Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 21
Eysteinn Jónsson bæjarfulltrúi skrifar: Hvernig brúum við bilið? jónusta dagforeldra og leikskóla Reykjanes- bæjar snertir margar fjölskyldur hér í bænum. Fyrir síðustu kosning ar lagði A-list- inn fram í dóm kjós- enda stefnu í dagvistunar- málum ung- barna. Við sögðumst ætla að brúa bilið frá því að fæðingar- orlofi lýkur og þar til að barn fær leikskólapláss. A-Iistinn Ieggur mikla áherslu á að for- eldrar í Reykjanesbæ eigi þess kost að fá vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta verði gert með lengingu fæðingarorlofs og smábarna- leikskólum. Vöggudeildir/ Smábarnaleikskólar A-listinn boðaði opnun svokall- aðra vöggudeilda/smábarnaleik- skóla í leikskólum bæjarfélags- ins sem myndu taka börnin inn frá 12 mánaða aldri. A-listinn boðaði þessar breytingar í sam- vinnu við dagforeldra til að fjölga úrræðum og bæta þjón- ustu við barnafólk með það að markmiði að auka sveigjanleika þjónustunnar. Sveitarfélagið Garðabær, en þar er einnig hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins, hefur nú ákveðið að fara sömu leið og A- listinn í Reykjanesbæ vildi fara og stofnað sérstaka smábarna- leikskóla. Aðsókn í smábarna- leikskólann í Garðabæ hefur verið miklu meiri en reiknað var með og því ljóst að um brýna þörf var að ræða. [http://www. hjalli.is/smabarnaskolinn/] Lengjum fæðingarorlofið í 12 mánuði Samhliða opnun smábarnaleik- skóla er ljóst að lengja þarf fæð- ingarorlofið í 12 mánuði. Að okkar mati á það að vera sameig- inlegt markmið að berjast fyrir eins árs fæðingarorlofi. Mikil- vægt er að foreldrar geti verið hjá börnurn sínum fyrsta árið og því teljum við happadrýgra að fæðingarorlofið sé lengt og síðan taki við þjónusta sveitarfé- lagsins. Markmiðið er því sveigj- anlegt mæðra/ferða og foreldra- orlof Fjölskyldu- / ummönn- unargreiðslur; gamlar hugmyndir íhaldsins í Reykjavík Á bæjarstjórnarfundi þann 19. september sl. lögðu sjálfstæðis- menn fram tillögu um að taka upp svokallaðar ummönnunar- greiðslur til foreldra barna frá 9 mánaða aldri þar til að barn byrjar í leikskóla. Sjálfstæðis- menn kölluðu þetta frumkvöðla- stjórnmál og vilja telja okkur trú um að hér sé eitthvað nýtt á ferðinni. Það eina sem er nýtt er nafngiftin. Árið 1993 hét þetta íjölskyldugreiðslur í tíð þáver- andi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík, sem þá glímdi við langa biðlista eftir leikskóla- plássi. Þetta er því gömul lausn á vandamáli sem lengi fylgdi Sjálfstæðismönnum í borginni. Samkvæmt tillögu Sjálfstæðis- manna geta foreldrar nýtt sér þetta allt þar til barn hefur grunnskólanám. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ ganga því þvert gegn þeirri stefnu að leikskólinn sé fyrsta skólastigið sem sett hefur verið fram af hálfu menntamálaráðu- neytisins og almenn sátt ríkir um í þjóðfélaginu og flestir til- búnir til að gera leikskólastigið gjaldfrjálst í áföngum, fyrst 5 ára stigið. Þá hefur stefna menntamála hér á Islandi verið sú að frekari tengingu milli skólastiga þurfi að ná, m.a. milli leik- og grunnskóla sem leiði til markvissara náms strax í yngstu bekkjunum. Þessar greiðslur eru því á skjön við þá stefnu. Fjölskyldugreiðslur og Jafnrétti Fjölskyldugreiðslur vegna um- önnunar ungra barna er stefna sem hefur verið tekin upp m.a. í Noregi og Finnlandi. Reynsla bæði Norðmanna og Finna er að slíkar greiðslur eru nær ein- göngu nýttar af konum. Norð- menn íhuga nú að leggja niður greiðslur til foreldra að loknu fæðingarorlofi og byggja þess í stað upp þjónustu leikskólanna fyrir yngri börn, ekki ósvipað og gert hefur verið í Svíþjóð. Ástæða þessarar þróunar er sú að fjölskyldugreiðslur styrkja og viðhalda kyngreindu fjölskyldu- mynstri, þ.e. þær eru tilraun til að viðhalda fjölskyldumynstri sem hér var við líði áður en at- vinnuþátttaka kvenna varð eins mikil og hún er í dag. Hér er því um jafnréttismál að ræða og í raun verið að taka skref aftur á bak í þeim efnum. A-listinn vill að sú stefna verði ofan á að sett verði lög um mæðra-feðra og foreldraorlof sem auðveldar báðum foreldrum að vinna úti og taka ábyrgð á umönnun barna sinna, ásamt því að þjón- usta sveitarfélaganna hvað varðar umönnun hefjist við 12 mánaða aldur barna. 