann var einnig
í þjálfarateymi liðsins árið 2004.
„Það var óneitanlega skemmtilegra
að vinna KR heldur en KA en báðir
bikararnir eru mjög eftirminnilegir.
Þetta var bara liðsvinna sem skilaði
þessum góða árangri," sagði Rajko.
Markverðirnir Ómar Jóhannsson og
Magnús Þormar hafa staðið í ströngu
með Rajko í sumar og hafa sjaldan
eða aldrei verið í betra formi. „Það
vantar alltaf góða markmenn og ég
tel að Keflavík eigi eina frambæri-
legustu markverði landsins," sagði
Rajko að lokum og sagði nú tíma-
bært hjá Keflavík að taka stefnuna á
Islandsmeistaratitil. Branislav, jafnan
kallaður Branco, kom inná gegn KR
á Laugardalsvelli sem varamaður og
vakti nokkra athygli fyrir hraða sinn
og ákveðni en hann hefur verið á
flakkinu inn og út úr byrjunarliði
Keflavíkur í sumar. Branco á eitt ár
eftir af samningi sínum við Keflavík
og bíður spenntur eftir því að febrúar-
mánuður 2007 renni upp. „Síðasta ár
með Keflavík var mjög gott en þetta
ár var mun betra. Ég ætla að slappa
aðeins af heima í Serbíu en svo fer
ég á fullt við að undirbúa mig fyrir
næstu leiktíð með Keflavík," sagði
Branco sem mun að öllum líkinum
æfa eitthvað með stórliði Partizan
í Belgrad. Branco var hjá Partizan í
ein 6 ár og lék í 2. deild í Serbíu í um
hálft ár áður en hann kom til Kefla-
víkur. Spurður hvernig honum hefði
fundist að leik á Laugardalsvelli svar-
aði hann: „Stemmningin var ótrúleg,
allt bikarferlið var ævintýri með strák-
unum í liðinu og stjórninni,“ sagði
Branco að lokum.
Til hamingju með VISA-bikarinn
SpKef
Sparisjóðurinn í Keflavík
Aðalstyrktaraðili Keflavíkurliðsins
Bíða spenntir eftir
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKU8FRÉTTA ERU ! BOÐI LANDSBANKANS
VIKIIRIRI 11IK I (l’RÓTTASÍ0UR I 17