Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 4
Veður Í dag er spáð vaxandi sunnanátt, 8 til 13 metrum á sekúndu á vestanverðu landinu og fer að rigna. Hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi. sjá síðu 22 Tískuáhrifavöldum boðið í fyrirpartí í Smáralind Tískurisinn H&M stóð fyrir opnunarhófi í spánýrri verslun í Smáralind í gærkvöldi þar sem öryggisverðir stóðu vaktina. Helstu tískuáhrifavöldum landsins var boðið í fyrirpartí, ásamt þekktu fólki úr fjölmiðlum, leikarastétt, hönnunargeiranum og bloggurum, svo eitthvað sé nefnt. Verslunin verður opnuð almenningi á morgun klukkan tólf og búist er við margmenni í verslunarmiðstöðina af því tilefni. Fréttablaðið/lauFey Landbúnaður Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hesta­ nafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt. Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Dæmi voru um að íslensk hross fengju nöfn með ruddalegri meiningu eða sem voru jafnvel klúr. Það var af illri nauðsyn sem Nafnanefnd íslenska hestsins var sett á laggirnar til að grípa inn í slík tilvik. Nefndin tengist ekki stjórnvöldum. Ef nafn er ekki á nafna- lista – viðmiðunar- reglur nefndarinnar a. Er réttritun nafnsins í lagi? b. Finnst nafnið í veforðabókum, m.a. Snara.is, malid.is, island. is (mannanafnaskrá), eða í öðrum heimildum á vefnum? c. Er nafnið í samræmi við íslenskar ritvenjur, þ.e. tekur eignarfallsendingu? d. Hefur nafnið unnið sér hefð í íslensku máli? e. Almennt er hvorugkyns- nöfnum og nöfnum með greini hafnað, þar sem íslensk eigin- nöfn bera ekki ákveðinn greini. f. Ósiðleg nöfn eru ekki sett á listann. Mósan ásamt Guðrúnu Þóru björgvinsdóttur. MyND/KOlbrÚN HraFNSDÓttir PÁSKATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Yfirbreiðsla og steikar- plata úr pottjárni fylgja Niðurfellanleg hliðarborð Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 • Afl 10,5 KW Grillbúðin Nr. 12935 - Grátt 56.675 Verð áður 76.900 25% afsláttur Gildir 11. - 27. ágúst Grill - Húsgögn Eldstæði - Útiljós Hitarar - Aukahlutir ÚTSÖ LUNN I LÝKU R Á LAUG ARDA G Opið virka daga 1-18 Opið laugardaga 11-16 stjórnmáL Ríkisendurskoðun lítur svo á að einstaklingur og félög sem eru að fullu í hans eigu séu ekki tengdir aðilar í skilningi laga um fjármál stjórnmálasamtaka. Þannig hafi styrkveitingar Helga Magnús­ sonar fjárfestis og félaga hans, Varðbergs ehf. og Hofgarða ehf., til Viðreisnar á síðasta ári ekki verið ólöglegar. „Ef þú átt tvö fyrirtæki þá mátt þú og þessi tvö fyrirtæki borga hámarksfjárhæð,“ segir Guðbrand­ ur Leósson, sérfræðingur hjá Ríkis­ endurskoðun, sem farið hefur yfir málið síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá umtalsverðum styrkveit­ ingum Helga og félaga sem honum eru tengd til Viðreisnar. Ríkisend­ urskoðun sjái einstaklinginn og félög hans ekki sem tengda aðila samkvæmt lögunum. Helgi veitti persónulega 800 þús­ und krónur til Viðreisnar í fyrra en félögin Varðberg og Hofgarðar, sem eru 100 prósent í hans eigu, 400 þúsund krónur hvort. Viðreisn tók við alls sjö 800 þúsund króna fram­ lögum, sem eru helmingi hærri en vanalegt lögbundið hámark. Lögin kveða hins vegar á um að ef um stofnframlög sé að ræða megi ein­ staklingar og fyrirtæki gefa tvöfalda hámarksfjárhæð, sem Viðreisn nýtti sér fyrst flokka líkt og Frétta­ blaðið greindi frá í gær. – smj Helgi ótengdur félögunum sem hann á Helgi Magnússon fjárfestir. stjórnmáL Ýtt hefur verið á Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðis­ flokksins, að bjóða sig fram í leið­ togakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. „Það hafa ýmsir fært þetta í tal við mig á síðustu dögum. Hingað til hef ég haft öðrum hnöppum að hneppa og þetta hafði ekki hvarflað að mér fyrr en fólk fór að nefna þetta við mig,“ segir Páll. Páll, sem er formaður atvinnuveganefndar þingsins, var kosinn á þing í fyrsta skipti síðasta haust. Hann er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. „Ég hef haft í nógu að snúast sem formaður atvinnuveganefndar í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur þar. Í sannleika sagt hef ég ekki hug­ leitt þetta af neinni alvöru,“ segir Páll. Aðspurður kýs hann að tjá sig ekki um það hvort hann íhugi þetta nú af alvöru eða hvenær ákvörðunar sé að vænta. – jóe Skorað á Pál að fara í borgina 2 5 . á g ú s t 2 0 1 7 F Ö s t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -B 6 8 C 1 D 9 1 -B 5 5 0 1 D 9 1 -B 4 1 4 1 D 9 1 -B 2 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.