Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 82

Fréttablaðið - 19.08.2017, Side 82
Allir græða á veganisma Heimurinn breytist á ógnarhraða og unga kynslóðin leiðir breytingarn­ar á öllum sviðum s a m f é l a g s i n s . Matar menningin er allt önnur í dag en fyrir áratug. Áður var það kannski helst „skrýtna“ frænkan eða frændinn sem lærði í Svíþjóð á áttunda áratugnum sem bruggaði drykkinn Kombucha sem nú er seldur í öllum stærri mat­ vöruverslunum sem sjálfsögð heilsu­ bót. Og kunni að elda úr linsubaunum og borðaði spírur. Og möndlumjólk? Það er ekki svo langt síðan við höfð­ um ekki hugmynd um að það væri svona léttilega hægt að útbúa mjólk úr möndlum. Á kaffihúsum í dag er oft hægt að velja á milli margra teg­ unda mjólkur úr jurtaríkinu. Mörgum finnst sem lífsstílsbreytingarnar sem eru að verða nú séu endurkoma hippaáranna. Að hippakynslóðin hafi með þrautseigju náð boðskap sínum í gegn. Að mataræðisbreytingarnar séu tískubóla sem fylgi tísku og lífs­ stíl unga fólksins. Það er auðvelt að hrekja slíkar pælingar. Vegan mataræði er langt í frá tískubóla heldur tengist djúp­ stæðum breytingum á lífsstíl okkar. Breytingum á loftslagi og umhverfi. Óumflýjanlegum framtíðarskorti á hráefni í heiminum vegna fólks­ fjölgunar. Kostir vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd eru óumdeildir. Katrín Sigríður Júlíu Stein- grímsdóttir og Hulda B. Waage eru báðar vegan. Vegetarian eða Vegan, Flexitarian eða Pescetarian? Hver er munurinn? Vegan Jurtaætur sem borða ekki eða nota neinar dýraafurðir. Lífsháttur þar sem fólk forðast hagnýtingu dýra og of- beldi gagnvart þeim, hvort sem um er að ræða fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu. Makróbíótísk fæða Inniheldur aðallega heilt korn og baunir. Hráfæðis-vegan Borða einungis ferskt grænmeti, ávexti, fræ og hnetur. Vegetarian Grænmetisætur (borða allar afurðir nema kjöt og fisk). Pescetarian Grænmetisætur sem borða fisk en ekki kjöt. MJÓLK LactoVegetarian Grænmetisætur sem borða mjólkurvörur en hvorki kjöt né fisk. OctoVegetarian Grænmetisætur sem borða egg en hvorki kjöt né fisk. Fruitarian Ávaxtaætur (borða hnetur, fræ, ávexti og allt sem til fellur af jurt án þess að hún sé sködduð á neinn hátt). Pollatarian Fugla/grænmetisæta. Borðar ekkert kjöt nema fuglakjöt. Flexitarian Grænmetisæta nánast að fullu þ.e. borðar eiginlega alltaf grænmeti nema ef eitthvert sérstakt til- efni er. Hverjir eru uppáhaldsréttir þínir? Ég elska vegan falafelið á Mandi og allt með sveppum í aðalhlutverki. Hvað færðu þér í morgunmat? Brauð með rjómaosti sem er búinn til úr plöntum og einhvern safa með. Hvað færðu þér fyrir æfingu og eftir æfingu? Telst tiltekt vera æfing? Ertu með einhver skotheld ráð? Gefðu nýjum mat tækifæri og svörtu og rauðu hauskúpurnar á nammi­ barnum eru vegan! Katrín Júlíu Steingrímsdóttir hefur verið vegan í rúmt ár. „Það gerðist svolítið á einni nóttu,“ segir hún. „Mér fannst bara ekkert annað koma til greina eftir að ég horfði á Cowspiracy, heimild­ armynd um hvernig dýraræktun til manneldis væri að eyðileggja jörð­ ina okkar mun meira en samgöngur gera. Fannst þetta bara rökréttast í stöðunni; sleppa því að drepa dýr, eyðileggja jörðina og líkama minn í leiðinni. Katrín dvaldi í sveit fyrstu mánuð­ ina eftir að hún varð vegan þar sem úrvalið var lítið. Hún hafði ekki færi á búðarferð nema einu sinni í mánuði. „Nauðsynjar gat ég þó keypt. Á þessum tíma fylgdist ég ekki mikið með þróun mála í Reykjavík. Ég kom aftur suður til Reykjavíkur þremur mánuðum síðar þar sem úrvalið var svipað og það er núna. Það gefur þó augaleið að áður en ég varð vegan var úrvalið mun minna en núna. Ætli ég hafi ekki bara hitt á réttan tíma ef svo má orða það.