Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 4
Bílstjórar athugið! Matarlyst Atlanta óskar eftir að ráða bílstjóra í fullt starf. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu eða í síma 421 4797. ,sö^s1A * MATARLYST ATLANTA IÐAVELLIR 1 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4797 F Y R I R Nafnspjald Endurskinsmerki KULDASTÍGVÉL Stærðir 21-38 SLENSKT VEÐURFAR ,00%Vð. Fylltur hæll Laust 3-laga innlegg Álfilma kuldavörn Stamur sóli Einnig til í svörtu ÚTSÖLUAÐILI: SKÓBÚÐIN - HAFNARGÖTU 35 - REYKJANESBÆ - S.421 8585 Dreifingaraðili: www.leikco.is Bl Gamla herstöðin á Keflavíkurflugvelli: Framtíðarsýn samræmist sýn heimamanna Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfé- laganna á Suðurnesjum ályktaði fyrir helgi um Keflavíkurflugvöll. „Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur til þess að stofnun félags um stjórnun verkefna á fyrrum varnarsvæði verði hraðað, eins og ítrekað er í ályktun stjórnar Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Jafnframt er nauðsynlegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum eigi sína fulltrúa í stjórn félagsins. Umrætt félag mun hafa umsjón með eignum og búnaði sem ekki verður úthlutað til Flugmála- stjórnar, Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæslunnar. Atvinnuráð hvetur til þess að umrætt félag geri samninga við fyrirtæki á Suðurnesjum sem sjái um að ganga frá lausum endum, t.d. varðandi unt- hverfismál, viðhald og niðurrif. Ennfremur á slíkt félag að sjá um stefnumótun til framtíðar í sam- stafi við sveitarfélögin á svæðinu, kynna svæðið fyrir fjárfestum og koma því til skynsamlegustu og arðbærustu nota. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að opinberir- eða einkaaðilar fái úthlutað byggingum til nota sem ekki samræmist atvinnustefnu og framtíðarsýn sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Skipulag og upp- bygging á flugvallarsvæðinu verður að vera í sam- ræmi við stefnumótun á stærra svæði.“ I atvinnuþróunarráði SSS sitja allir bæjarstjórar á Suðurnesjum. Þetta flugskýli Varnarliðsins var endurnýjað fyrir nokkrum árum fyrir um tvo milljarða islenskra króna. Þetta skýli, verkstæði og skrifstofur i sama húsi væri kjörin aðstaða fyrir Landhelgisgæzluna, ef tekin verður ákvörðun um að búa flugdeildinni aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til framtiðar. VF-mynd: elg Stærðfræðinámskeið handa nemendum í 10. bekk Upplýsingar og skráning á www.talnatok.is Talnatök - Stuðningur í stærðfræði sími 899 2123, talnatok@talnatok.is Höfð verði náin samvinna við heimamenn um hús og hreinsun Stjórn SSS fagnar því að niðurstaða er kominn í viðræður íslands og Bandaríkjanna varðandi varn- armál og skil á mannvirkjum og landi. Stjórnin lýsir yfir ánægju með að stofna eigi félag til að sjá um og ráðstafa þeirn eignum sem Varnarliðið skilur eftir og telur afar brýnt að undirbúningi verði hraðað sem kostur er. Stjórnin gerir ráð fyrir að fulltrúar frá sveitarfélögunum sitji í stjórn félagsins. Stjórn SSS ítrekar að höfð verði náin samvinna við heimamenn um ráðstöfun mannvirkja hreinsun mengaðra svæða, ráð- stöfun lands og sköpun nýrra atvinnutækifæra." Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands sveitarfé- laganna á Suðurnesjum frá því fyrir helgi um málefni Keflavík- urflugvallar. Ql Sandgerðingur í stjörnufans: Gauti Þormar 14 ára frá Sandgerði var á ferðalagi um Kali- forníu á dögunum þegar hann var á leið heim hitti hann óvænt söngkonuna Dilönu á flugvellinum í San Fransisco. Hún var á leið til íslands til að halda tónleik- ana með Magna og félögum. Fór vel á með þeim Gauta Þormari og Dilönu, sem sýndi Gauta upptöku af nýjasta lag- inu hennar sem á að fara að gefa út. Var söngkonan afar ánægð með að vera á leið til fs- lands. Að sögn Gauta var hún meira að segja búin að læra nokkur orð íslensku. VIKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA! VfKURFRÉTTIR 40. TÖLUBLAÐ j 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.