Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 22
SLÆGINGARÞJONUSTA SUÐURNSESJA
Óskum eftir manni á lyftara fyrir fiskvinnslufyrirtæki
í Sandgerði. Mikil vinna fýrir rétta manninn.
Lyftararéttindi eru skilyrði.
Upplýsingar í síma 893 8247 og 893 7942
REYKJANESBÆR
UTBOÐ
HRINGTORG
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið „Hringtorg á
mótum Flugvallarvegar og Hafnargötu/Njarðarbrautar". Verkið
felst í gerð hringtorgs og aðliggjandi tengistúta, ásamt
tilfærslu á Flugvallarvegi frá hringtorgi að Samkaupsaf-
leggjara.
Helstu magntölur eru:
Rif á malbiki og stéttum: 2700m2
Gröftur: 3500m3
Fyllingar: 3000m3
Malbik : 3750m2
Útboðsgögn fást hjá umhverfis- og skipulagssviði
Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ.
Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 16. mars 2006
kl. 11:00.
Framkvæmdastjóri.
Umhverfis- og skipulagssvið
reykjanesbaer. is
REYKJANESBÆR
LOKAÐ
Bókasafn Reykjanesbæjar
verður lokað dagana 6. og 7. október n.k.
vegna símenntunar starfsmanna.
Forstöðumaður
vvh'vv. reykjanesbaer. is
Vl'KURFRÉTTIR I 40. TÓLUBLAÐ I 27. ARGANGUR
Nú þarf að blása til sóknar
Við þau tímamót að her-
inn er farinn af landi
brott og eftir standa
mannvirkin
á vellinum
þarf að blása
til sóloiar í at-
vinnumálum
Suðurnesja.
Stjórn völd
sváfu á verð-
inum og létu
lengi sem
ekkert væri. Nú stöndum við
frammi fyrir því verkefni að
taka höggið af atvinnulífinu á
svæðinu og snúa vörn í sókn.
Það var athyglisvert að hlusta á
umræður og pælingar um mögu-
leika svæðisins við brotthvarf
hersins á aðalfundi Samtaka
sveitarfélaga á Suðurnesjum
sem haldinn var í Vogunum
fyrr í haust. Tækifærin eru til
staðar. Það er engin spurning.
Okkar er að nýta þau og vinna
upp værukærð íslenskra stjórn-
valda í málinu.
Kortleggja þarf hratt og örugg-
lega hvaða raunverulegu mögu-
leikar eru til staðar við uppbygg-
ingu fyrirtækja og stofnana á
varnarsvæðinu. Rætt er um
ýmsa skólastarfsemi, íslenska og
erlenda, öryggismiðstöð og að-
setur Landhelgisgæslunnar og
margt fleira. Ekld síst um flug-
sækna starfsemi af ýmsu tagi
og þjónustu tengda henni. Þar
er líklega að finna raunhæfustu
möguleikana á nýjum sóknar-
færum.
Það þarf að vinna af öryggi og
festu í málinu þannig að við
blasi uppbygging nýrra tækifæra
á Suðurnesjum innan skamms.
Staðbundið háskólanám
Tvöföldun Reykjanesbrautar
hefur ómæld jákvæð áhrif á
mannlífið á svæðinu fyrir utan
straumhvörf í umferðaröryggis-
málum. Þessi mikla samgöngu-
bót ýtir undir það að starfsemi
á borð við Landhelgisgæsluna
verði flutt á svæðið. Nálægðin
við höfuðborgarsvæðið er með
þeim hætti að tvöfaldur vegur
alla leið opnar enn nýja mögu-
leika.
Eitt af stærstu hagsmunamálum
Suðurkjördæmis er uppbygg-
ing á staðbundu háskólanámi á
svæðinu. Vísir af því er að flnna
í símenntunar- og fræðslunetum
þar sem á fjórða hundrað manns
á ári sækja sér háskólamenntun
um íjarnám í kjördæminu. Þá
er Íþróttaakademían gott dæmi
um vel heppnaða uppbyggingu
á slíku staðbundu námi.
Stjórnvöld hafa ekki viljað ljá
máls á því að byggja upp stað-
bundið háskólanám á svæðinu
en ég er sannfærður um að í
því felast mikil sóknarfæri og
það er fráleitt að nota nálægð-
ina við Reykjavík til að slá af
slíkar hugmyndir. Þvert á móti
þá styður það að mínu mati
hvort annað. Hvort mannvirkin
á varnarsvæðinu nýtist við þá
uppbyggingu er ekki ljóst og
skoðast auðvitað með öðrum
kostum mögulegum.
Viðskilnaðurinn við fólkið
Viðskilnaður Varnarliðsins við
land og þjóð er efni í mikiar
umræður. Bæði hvað varðar
mengun og umhverfismál en
þar er augljóst að mikið verk er
óunnið við að hreinsa upp eftir
herinn. Vísbendingarnar eru
margar og sterkar í þá veru.
