Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 24
• •
LOGREGLAN KOM SULU TIL BJARGAR A FITJUM
Vegna nýlegra
athugasemda um
þjónustu heilsu-
gæslu HSS
Ikjölfar athugasemda um
þjónustu á heilsugæslu
Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja (HSS) vill undirritaður
gera grein fyrir nokkrum at-
riðum málsins.
Að undanförnu hefur biðtími
eftir almennri móttöku á heilsu-
gæslunni verið talsvert lengri
en æskilegt er. Ástæður þess eru
nokkrar en í hnotskurn hefur
staðan verið þannig að vegna
sumarleyfa, fæðingarorlofa,
námsleyfa og vaktafría hefur
læknamönnun heilsugæslunnar
verið með minnsta móti.
Nú er sumarleyfistíminn að baki
og betur horfir til með mönnun
nú í haust og vetur en verið
hefur frá því heilsugæslulæknar
hurfu frá HSS síðla árs 2002.
Það hefur tekið vel á fjórða ár að
koma þjónustunni affur á réttan
kjöl en nú er staðan sú að bið-
tími eftir röðuðum tímum hjá
heilsugæslulæknum mun stytt-
ast verulega á næstu vikum.
Álag á vaktmóttöku hefur verið
mikið meðal annars vegna þess
að biðtimi eftir röðuðum tímum
er of langur. Vegna þessa langa
biðtíma hefur álagið á vaktmót-
tökuna einnig verið meira fyrir
vikið. Á vaktmóttökunni starfa
á hverjum tíma tveir læknar sem
sitja ekki auðum höndum. Tveir
tímar eru vissulega langur tími
þegar beðið er, en þykir almennt
ekki langur tími eftir vaktþjón-
ustu utan hefðbundins vinnu-
tíma. Álagið ætti hins vegar
að breytast með betri mönnun
og nýju skipulagi bráðaþjónust-
unnar sem verður tekið upp
þann 9. október næstkomandi.
Stöðugt er unnið að því að
gera þjónustu HSS betri og skil-
virkari. Athugasemdir frá not-
endum þjónustunnar eru mik-
ilvægur þáttur í því ferli og eru
þær ávallt skoðaðar vandlega.
Við hvetjum hins vegar til þess
að þær berist beint til okkar en
ekki í gegnum fjölmiðla.
Sigurjón Kristinsson
yfirlœknir
heilsugceslu HSS
Verk lögreglunnar eru
margvísleg eins og
svo oft hefur komið
í ljós. Síðast í gær voru lag-
anna verðir kallaðir á Fitjar
í Njarðvík þar sem súla tafði
fyrir umferð. Súlan, sem er
tignarlegur sjófugl og heldur
sig í stórum hópum við Eldey
undan Reykjanesi, virðist
hafa tapað áttum þar sem hún
hélt sig annað hvort í vegar-
kantinum eða hreinlega úti á
miðjum vegi á Njarðarbraut-
inni á Fitjum.
Fljótlega hafði safnast á stað-
inn talsverður íjöldi fólks til að
fylgjast með fuglinum. Góð ráð
voru dýr, því fuglinn var ekki
talinn vængbrotinn. Hann var
frekar ringlaður og lítið gefinn
fyrir þá athygli sem hann var að
fá. Lögreglan tók til þess ráðs
að kasta teppi yfir fuglinn, enda
hafði hann þegar goggað í veg-
farendur og vildi ekki láta nálg-
ast sig. Eftir tvær tilraunir með
teppið tókst að koma því yfir
súluna þannig að hægt væri að
ná á henni taki. Tveir lögreglu-
þjónar fóru síðan með fuglinn
og slepptu honum á tjörnina
á Fitjum. Þar virtist súlan una
hag sínum ágætlega. Hún hefur
a.m.k. ekki orðið til frekari vand-
ræða í umferðinni, svo vitað sé.
rcykjanesbaer. is
Skipulagsþing
Skipulagsþing veröur haldið á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanes-
bæjar dagana 12. - 13. október n.k. í Bíósal Duushúsa.
Markmið þingsins er að yfirfara árangur síðustu ára, taka út stöðuna í dag og líta til
framtíðar.
Dagskrá:
Fimmtudagur 12. október
Föstudagur 13. október
13:00 Setning - Steinþór Jónsson
formaður Umhverfis- og
skipulagsráðs
13:10 Yfirlit frá norðri til suðurs - Viðar
Már framkvæmdastjóri USK
13:45 Atvinnusvæði á vestanverðu
Reykjanesi - RV ráðgjöf
14:00 Rammaskipulag Reykjanesbæjar
Kanon arkitektar
14:40 Hönnun húsa og veðurfar
Batteríið Arkitektar
15:20 Kaffi
15:40 Umferðarskipulag - Línuhönnun
15:55 Hljóðvist - Línuhönnun
16:10 Skipulag Tjarna- og Dalshverfis
Kanon Arkitektar
16:50 Fyrirspurnir og umræður
8:30 Morgunkaffi
9:00 Skipulagsmál: Stapahverfi, Fitjar,
Skólalóð íþróttaakademíu, svæði vestan
Reykjaneshallar og Ásahverfi - Arkitektur.is
9:40 Samantekt frá íbúaþingi - Alta
10:10 Kaffi
10:30 Nesvellir
Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar
11:00 Kynning á MotoPark
11:30 Kaffi
11:40 Vinnuhópar
12:10 Skil og niðurstöður
Árni Sigfússon bæjarstjóri fer yfir stöðu
mála
Umhverfis - og skipulagssvið
Reykjanesbæjar.
Aðsent:
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
24 IVÍKURFRÉTTIR ; 40. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANCUR