Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 45
Þá erum við að leita að þér
Vegna ört vaxandi starfsemi og aukinnar eftirspurnar leitum við að liðsauka í
innleiðingu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 fyrir viðskiptavini okkar.
Ráðgjafi í Dynamics AX
Við leitum að skipulögðum einstaklingum til að taka þátt í verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi
sem og erlendis í Microsoft Dynamics AX fjárhagskerfi. Verkefnin felast í greiningu á ferlum, skjölun, aðlögunum,
stillingum, kennslu og þjálfun notenda. Þekking og reynsla á ferlum tengdum innkaupum, fjárhag, vöruhúsum,
birgðum er skilyrði.
Forritari í Dynamics AX
Við leitum að úrræðagóðum og sjálfstæðum einstaklingum til að taka þátt í innleiðingu og þjónustu á
Microsoft Dynamics AX fyrir viðskiptavini hér á landi sem og erlendis. Verkefnin felast í þróun, forritun,
aðlögunum, stillingum, úrvinnslu gagna og samþættingu við önnur kerfi. Þekking og reynsla í forritun í Microsoft
viðskiptakerfum er mikill kostur þó við kunnum vel að meta almenna forritunarreynslu.
Forritari í Dynamics AX Retail
Við leitum að reyndum einstaklingi sem hefur reynslu af kassakerfum til að annast uppsetningu, þróun, aðlaganir
og almenna þjónustu á kassakerfum sem byggjast á Microsoft Dynamics AX Retail fyrir viðskiptavini okkar.
Aðalbókari
Við leitum að öflugum einstaklingi með viðamikla bókhaldsreynslu til að annast bókhald Annata og
dótturfyrirtækja. Helstu verkefni eru:
• Umsjón með daglegri færslu bókhalds, afstemmingum, mánaðarlegri reikningagerð og innheimtu.
• Ábyrgð á gjaldmiðlabókhaldi, millifyrirtækjaviðskiptum og milliverðlagningu ásamt undirbúningi,
gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana fyrir Annata og dótturfélög.
• Uppgjör virðisaukaskatts og skattskil í samstarfi við endurskoðanda.
• Afstemmingar og lokafrágangur á mánaðar,- árshluta- og ársuppgjöri.
Reynsla í bókhaldi er nauðsynleg og þekking á Microsoft Dynamics AX er kostur. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf sem fyrst.
Um Annata
Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og
hefur frá stofnun lagt áherslu á þróun, ráðgjöf og þjónustu á lausnum byggðum á Microsoft Dynamics AX og
Microsoft Dynamics CRM viðskiptalausnum sem í dag ganga undir heitinu Microsoft Dynamics 365.
Hjá Annata starfa yfir 170 manns á yfir 15 stöðum í heiminum, þar af um 70 starfsmenn á Íslandi. Við bjóðum
uppá alþjóðlegt og spennandi starfsumhverfi þar sem starfsmenn hafa mikil tækifæri til að vaxa og þróast í
starfi. Við bjóðum uppá frábæra starfsaðstöðu í nýju húsnæði í Norðurturninum við Smáralind.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst n.k.
Frekari upplýsingar veitir Tinna Björk Hjartardóttir (tbh@annata.is), rekstrarstjóri Annata.
Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og er tekið á móti umsóknum á heimasíðu Annata.
www.annata.is/is/um-annata/storf-i-bodi
ERT ÞÚ
DYNAMIC 365
DAGA Á ÁRI?
1
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
8
4
-2
B
3
0
1
D
8
4
-2
9
F
4
1
D
8
4
-2
8
B
8
1
D
8
4
-2
7
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
1
2
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K