Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 30

Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 30
Fyrir ári ákvað Hanna Styrmisdóttir að sækjast ekki eftir því að halda áfram sem stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík þrátt fyrir fjögur farsæl ár í starfi og mikla ástríðu fyrir menn- ingu og listum. Hún hefur þó fullan hug á því að starfa áfram að fram- gangi listarinnar en baklandið er stórpólitískt þar sem hún er dóttir Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Sigrún- ar Finnbogadóttur. „Já, ég er fædd á milli pólitískra póla,“ segir Hanna og hlær. „Móðurafi minn, Finnbogi Rútur Valdimarsson, var sósíalisti og krati og bróðir Hannibals Valdi- marssonar og móðuramma mín, Hulda Dóra Jakobsdóttir, var á sama stað í pólitík og afi. Þetta er umhverfið sem mamma kemur úr en pabbi hins vegar er alinn upp á hægri væng stjórnmálanna. Skoðanaskipti en ekki rætni Hanna segir að foreldrar hennar hafi vissulega tekist á um pólitík og að hún hafi verið alin upp við mjög líflegar pólitískar umræður. „Þetta er eitthvað sem synir okkar systra hafa líka alist upp við, að mynda sér sjálfstæða skoðun og færa rök fyrir henni. Mér finnst þess vegna eðli- legt að fólk takist á um hlutina en líka að það skipti um skoðun. Ég á kannski erfiðara með að skilja þegar fólk skiptir aldrei um skoðun. “ Hanna segist ekki geta neitað því að hún hafi stundum upplifað að á hana væri settur pólitískur stimpill vegna skoðana og starfa föður henn- ar. „Ég var ekki fyrr komin á þann aldur að fara út að skemmta mér í bænum en fólk var farið að setjast um mig og skamma mig fyrir skoð- anir pabba. En mín pólitík er ekki endurómun á hans pólitík. Mér fannst ekki alltaf auðvelt að fylgjast með umræðunni um Styrmi Gunnarsson en smám saman hætti það að snerta mig jafn mikið. Fólk hefur sínar skoðanir og tjáir þær og það er óhjákvæmilegt þegar einhver er í stöðu eins og hann að því fylgi átök um manninn og störf hans. Þegar ég fór að vinna sem stjórn- andi Listahátíðar áttaði ég mig á að það sama á við um menningar- sviðið og að menningarpólitíkin getur verið erfið líka. Stundum geta þau átök jafnvel verið harðari en á hinu pólitíska sviði. En það er mikil- vægt að greina á milli málefnalegra skoðanaskipta og pólitískra átaka annars vegar og persónulegrar rætni hins vegar.“ Mamma og veikindin Þrátt fyrir allt þetta pólitíska bak- land valdi Hanna listina sem var ekki síður stór hluti af æsku hennar og uppvexti. „Það var mikið um listamenn í kringum báðar fjöl- skyldur mínar og ég var sjálf síteiknandi, aðallega myndasögur um mömmur og stelpurnar þeirra.“ Snerist það um veikindi móður þinnar? grípur blaðamaður fram í og virðist ekki kunna mannasiði en Hanna svarar hin rólegasta: „Nei, ég var ekki að teikna um það, a.m.k. var ég ekki meðvituð um það á þeim tíma. Ég var bara nýfædd þegar mamma veiktist og í raun og veru tók mig langan tíma að skilja að þetta var ekki alveg venjulegt ástand. Veikindi hennar byrjuðu sem fæðingarþunglyndi sem var reyndar sérstaklega erfitt í hennar tilfelli. Ég fæddist með skarð í góm og vör sem var foreldrum mínum mikið áfall. Fyrst var þeim sagt að það yrði ekki hægt að laga það en svo fór ég í aðgerð þegar ég var sex mánaða og þetta reyndist ekki svo alvarlegt mál. Hugsanlega hefði mamma veikst þó að þetta hefði ekki komið til en það er ekki hægt að vita það fyrir víst. Þegar ég var fjögurra mánaða var hún greind með geðklofa. Þá var hún orðin mjög veik og það hafði gerst mjög hratt. Síðar var hún greind með geð- hvarfasýki.