30 þúsund eða 18 þús- und; Er það nóg til að allir geti verið lengur heima? í bókun A-listans frá bæjar- stjórnarfundinum 19. septem- ber sl. kemur fram að gera megi ráð fyrir að skattayfirvöld líti á greiðslur Reykjanesbæjar til for- eldra sem skattskyldar greiðslur. Greiðslan til foreldra verði því 18 þúsund krónur í stað 30 þúsund. Hvað sem því líður er alveg ljóst að hér er ekki um þá upphæð að ræða sem gerir það að verkum að fjölskylda sem treystir á tekjur beggja for- eldra til að ná endum saman láti verða að því að vera heima lengur með barninu. Það er því rétt sem kemur fram í grein- argerð Sjálfstæðismanna með tillögunni að hér er eingöngu verið að rétta við hlut þeirra sem hafa nú þegar möguleika á að vera lengur heima eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þannig er nokkuð ljóst að þessar greiðslur koma einungis til góðs fyrir þá sem hvort sem er hafa mögu- leika til að vera lengur heima með sínu barni. Hér er því ekki um lífskjarajöfnunaraðgerð að ræða, heldur verið að tryggja að þeir sem kjósi að vera heima með börnunum fái jafn mikið fyrir það úr sjóðum bæjarins eins og þeir sem verða að koma börnum sínum í vistun. Eysteinn Jónsson Bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbœ Púlsinn dansnámskeið: Kripalu DansKinetics Ki ripalu DansKinetics er stundum kallað best geymda leyndarmál Kripalu jógamiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum en þar hefur það verið kennt í um þrjátíu ár. Kripalu DansKinetics þýðir hreyfiaflfræði dansins en Marta Eiríksdóttir nefnir þetta heilsuræktarform einfaldlega dansjóga. Fólk sem kynnist dansjóga hefur mjög gaman af þessari líkamsrækt því þessi tegund iðkunar sameinar jógastöður og dans. Einstaklingurinn og hans innri líðan fær einnig útrás í tímanum. Áhrifin eru mjög góð og hressandi. Dansinn eflir orkuflæði og eykur hita/ brennslu líkamans á meðan jóga- teygjurnar liðka stirðleikann í burtu. Árangurinn er meiri mýkt í líkamanum og meiri orka. Þátttakendur finna strax fyrir léttleika, innri ró og gleði sem fylgir því að blanda saman þessum öflugu aðferðum lík- amsræktar. Kripalu dansjóga er skemmtileg og frískandi leið til þess að koma sér í form. Þarna blandast saman jógastöður, danshreyfingar og góð slökun í lok tímans. Fólk á öllum aldri getur stundað þessa tegund lík- amsræktar. Frábær aðsókn hefur verið á dansjóganámskeiðin síðan þau hófust og ummæli þátttakenda hafa öll verið á þá leið að orkan er meiri, gleðin er meiri, vöðva- bólgan minni, svefninn er dýpri og það er minna stress svo eitt- hvað sé nefnt úr könnun sem Íþróttaakademían gerði á meðal þátttakenda. Nú á að bjóða upp á byrjenda- námskeið og framhaldsnám- skeið í dansjóga. Skráning er hafin hjá Íþróttaakademíunni í síma 420 5500 og á heimasíð- unni www.pulsinn.is Hafóu samband vfó okkur! Suðurnesjamenn athugið! Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst föstudaginn 13. október nk. Dag og/eða kvöldnámskeið Mögulegt að Ijúka námskeiðinu á 16 dögum Skráning í símum 581 2780, 822 2908 og 692 4124 Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða / 9094, tc am iwm A ÖKUSKÓLI h Wém : M kfeS.WÍtiSl SlMI 5811913 KTTT?nnl)ltl)dMmllJll!l LEIGUBIFREID VÚRUBIFREID HÚPBIFREID STÆRSTA FRÉTTA- OC AUGLÝSlNGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 5.0KTÖBER 2006I 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.