Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.08.2017, Blaðsíða 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Dell er góður og traustur förunautur í dagsins önn, og hefur um árabil verið einn vinsælasti fartölvuframleið- andinn hjá íslenskum neytendum. Ástæðan kemur lítið á óvart því Dell-vélarnar eru sterkbyggðar og endingargóðar,“ segir Þor- steinn Máni Bessason, vörustjóri notendalausna hjá Advania, sem býður mikið úrval fartölva frá Dell. Fartölvurnar hafa ólíka kosti og eiginleika sem þýðir að auðvelt er fyrir neytendur að finna réttu fartölvuna. „2-in-1“ fartölvur vinsælastar Fartölvur Dell henta jafnt ein- staklingum og fyrirtækjum. „Nú í byrjun skólavertíðar er vinsælasta vélin hjá okkur úr Dell Inspiron-línunni. Hún er svo- kölluð „2-in-1“ vél sem sameinar notagildi fartölvu og spjaldtölvu. Hægt er að nota vélina á hefð- bundinn máta og í öll almenn not, en þar sem hún er einnig með snertiskjá og lömum sem snúast 360° er hægt að snúa skjánum við og þar með breyta henni í spjald- tölvu. Sá eiginleiki nýtur vinsælda hjá þeim sem eru mikið á ferðinni og vilja geta gripið í tölvuna án þess að þurfa að setja hana upp á borð eða í kjöltuna,“ útskýrir Þorsteinn. Þessi frábæra fartölva er sömu- leiðis hentug fyrir þá sem halda kynningar og vilja hafa vélina við höndina. „Hægt er að stilla henni upp líkt og tjaldi og setja á borð, og er það afar hentugt fyrir þá sem nýta tölvuna til að horfa á bíómyndir eða þætti. Vélin tekur þá minna pláss og er auðveldara fyrir fleiri en einn að horfa á saman.“ Dell Inspiron fæst í mis- munandi útfærslum og þremur stærðum, 13", 15" og 17". Vélarnar eru léttar, meðfærilegar og með frábærri rafhlöðuendingu. „Vinsælasta „2-in-1“ vélin er 15"-útgáfan, enda kraftmikil og á frábæru verði. Hún státar af nýjustu gerð Intel i5 örgjörva, FullHD snertiskjá, 8 GB vinnslu- minni og 256 GB SSD hörðum diski. SSD-diskar hafa að undan- förnu rutt sér mjög til rúms enda verða neytendur sífellt betur upplýstir um kosti þeirra fram yfir hina hefðbundnu hörðu diska. Því er frábært að geta boðið þessa vel útbúnu fartölvu á viðráðanlegu verði, 129.990 krónur, en þess má geta að ódýrasta „2-in-1“ vélin kostar 99.990 krónur,“ upplýsir Þorsteinn. Flaggskipið frá Dell Ekki er hægt að tala um fartölvur frá Dell án þess að nefna hina margverðlaunuðu XPS-vél. „XPS er flaggskip Dell og í raun einstök í stærðarflokknum; blað- þunn, létt og meðfærileg með „edge-to-edge“ FHD Infin ity-skjá. Hún er sláandi falleg og er ytra byrðið skorið úr heilum álkubb sem gerir það að verkum að vélin er bæði sterkbyggð og fögur,“ segir Þorsteinn um stolt Dell-fjöl- skyldunnar. „XPS er ekki aðeins flott og meðfærileg heldur er hún búin kraftmiklum vélbúnaði undir húddinu. Viðskiptavinum stendur til boða að fá tölvurnar í nokkrum útfærslum og er meðal annars hægt að fá þær með i7 Kaby Lake, nýjustu kynslóð örgjörva frá Intel, SSD-disk og allt að 32 GB vinnsluminni. Rafhlöðuendingin er einstaklega góð og samkvæmt framleiðanda er ending rafhlöðu við ritvinnslu í Microsoft Word um 22 klukkutímar á fullri hleðslu. Dell fullyrðir að með því að kaupa XPS-fartölvu fái notendur það besta úr báðum heimum þar sem vélin sameinar mikið afl í smá- gerðri vél,“ segir Þorsteinn. Hann hvetur alla sem eru í far- tölvuhugleiðingum til að kíkja í heimsókn í verslanir Advania í Guðrúnartúni 10 í Reykjavík eða á Tryggvabraut 10 á Akureyri. „Sérfræðingar okkar taka vel á móti ykkur og aðstoða við að finna fartölvu sem ykkur hentar best.“ Sjá nánar á advania.is. XPS-fartölvan er flaggskip Dell og margverðlaunuð fyrir fegurð, kraft, úthald og gæði. Einnig er vélin með einstökum Infinity Edge-skjá. MYNDIr/ANTON BrINK Dell Inspiron „2-in-1“-fartölvan er einstaklega skemmtileg og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika með snertiskjá og lömum sem snúast 360°. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGArBLAÐ 2 5 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RFArTöLVur Fartölvurnar í iStore eru mjög vinsælar meðal nemenda. MYNDIr/ANTON BrINK Verslunin iStore í Kringlunni sérhæfir sig í sölu á Apple-vörum, þ.m.t. hinum vönduðu og vinsælu MacBook fartölvum. iStore er á engan hátt tengd versluninni Epli og liggur helsta sérstaða verslunarinnar í frábærri þjónustu við viðskiptavini sína að sögn Sigurðar Helgasonar, eiganda iStore. „Við leggjum sér- staklega mikið upp úr að þjónusta viðskiptavini með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Sem dæmi erum við eina verslunin hérlendis sem lánar viðskipta- vinum sambærilegar fartölvur meðan viðgerð stendur yfir, án endurgjalds. Því þurfa viðskipta- vinir okkar ekki að bíða í allt að tvær vikur eftir tölvunni úr viðgerð og geta því haldið námi sínu og starfi áfram af fullum krafti.“ Frábær þjónusta Ef eitthvað kemur upp á varðandi hugbúnaðinn, t.d. stýrikerfi tölvunnar, er tölvan sett upp á nýtt og komið í lag segir Sigurður. „Þessa þjónustu veitum við líka ókeypis á meðan flestir aðrir rukka fyrir hana enda eru hugbúnaður og stýrikerfi venjulega ekki í ábyrgð. Við gerum það hins vegar og ekki nóg með það, við veitum líka ókeypis þjónustu og viðbrögð umfram ábyrgðartímann. Til okkar koma t.d. viðskiptavinir með allt að fjögurra ára gamlar tölvur en við erum enn að hjálpa þeim að kostnaðarlausu. Það má því segja að viðskiptavinurinn detti sjálf- krafa inn í VIP-klúbb hjá okkur enda kunnum við vel að meta þá sem skipta við okkur og þeir finna um leið fyrir því.“ Hann segir þessa góða þjónustu vera meginmuninn á þeim og samkeppnisaðila sínum. „iStore er vissulega litli aðilinn á markað- inum en við erum svo sannarlega ekki með neina minnimáttar- kennd. Við erum að selja sömu vörur og hinir eru að gera en aðgreinum okkur með frábærri þjónustu sem viðskiptavinir okkar kunna svo sannarlega vel að meta.“ Úrval fartölva Hingað til hefur MacBook Air notið mestra vinsælda hjá fram- haldsskóla- og háskólanemendum. „MacBook Air 13" hefur verið mjög vinsæl hjá okkur. Hún er á mjög viðráðanlegu verði, hefur mjög góða rafhlöðuendingu og 128 GB. Undanfarið höfum við þó séð aukningu í sölu á MacBook Air 13" 256 GB og MacBook Pro með Touch Bar snertistiku. Þessar fartölvur eru af næstu kynslóð fartölva, eru hrað- virkari og með nýjustu gerð af USB- tengi sem er alhliða tengi sem mun ganga í allt í framtíðinni. Virkilega öflugar og flottar fartölvur.“ Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan iStore opnaði verslun sína hafa eigendur hennar verið dug- legir að styrkja langveik börn. „Við höfum gefið 53 iPad spjaldtölvur til langveikra barna sem hefur mælst mjög vel fyrir. Við ætlum að sjálfsögðu að halda þessu áfram enda gleðja gjafirnar börnin heil- mikið og styrkja þau í veikindum þeirra.“ Allar nánari upplýsingar um far- tölvur og aðrar vörur iStore má finna á www.istore.is. Þjónusta fyrir námsmenn Auk úrvals vara frá Apple er iStore í Kringlunni þekkt fyrir frábæra þjónustu við viðskiptavini sína. MacBook-fartölvurnar hafa notið mikilla vinsælda meðal nemenda og starfsfólks í atvinnulífinu iStore er vissulega litli aðilinn á mark- aðinum en við erum svo sannarlega ekki með neina minni- máttar- kennd. Sigurður Helgason 2 5 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 1 -A 7 B C 1 D 9 1 -A 6 8 0 1 D 9 1 -A 5 4 4 1 D 9 1 -A 4 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.