“ Veitingakeðjur hafa tekið við sér Henni finnst úrval veganfæðis mega batna. „Það þarf að batna sums staðar. Flestir staðir og þá helst veitinga­ keðjur hafa tekið mikið við sér og bjóða upp á annað en franskar og kál. Það eru samt enn þá staðir sem eru fastir þar.“ Katrín segir ungt fólk upplýst og nota í meiri mæli netið til upplýs­ ingaöflunar. Það geri að verkum að það velji frekar vegan lífsstíl. „Ungt fólk er eflaust sá aldurshópur sem notar internetið hvað mest í upp­ lýsinga­ og afþreyingarskyni. Í dag er fullt af kvikmyndum, fræðigreinum o.fl. sem fjalla um matarvenjur, dýra­ vernd og fleira sem snertir þá á veg­ anisma. Ég held að fjölda þeirra megi rekja til þess að þau hafi rekist á slíkt efni og tekið það til sín.“ Katrín nefnir að veg­ anismi sé ekki laus við skaðleg umhverfisáhrif en sé þó mikilvægt tæki í baráttunni gegn loftlags­ breytingum. „Veganismi er ekki galla­ laus hvað umhverfisvernd varðar, þetta er t.a.m ekki plastlaus lífsstíll og það er ekki beint eins og ég sé með baunaræktun í garðinum mínum. En hann tekur hins vegar stærstu orsök hlýn­ unar jarðar, dýraræktun, út úr jöfnunni. Ég myndi halda að það hefði ágætis þýðingu. Fyrir mér hefur þetta ein­ falda þýðingu; hlustaðu á skynsemina og leggðu þrjóskuna til hliðar í smá stund. Allir geta grætt á veganisma.“ Fólk hættir fljótt að suða Sumir velja að borða ákveðnar dýraafurðir en borða mest­ megnis grænmetisfæði. Eru pescet­ arian og octovegetarian og svo fram­ vegis. Þá velja sumir að borða bara ávexti eða hráfæði. Finnst Katrínu fólk upplýstara en áður og reyna að velja að borða dýraafurðir í hófi? „Já, og vissulega er alltaf jákvætt þegar fólk upplýsist aðeins og reynir að huga betur að þeim mat sem það borðar. Sumir þurfa eitt skref í einu á meðan aðrir stökkva beint út í laug­ ina. Við erum öll misjöfn og vonandi festist fólk ekki á miðri leið og ákveð­ ur að stoppa þar.“ Fólk reynir stundum að sannfæra hana um annan lífsstíl og telur hana varla geta fengið öll nauðsynleg nær­ ingarefni úr fæðunni. „Oftast hlæ ég bara og bendi þeim á hvers vegna það sem þau hafa að segja um t.d. vítamínskort sé bull – enda fæ ég öll þau vítamín sem ég þarf í fæð­ unni minni. Oft hættir fólk að suða í manni eftir tvö eða þrjú skipti.“ Sleppir þú líka dýraafurðum þegar kemur að fatnaði og húsgögnum og slíku? „Já, en ég henti samt engu sem ég átti fyrir. Það hefði verið heimskulegt og ekkert sérstaklega skynsamlegt að henda út góðum hlutum á meðan þeir eru enn þá nothæfir. Hef ekkert keypt síðan ég varð vegan sem inniheldur dýraafurðir.“ Hverjir eru uppáhaldsréttir þínir? „Ég er svo einföld að þetta er erfið spurning. Réttir eða ekki en svona þrennt uppáhalds matarkyns er hafragrautur, bláberjasmoothie­ inn minn og kombuchað sem ég fæ hjá Gló.“ Hvað færðu þér í morgunmat? „Hafragraut og bláberjasmoothie, hvort tveggja eða annaðhvort.