Fréttablaðið - 19.08.2017, Page 2

Fréttablaðið - 19.08.2017, Page 2
Veður Minnkandi norðanátt í dag og dálítil væta norðan heiða, en léttskýjað sunnanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst. sjá síðu 46 Kátt í Matarhöllinni á Hlemmi BORGARVEISLA BRATISLAVA LISSABON PRAG LJUBLJANA BÚDAPEST VALENCIA BRATISLAVA LISSABON PRAG LJUBLJANA BÚDAPEST VALENCIA Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 49.995 m/morgunmat Salan hefst á mánudaginn! 48 00 00 ÚTKALL!: : Bandaríkin Steve Bannon, aðalráð- gjafi Donalds Trump Bandaríkjafor- seta, mætir ekki til vinnu á morgun. Fjölmiðlafulltrúi forseta, Sarah Huckabee Sanders, staðfesti í gær að gærdagurinn hefði verið síðasti dagur Bannons í starfi. „Starfsmannastjórinn John Kelly og Steve Bannon hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að þetta verði síðasti dagur Steves,“ sagði Sanders í gær og þakkaði Bannon fyrir störf hans. Vangaveltur höfðu verið uppi um framtíð Bannons um nokkurt skeið. Aðspurður í síðustu viku um fram- tíð ráðgjafans sagði Trump: „Við sjáum til.“ BBC greinir frá því að viðtal við Bannon, sem American Prospect birti í vikunni, hafi gert forsetann foxillan. Var þar haft eftir Bannon að hann hefði vald til að reka starfs- menn í utanríkisþjónustunni fyrir að grafa undan stefnu forsetans í Norður-Kóreudeilunni. – þea Steve Bannon vikið úr starfi Steve Bannon, ráðgjafi forseta. NordicphotoS/AFp Bannon barðist fyrir auknum aðflutningsgjöldum á vörur frá Kína og var mikill talsmaður þess að setja ferðabann á einstaklinga sem koma frá múslimaríkjum til Bandaríkjanna. Eftir langa fæðingu opnar Mathöllin á Hlemmi dyr sínar í dag. Töf varð á opnun hallarinnar þar sem upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar. Versl- unarmenn á Hlemmi horfa nú til framtíðar en þeir voru í óðaönn að undirbúa fyrir opnun þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Innblástur- inn að Matarhöllinni er sóttur í hinar rómuðu evrópsku mathallir en tíu matarkaupmenn sameinast þar undir einu þaki. FréttABlAðið/ANtoN BriNk náttúra Hamur karlfuglsins, annars tveggja síðustu geirfuglanna sem voru drepnir í Eldey þann 3. júní árið 1844, er fundinn. Er fuglinn uppstoppaður í Konunglega belgíska náttúrufræði- safninu í Brussel. Frá þessu var greint á vef Náttúruminjasafns Íslands í gær. Fimmtán vísindamönnum, frá Dan- mörku, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Nýja-Sjálandi, tókst að finna karl- fuglinn með því að bera saman erfða- efni úr vélinda karlfuglsins, sem geymt er í Kaupmannahöfn, við erfðaefni í fjórum uppsettum hömum á söfnum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Belgíu. Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur hjá Náttúruminjasafninu, segir fund- inn mikil gleðitíðindi. „Mér finnst þetta stórfrétt. Að vísu 173 ára gömul en stórfrétt þó!“ Leitin hefur staðið lengi yfir og bygg- ist hún á rannsóknum Bretans Erolls Fuller. Álfheiður segir Fuller einn þekktasta geirfuglasérfræðing heims. Þegar síðasta geirfuglsparið var drepið í Eldey voru fuglarnir ekki lengur veiddir til átu. Þeir voru heldur eftirsóttir á meðal safnara. Talið er að til séu um áttatíu uppstoppaðir geir- fuglar víðs vegar um heiminn, meðal annars einn á Íslandi. Hamir parsins hafa þó verið týndir afar lengi. Vitað er að hamirnir komu með innyflunum á náttúrufræðisafnið í Kaupmannahöfn árið 1844 en þótt innyflin hafi verið varðveitt á safninu hurfu hamirnir. Ári síðar voru þeir skráðir í eigu safnara í Kaupmanna- höfn en þangað til nú hefur ekkert spurst til karlfuglsins. Enn bólar ekkert á kvenfuglinum. Þó eru vísbendingar um hvar ham kvenfuglsins sé að finna, þó ekkert hafi enn fengið staðfest. „Það eru vís- bendingar um að hún sé í Cincinnati í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir hafa fengið leyfi til að taka sýni úr þeim ham. Þeir vonast til þess að þar sé kvenfuglinn fundinn,“ segir Álfheiður. Geirfuglinn var af ætt svartfugla og algengur við norðanvert Atlantshaf, að því er kemur fram á vef Náttúruminja- safnsins. Var hann stór og eftirsóttur til matar. Í frétt Náttúruminjasafnsins birtist eftirfarandi lýsing á geirfuglinum, skrif- uð af Þorvaldi Thoroddsen og upphaf- lega birt í Lýsingu Íslands árið 1900: „Geirfugl var algengur við Ísland fyr á öldum en er nú horfinn og að öllum líkindum útdauður; seinast var hann í Geirfuglaskerjum fyrir utan Reykjanes, en af því fuglinn var eigi fleygur og við- koman lítil en mikið var drepið eyddist hann fljótt.“ thorgnyr@frettabladid.is Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn Hamur karlfuglsins sem drepinn var í Eldey fyrir nærri tveimur öldum fannst á náttúrufræðisafni í Brussel. Álfheiður Ingadóttir segir að um stórfrétt sé að ræða. Kvenfuglinn er ekki fundinn en vísbendingar eru um að hann sé í Cincinnati. Síðasti karl- kyns geir- fuglinn. MyNd/ koNuNglegA BelgíSkA Nátt- úruFræðiSAFNið Mér finnst þetta stórfrétt. Að vísu 173 ára gömul en stórfrétt þó! Álfheiður Inga- dóttir, líffræðingur stjórnmál Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju til varafor- mennsku. Þetta tilkynnti hann á vef- síðu sinni í gær. Flokksráðsfundur fer fram um helgina, en 6. til 8. október næstkomandi verður landsfundur haldinn þar sem nýr varaformaður verður kosinn. Í pistli á vefsíðunni segir Björn Valur að VG hafi styrkt stöðu sína verulega frá því að ný forysta flokksins tók við árið 2013. „Er það ekki síst að þakka traustri forystu formannsins, Katr- ínar Jakobsdóttur, öflugri sveit þing- og sveitarstjórnarmanna og sterkri málefna- legri stöðu Vinstri grænna,“ segir hann. – jhh Björn Valur fer úr forystusveit 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 3 -D 7 4 0 1 D 8 3 -D 6 0 4 1 D 8 3 -D 4 C 8 1 D 8 3 -D 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.