Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 28
55 Er heilbrigðisþjónusta þjónusta í raun? Framtíð ungmenna er björt sé vel á málum þeirra haldið g hef ekki lagt það í vana minn að skrifa greinar í blöð þó mér blöskri eitt- hvað, en núna gat ég ekki orða bundist.. þannig er að ég flutti aftur til Reykjanesbæjar síðast liðið vor eftir að hafa verið í burtu í námi. Með mér fluttist maður- inn minn og dóttir okkar. Við höfðum ákveðið að gott væri að ala lítið barn upp í Reykjanesbæ og ég vissi að hér væri gott að búa. Rétt eftir að við flytjum fáum við bréf frá Árna Sigfússyni bæjarstjóra þar sem hann er að bjóða okkur velkomin í bæinn. í bréfi sínu lætur Árni okkur vita hversu gott er að búa hér og segir meðal annars að “sam- félagið hér sé greinilega orðið nógu stórt til að veita alla helstu þjónustu sem við sækjumst eftir“. Já flott bréf og ég þakka fyrir það. þó stendur eitt eftir sem ég áttaði mig ekki á. Að heilbrigð- isþjónusta teldist ekki til helstu þjónustu sem veitt er í bæjarfé- laginu. Eða er ég að misskilja eitthvað?? Þannig er að litla stelpan okkar varð mjög lasin eina nótt og fannst okkur hjónunum þörf á að hún kæmist undir læknis hendur. Klukkan átta morgun- inn eftir sem er þriðjudagur hringi ég í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að panta tíma hjá lækni. Það var ekki hægt að fá tíma fyrr en í næstu viku, það var sem sagt viku bið á að barnið kæmist til læknis. En hún er veik núna sagði ég við konuna sem svaraði. En því miður þá var þetta svona og okkur var bent á að mæta klukkan 16 á læknavaktina. Við mættum þangað klukkan 15. 30 og voru þá fjórir á undan okkur. Klukkan 16 var bið- stofan orðin full og voru það börn og eldri borgarar sem sátu í öllum sætum og sumir þurftu að standa. Sennilega engin sem hefði getað beðið í viku eftir að komast til læknis. Það er annað dæmi sem teng- ist okkur. Þar var ekki hægt að fá tíma fyrr en eftir rúma viku, viðkomandi brá á það ráð að fara með barnið sitt til læknis í Borgarnesi þar sem tími fékkst samdægurs. Barnið var með mikla eyrnabólgu í báðum eyrum og fékk pensilinn kúr, sem það kláraði daginn áður en læknatími hefði fengist hér í Reykjanesbæ. Þessi dæmi hér að ofan eru eft- irvill lítil og sem betur fer ekki alvarleg, en alveg nóg til þess að ég gat ekki orða bundist og spyr er þetta þjónusta sem íbúar á Suðurnesjum sætta sig við? Kannski að fólk ætti að eiga tíma í hverri viku hjá lækni til öryggis ef það skyldi veikjast. Ég vill taka það fram að þetta er ekki gagnrýni á starfsfólkið hjá Heilbrigðisstofnuninni það er mjög kurteist og er að vinna sína vinnu vel. Ég trúi því að það hljóti að vera fleiri svona dæmi og fólk lætur örugglega í sér heyra hversu slæm þjón- ustan og það bitnar aðeins á því fína starfsfólki sem fyrir er. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Ihinum hraða heimi efn- ishyggju og allsnægta viljum við foreldrar og forráðamenn barna og ung- linga stundum gleyma mik- ilvægum gildum þ.e.a.s. sam- verustundum við börn og unglinga. Hættan hefur aldrei verið meiri heldur en nú og er áreitið oft mjög mikið. Við sem foreldrar og forráða- menn höfum þarna líka mikið að segja. Og það er enginn vafi í mínum huga að ég eins margir aðrir hef gert margt rangt, en vonandi líka margt gott því við eigum að vera iyrirmyndir barna og unglinga. Allt þetta neyslusamfélag sem við búum í er ekki bara jákvætt, það hefur líka sínar slæmu hliðar. Þess vegna er mikilvægt að gefa sér tíma og hlúa að því sem er mikilvægast af þessu öllu sem er börn og unglingar. Forvarnardagurinn er nýafstað- inn og var mjög vel staðið að þeim degi. Margt hefúr áunnist t.d. er foreldrastarf orðið virkara inni í skólanum og eins hafa íþróttafélög komið sterk inn á síðustu árum þar sem foreldra- félög hafa verið virk inn í starf- inu. Þá hefur foreldrarölt skilað góðum árangri, sem skilar sér í því að farið er eftir útivistartími barna og unglinga þó vissulega þurfl að gera betur. Með þessum pistli mínum vildi ég leggja mitt að mörkum í því góða starfi sem þegar á sér stað og vonandi vex okkur ásmegin þegar litið er til framtíðar. Það er að hluta til í okkar höndum. Við skulum ekki gleyma því að þetta glæsilega unga fólk okkar er það sem erfa munu landið og ef vel verður haldið á málurn eins og víða hefur verið gert er þeirra framtíð björt. Undirritaður er foreldri og varaformaður í stjórn UMFÞ í Vogum. Viröingarfyllst Kári Ásgrímsson FRÉTTASÍMINN SOLARHRINGSVAKT 8982222 WMM 4 200 800 Svölutjöm 71, Innri-Njarðvík Fokhelt 152m2 einbýli, búið að einangra útveggi og rafinagns- og vatnsinntak greitt en ótengt. Kjarrmói 4, Njarðvík 5 herbergja parhús á tveimur hæðum í botnlanga samtals 184m2 Kópubraut 17, Innri-Njarðvík Fullbúið að innan 152m2,4ra herbergja einbýli, hellulagt að framan og grófjöfnuð lóð. Þórustígur 30, Njarðvík 92m2,3ja herbergja íbúð, búið að endumýja gólf, innréttingar, lagnir og klæðningu að utan. Klappastígur 6, Keflavík 61m2,3ja herb, einbýh ásamt ca. 14m2 óskráðu rýrni í kjaUara. Grímsholt 6-8, Garði 168m2 rúmlega fokhelt, klætt með marmarasalla, fallegt parhús. Hafnargata 65, Keflavík 107m2,3ja herb. með bílskúr, nýlegir gluggar, og verið að setja nýtt á baði. Heiðarholt 5, Keflavík 149m2,5 herbergja parhús í lokuðum botnlanga, glæsilegt eldhús. Heiðarendi 6, Keflavík Nýleg 104m2,3ja herbeigja íbúð á 1. hæð. Eikarinnréttingar, til teikningar af verönd. Pósthússtræti 1, Keflavík Glæsileg 102m2 íbúð á 1. hæð ásamt bílgeymslu. Mahogany innréttingar og hnotuparket. VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA! 21 ViKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBIAÐ 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.