Fréttablaðið - 19.08.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 19.08.2017, Síða 18
Þann 16. nóvember 2017 verða liðin 100 ár frá því að Gamla höfnin í Reykjavík var tekin formlega í notkun. Faxaflóahafnir sf. hafa verið að bjóða almenningi tvisvar sinnum í mánuði í allt sumar upp á gönguferðir um hafnar- svæðið undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Gönguferðirnar byrja við myndasýninguna á Miðbakka, haldið í vesturátt og endað úti á Granda. Nú er komið að tveimur síðustu gönguferðunum: Laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00-15:30 Sunnudaginn 27. ágúst kl. 14.00-15:30 Gönguferðir í boði Faxaflóahafna Hlökk um til að sjá ykkur ! Þróttarar enduðu sigurgöngu HK í kvöldsólinni í Dalnum Karaktersigur fyrir Köttara Þróttarar voru sjö stigum á eftir toppliði Keflavíkur í hálfleik en snéru við sínum leik á móti HK og á sama tíma misstu Keflvíkingar niður tveggja marka forskot á móti Haukum. Þróttarar enduðu því kvöldið aðeins einu stigi frá toppnum. Viktor Helgi Benediktsson reynir hér að stöðva Þróttarann Vilhjálm Pálmason sem var HK-ingum mjög erfiður í kvöldsólinni í Laugardalnum í gærkvöldi. Fréttablaðið/anton 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R18 s p o R t ∙ F R É t t A B L A ð i ð sport köRFUBoLti „Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Sví- þjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ. Mikil lífsreynslu Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er tals- vert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grinda- víkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“ Verð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileika- ríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“ henry@frettabladid.is Ég er fúll og brjálaður Sigurður Þorsteinsson er að vonum svekktur yfir að eiga ekki möguleika á því að spila með íslenska landsliðinu á EM en hann sýnir þó ákvörðun þjálfarans skilning. Hann segir frábært að búa í Grindavík og bíður spenntur eftir að byrja. Sigurður mælir með því að sem flestir prófi að spila körfubolta í Grindavík. Segir að það sé frábært. Fréttablaðið/anton brink Í dag 11.20 Swansea - Man. Utd Sport 13.20 Hamburg - augsburg Sport 2 13.50 liverpool - C. Palace Sport 16.20 Stoke - arsenal Sport 17.00 Solheim Cup Golfstöðin 19.00 Wyndham Champ. Sport 4 Frumsýningar 16.15 burnley - Wba Sport 2 18.00 leicester - brighton Sport 2 18.30 bournem. - Watford Sport 3 18.30 So´ton - West Ham Sport Á morgun 12.20 Huddersf. - newcastle Sport 14.50 tottenham - Chelsea Sport 15.45 Ía - ÍbV Sport 2 16.00 Solheim Cup Golfstöðin 17.00 Messan Sport 17.55 Víkingur r. - ka Sport 2 18.10 barcelona - r. betis Sport 3 19.00 Wyndham Champ. Sport 4 20.10 Deportiv. - real Mad. Sport 2 Pepsi-deild karla 16.00 Ía - ÍbV Akranes 18.00 Víkingur r. - ka Víkin 18.00 Víkingur Ó. - breiðab. Ólafsv. inkasso-deild karla Þór ak. - Fram 2-2 Þrottur r. - Hk 2-1 Haukar - keflavík 4-2 Efst Keflavík 34 Þróttur 33 Fylkir 30 Haukar 30 neðst Selfoss 21 ÍR 16 Grótta 9 Leiknir F. 7 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 3 -E 1 2 0 1 D 8 3 -D F E 4 1 D 8 3 -D E A 8 1 D 8 3 -D D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.