Hitt er að viðskilnaður við eldri
starfsmenn hersins er ámæl-
isverður. Þar skiptir öllu að
tryggja fólkinu sem hefúr unnið
áratugum saman hjá hernum
starfslok með reisn. Mannsæm-
andi starfslok sem gera því kleift
að ganga frá starfi sínu og starfs-
lokum þannig að sómi sé að og
bragur.
Íslensk stjórnvöld brugðust
þessu fólki í nokkuð snautlegum
viðræðum við Bandaríkjamenn
um viðskilnaðinn. Engar til-
raunir voru gerðar í þá veru.
Starfsmönnum sem komnir eru
á efri ár og með langan starfs-
aldur áttu að sjálfsögðu að bjóð-
ast eftirlaun. Þetta mál þarf að
taka upp við stjórnvöld og leita
allra leiða til að koma til móts
við eldri starfsmenn.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingar-
innar í Suðurkjördœmi.
Jafnvægi um menn og málefni
Nú þegar líður að próf-
kjörum rná búast
við skrifum frá póli-
tíkusum sem
flykkja sér á
bak við menn
og málefni.
Við í Samfylk-
ingunniáSuð-
urlandi sjáum
nú á eft ir
mætri konu úr
oddvitasæti.
Margrét Frímannsdóttir hefur
staðið í framlínunni og hættir
nú með stæl. Það var nokkuð
undarleg stemmning á fund-
inum í Þorlákshöfn þegar hún
tilkynnti þetta. Hennar verður
sárt saknað, ekki bara fyrir það
að vera stjórnmálaskörungur
heldur ekki síst fyrir það hvaða
manneskju hún hefur að geyma.
Það er persónuleiki og baráttu-
gleði Margrétar sem smitar út
frá sér og því heldur hún áfram,
í hvaða starfi sem hún kann að
gegna í framtíðinni.
Nú liggur fyrir okkur að velja
nýjan oddvita fyrir Suðurkjör-
dæmið og ekki verður sagt að ég
sé hlutlaus þar sem ég er bæjar-
fulltrúi í Reykjanesbæ og bý þar
af leiðandi á suðvestur horninu.
Við höfum úr mörgum mætum
körlurn og konum að velja
sem ég treysti fyllilega fyrir því
starfl en sá sem tilkynnti fyrstur
manna að hann væri tilbúinn til
að taka þeirri áskorun var Jón
Gunnarsson sem reyndar hefur
verið búsettur á því svæði sem
ég þekki best til.
Jón er gamall skólabróðir úr
landsprófinu í gamla Gaggó eins
og við kölluðum það þá og við
þekkjum sem Holtaskóla í Kefla-
vík. Jón er vissulega karlmaður
og ég vil hlut kvenna sem
mestan í pólitík sem öðru en þó
hann sér af því kyni treysti ég
honum eins og vel og Margréti
til að setja sig inn í málefnin af
þeirri innsæi sem ekki öllum er
gefin. Jón hefur nefnilega þetta
mannlega sem þarf til að vera 1.
þingmaður.
Ég veit að það eru fleiri sem vilja
vera þar og ætla ég ekki að gera
lítið úr þeim en ég get eingöngu
talað um það sem ég þeldd best.
S.l. 8 ár hef ég unnið með Jóni
í sveitarstjórnarmálum og hef
þar af leiðandi fengið að kynn-
ast þeirri hlið hans líka og tel
að hann sér einstaldega hæfur
til að halda utan um málefna-
vinnu. Auk þess hef ég tekið
þátt í málefnavinnu Samfylking-
arinna á landsvísu og þar hefur
hann fylgt málum vel úr hlaði
og elcki síst fyrir okkur hér á
Suðurnesjum. Það er þó eitt
sem ég met meira en margt
annað í fari Jóns en það er að
hann fer ekki í manngreiningar-
álit um menn og málefni og þó
að það sé kostur fýrir okkur Suð-
urnejsamenn hversu vel hann
þekkir svæðið ekki bara Reykja-
nesbæ heldur Suðurnsesin öll,
þá myndi hann ekki selja landið
sitt fyrir það svæði og það
eru mannkostir sem ég kann
að meta. Það hefur jú verið á
stefnuskrá okkar í Samfylldng-
unni að landið verði eitt kjör-
dæmi, þannig að við eigum ekld
að þurfa að vera í hreppapólitík.
Hvað sem öðru líður og hversu
sammála sem þið eruð mér þá
vil ég hvetja alla sem aðhyllast
jafnaðarstefnu með áherslu
á frelsi til athafna að taka þátt
í prófkjöri Samfylkingarinnar
þann 4. nóvember n.k. og mun
það verða auglýst nánar á næst-
unni.
Með kveðju,
Sveindís Valdimarsdóttir,
kennari og bœjarfull-
triíi í Reykjanesbce.
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!