“ Hvað færðu þér fyrir æfingu og eftir æfingu? „Fyrir seinnipartsæfingu passa ég að borða mat sem hefur flókin kol­ vetni eins og baunir, sætar kartöflur eða quinoa og vel af grænmeti. Fyrir morgunæfingarnar borða ég ekkert en er alltaf með vatn. Eftir æfingu fæ ég mér mat sem hefur einföld kolvetni, eins og ávöxt.“ Hulda B. Waage hefur verið vegan í rúm þrjú ár. Hún byrjaði þó að sniðganga kjöt á unglingsárum. „Ég  prófaði held ég allar útgáfur á „grænmetis­ rófinu,“ segir Hulda. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég mjög við­ kvæm sál og má ekkert aumt sjá. Ég gæti aldrei endað líf nokkurs og mér verður illt við tilhugsunina um að einhverjum líði illa,“ segir Hulda spurð um ástæður þess að hún varð vegan. Henni finnst úrval í verslunum af sérvöru og þjónusta á veitinga­ stöðum hafa batnað til muna. „Fleiri og fleiri ákveða að sniðganga dýra­ afurðir. Við erum að stefna í rétta átt. Það þurfa bara fleiri að kveikja á perunni. Úrvalið er mjög gott, sér­ staklega á höfuðborgarsvæðinu. Það má allt bæta. Nú eru til staðgenglar fyrir alla fæðu að ég held. Algjör lúxus en á sama tíma kannski svo­ lítill óþarfi.“ Hulda segir vegan mataræði ekki erfitt. „Það verður seint talið erfitt að vilja lifa á ákveðinn hátt, erfiði er bara viðhorf.“ Sífellt fleiri kjósa að vera vegan í dag, sérstaklega yngra fólk. Hvers vegna heldur þú að það sé? „Ég hugsa að umræðan sé meiri og því auðveldara að afla sér upp­ lýsinga. Mjög gott að ungt fólk hafi aðgang að upplýsingum og hafi vitneskju til þess að geta mótað sína neyslu.“ Hulda segir margar stefnur  í gangi hvað varðar veganisma. Það sem sé einkennandi fyrir þennan hóp sé aukin meðvitund. Henni finnst oft vanta meiri vilja í að breyta til batnaðar. „Mér finnst vanta svolítið í fólk almennt að það geri hluti og lifi á ákveðinn hátt með það eina að vopni að það vill og ætlar. Ég heyri svo oft fólk segja „mig langar svo að gera/vera …“ en svo virðist það ekki nægja til þess að bara gera hlutina. Það stoppar allt á að það sé svo erfitt. Það er erfitt að missa útlim eða berjast við sjúkdóm en það er ekki erfitt að gera það sem hjartað segir manni,“ segir Hulda. Hulda B. Waage kraftlyfingakona Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir nemi Kombucha Kombucha er gerjaður drykkur, gerður úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum sem eru kallaðir kombucha „SCOBY“ (for sym- biotic culture of bacteria and yeast). Þessi nýlenda vex saman í drykknum á meðan gerjunin á sér stað og er talin hjálpa fólki að öðlast betri þarmaflóru. Cowspiracy Cowspiracy: The Sustainabi- lity Secret er heimildarmynd sem fjallar um dýraframleiðslu og afleiðingar hennar. Fjallað er um ótal skaðleg áhrif dýra- framleiðslu, til dæmis skógar og regnskógaeyðingu, vatnssóun og losun gróðurhúsalofttegunda sem fylgja dýraframleiðslu. Ekki erfitt að gera það sem hjartað segir manni Rökrétt að vera vegan Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 9 . á g ú s t 2 0 1 7 L A U g A R D A g U R34 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 1 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 3 -E 1 2 0 1 D 8 3 -D F E 4 1 D 8 3 -D E A 8 1 D 8 3 -D D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.