“ Hanna gefur sér góðan tíma til þess að hugsa næstu hugsun. „Við vorum mjög nánar og mjög líkar en samband okkar var alltaf erfitt líka. Ég var á fullorðinsárum ekki sátt við að finnast ég á einhvern hátt bera ábyrgð á því að hún hefði veikst. Það er alþekkt að börn kenna sér um ef eitthvað er að hjá foreldrum þeirra og mögulega ýtti mamma stundum undir það í veikindum sínum. Ég var líka hörð í þeirri afstöðu að hlífa henni ekki vegna veikindanna. Þetta var mamma mín og hún var svona. Við tókumst mikið á en vorum líka mjög góðar hvor við aðra. Þetta var mjög líflegt samband og mamma var óvenjuleg og heillandi manneskja. Og yndis- leg. Ég sakna hennar mjög mikið.“ Hanna fær sér sopa af kaffinu og bætir svo við að fólk átti sig ekki alltaf á því hvað svona veikindi eru mikið áfall, bæði fyrir aðstandendur og þann sem veikist. „Mamma var 24 ára þegar hún veiktist og þurfti að horfast í augu við að lífið sem hún hafði séð fyrir sér myndi ekki verða. Þetta er sjúkdómur sem getur komið upp hvenær sem er og maður veit aldrei hvað er fram undan. Á milli veikindatímabila ríkir ákveðið áfallsástand og mikil sorg. Í raun held ég að við höfum öll fjölskyldan þjáðst af krónískri áfallastreituröskun. En það voru líka yndislegir tímar og seinna varð mamma mjög mikilvægur aðili í uppeldi strákanna okkar Huldu systur minnar.“ Þetta gerðist bara Hanna stundaði tungumálanám á unglingsárum og eftir það lá leiðin meðal annars til Parísar og New York í myndlistarnám við Parsons School of Design og í kjölfarið var hún víðar við nám og störf. Það fór þó svo að hún fór að starfa í menn- ingarheiminum heima á Íslandi. „Þórunn Sigurðardóttir réð mig í fyrsta stóra verkefnið mitt á þessum vettvangi en þá var hún stjórnandi Menningarborgarinnar. Ég var ekki fyrr búin að taka við verkefninu en ég komst að því að ég væri ólétt og var dauðhrædd þegar ég fór að segja Þórunni frá því. Hún tók því mjög vel, samgladdist mér bara og fannst þetta nú ekki mikið mál. Ég fann fljótlega að það hentaði mér vel að breyta nálgun minni að listinni. Ég á auðvelt með að skrifa og tjá mig og hafa yfirsýn yfir stór og flókin verkefni. Þetta er ekki hefð- bundinn ferill og hann þróaðist án þess að ég væri með einhverja endastöð í huga. Fljótlega fór ég að vinna við fræðslu í Listasafni Reykjavíkur og síðan við sýningar- stjórn, kennslu, fjölmiðlatengsl og ýmis önnur fjölbreytt verkefni.“ Hanna lagði eigin listsköpun á hilluna og hún segir að tvennt hafi komið til. „Annars vegar var það egóið, ég segi egó því þegar ég var nokkrum árum síðar að læra gagnrýnin fræði við Listaháskól- ann í Malmö þá sagði Gertrude Sandqvist, rektor skólans og leið- beinandi minn, við mig: „Hanna, þú hefur ekki nógu stórt egó.““ Hanna hlær við tilhugsunina og viðurkennir að hún hafði aldrei velt þessu fyrir sér á þann hátt. „ Ég Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi stjórnandi Listahátíðar, segir að ef við ætlum að byggja hér upp menningarferðamennsku þá þurfum við að auka fjárframlög til menningar. FréttabLaðið/Ernir Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Í raun held ég að við höfum öll fjölskyldan þjáðst af krónÍskri áfallastreituröskun. en það voru lÍka yndis- legir tÍmar og seinna varð mamma mjög mikilvægur aðili Í upp- eldi strákanna okkar huldu systur minnar. Útilokar ekki pólitíkina hanna styrmisdóttir var vakin og sofin yfir Listahátíð í fjögur ár en ákvað að sækjast ekki áfram eftir starfinu. Hún hefur þó mjög sterkar skoðanir á málefnum lista og menningar og ætlar áfram að starfa á þeim vettvangi. 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R30 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 3 -E F F 0 1 D 8 3 -E E B 4 1 D 8 3 -E D 7 8 1 D 8 3 -E C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.